Guðrún Margrét ætlar í forsetann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2016 09:04 Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn af stofnendum ABC barnahjálpar, Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn af stofnendum ABC barnahjálpar, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Guðrún Margrét segir í tilkynningu að velferð þjóðarinnar skipti hana miklu máli og hún muni leggja áherslu á samstöðu þar sem þjóðin fari hamingjuleiðina, hlúi að rótum sínum og vaxi í trú, von og kærleika. Guðrún kynnti fjölmiðlum framboð sitt í tilkynningu í morgun en hún verður með blaðamannafund á Grand Hóteli í hádeginu í dag klukkan 12:30 þar sem hún fer nánar yfir framboð sitt. „Þann 4. janúar fékk ég að því er virtist ósköp sakleysislega spurningu sem ég taldi mig nú ekki þurfa að hugsa mikið um en hún var af hverju ég byði mig ekki fram til forseta. Ég hélt nú ekki en þegar maðurinn minn tók undir þetta þá staldraði ég við og ákvað að skoða þetta nánar,“ segir Guðrún. Hún hafi tekið nokkra daga í að hugleiða málið og niðurstaðan hafi, henni til mikillar furðu, orðið jákvæð. „Þar sem ég hafði þegar tekið ákvörðun um að bjóða mig fram þá afþakkaði ég að Facebook áskorendasíða yrði sett upp þar sem ekki þarf að skora á manneskju sem þegar hefur tekið ákvörðun. Meðmælendasöfnun hefur gengið vel og eru meðmælendurnir nú orðnir nálægt eitt þúsund.“ Í dag verður opnuð heimasíða vegna framboðsins, www.gudrunmargret.is. „Ég er hjúkrunarfræðingur að mennt en fór í hnattferð fyrir 30 árum og varð síðan einn af stofnendum ABC barnahjálpar og byggði það starf upp sem frumkvöðull og hugsjónamanneskja. Í ágúst sl. ákvað ég að stíga til hliðar eftir 27 ára starf og fór í nám í þróunarfræði sem ég hef nú lagt til hliðar vegna framboðsins.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn af stofnendum ABC barnahjálpar, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Guðrún Margrét segir í tilkynningu að velferð þjóðarinnar skipti hana miklu máli og hún muni leggja áherslu á samstöðu þar sem þjóðin fari hamingjuleiðina, hlúi að rótum sínum og vaxi í trú, von og kærleika. Guðrún kynnti fjölmiðlum framboð sitt í tilkynningu í morgun en hún verður með blaðamannafund á Grand Hóteli í hádeginu í dag klukkan 12:30 þar sem hún fer nánar yfir framboð sitt. „Þann 4. janúar fékk ég að því er virtist ósköp sakleysislega spurningu sem ég taldi mig nú ekki þurfa að hugsa mikið um en hún var af hverju ég byði mig ekki fram til forseta. Ég hélt nú ekki en þegar maðurinn minn tók undir þetta þá staldraði ég við og ákvað að skoða þetta nánar,“ segir Guðrún. Hún hafi tekið nokkra daga í að hugleiða málið og niðurstaðan hafi, henni til mikillar furðu, orðið jákvæð. „Þar sem ég hafði þegar tekið ákvörðun um að bjóða mig fram þá afþakkaði ég að Facebook áskorendasíða yrði sett upp þar sem ekki þarf að skora á manneskju sem þegar hefur tekið ákvörðun. Meðmælendasöfnun hefur gengið vel og eru meðmælendurnir nú orðnir nálægt eitt þúsund.“ Í dag verður opnuð heimasíða vegna framboðsins, www.gudrunmargret.is. „Ég er hjúkrunarfræðingur að mennt en fór í hnattferð fyrir 30 árum og varð síðan einn af stofnendum ABC barnahjálpar og byggði það starf upp sem frumkvöðull og hugsjónamanneskja. Í ágúst sl. ákvað ég að stíga til hliðar eftir 27 ára starf og fór í nám í þróunarfræði sem ég hef nú lagt til hliðar vegna framboðsins.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira