Körfubolti

Kanínurnar í basli | Sjáðu ótrúlegan flautuþrist sem felldi lið Arnars

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Axel Kárason í leik með íslenska landsliðinu.
Axel Kárason í leik með íslenska landsliðinu. Vísir
Svendborg Rabbits er í erfiðri stöðu í 8-liða úrslitum úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir tap gegn Hörsholm 79ers í kvöld, 85-82.

Hörsholm var með undirtökin allan leikinn en kanínurnar náðu að jafna metin, 82-82, þegar sex sekúndur voru eftir af leiknum. Evan Yates tryggði hins vegar gestunum dramatískan sigur með flautuþristi, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Svendborg hafði jafnað leikinn með þriggja stiga körfu en gestirnir fóru strax í sókn og Yates, með tvo menn í sér, setti niður afar erfitt skot sem tryggði Hörsholm ótrúlegan sigur og forystu í einvíginu, 2-1.

Svendborg var með heimavallarréttinn í rimmunni en tapaði honum í fyrsta leik. Lærisveinar Arnars Guðjónssonar unnu hans hins vegar til baka í öðrum leik rimmunnar á fimmtudaginn.

Kanínurnar voru því í kjörstöðu til að taka forystu í einvíginu í kvöld á sínum heimavelli en máttu þola afar svekkjandi tap. Fjórði leikurinn fer svo fram á fimmtudag en Hörsholm getur unnið rimmuna með sigri í þeim leik.

Axel Kárason spilaði í tæpar 24 mínútur fyrir Svendborg í kvöld og skoraði fjögur stig og tók þar að auki sex fráköst.

TOO GANGE BUZZERBEATER! SINDSSYGT! Først Ocana fra Svendborg og så Evan Yates for Hørsholm! Vi vinder 82-85 og er foran 2-1

Posted by Hørsholm 79ers Ligabasket on Monday, March 21, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×