Mustang GT stóðst ekki álagspróf áströlsku lögreglunnar Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2016 14:32 Ford Mustang GT stenst engan veginn kröfur áströlsku lögreglunnar. Lögreglan í Ástralíu hefur brátt ekki kost á öflugum gerðum Ford Falcon og Holden Commodore bíla þar sem framleiðslu þeirra verður hætt í landi andfætlinga okkar. Því var ákveðið að prófa nýjar gerðir bíla fyrir þjóðvegalögregluna þar í landi. Einn þeirra var sjötta og nýjasta kynslóð Ford Mustang GT kraftabílsins. Það tók lögregluna ekki nema 3 mínútur að finna útúr því að sá bíll á ekkert erindi í þjónustu hennar. Eftir þessar 3 mínútur hitnaði sjálfskipting bílsins svo mikið að bíllinn skipti yfir í “limp home mode” og rétt skreið áfram að áfangastað. Mustang GT stóðst bremsupróf lögreglunnar en afnot af honum voru afskrifuð eftir að tekið hafði verið hressilega á honum í svo skamman tíma. Nú er líklegast talið að ástralska lögreglan velji Volvo S60 Polestar eða Volkswagen Golf R Wagon bíla til að leysa af öfluga Ford Falcon og Holden Commodore bíla sína. Það skondna er að nú er 18 mánaða biðlisti eftir Ford Mustang GT fyrir almenning í Ástralíu og vonandi eru þeir sem flestir beinskiptir! Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent
Lögreglan í Ástralíu hefur brátt ekki kost á öflugum gerðum Ford Falcon og Holden Commodore bíla þar sem framleiðslu þeirra verður hætt í landi andfætlinga okkar. Því var ákveðið að prófa nýjar gerðir bíla fyrir þjóðvegalögregluna þar í landi. Einn þeirra var sjötta og nýjasta kynslóð Ford Mustang GT kraftabílsins. Það tók lögregluna ekki nema 3 mínútur að finna útúr því að sá bíll á ekkert erindi í þjónustu hennar. Eftir þessar 3 mínútur hitnaði sjálfskipting bílsins svo mikið að bíllinn skipti yfir í “limp home mode” og rétt skreið áfram að áfangastað. Mustang GT stóðst bremsupróf lögreglunnar en afnot af honum voru afskrifuð eftir að tekið hafði verið hressilega á honum í svo skamman tíma. Nú er líklegast talið að ástralska lögreglan velji Volvo S60 Polestar eða Volkswagen Golf R Wagon bíla til að leysa af öfluga Ford Falcon og Holden Commodore bíla sína. Það skondna er að nú er 18 mánaða biðlisti eftir Ford Mustang GT fyrir almenning í Ástralíu og vonandi eru þeir sem flestir beinskiptir!
Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent