Audi stöðvar tímabundið framleiðslu í Brussel Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2016 16:12 Úr verksmiðju Audi í Brussel. Í kjölfar árásanna í Brussel hefur Audi lokað bílaverksmiðju sinni í borginni og sent þá 1.100 starfsmenn sem voru að störfum heim. Þeir starfsmenn sem mæta eiga á vakt í fyrramálið hafa ekki enn verið afboðaðir, en það gæti breyst með þróun atburða seinni hluta dags. Ekki er vitað til þess að nokkur starfsmanna Audi í Brussel hafi orðið fyrir meiðslum í árásinni í dag. Öryggisgæsla í verksmiðjunni og kringum hana hefur verið efld. Mörg önnur fyrirtæki í Brussel hafa lokað í dag og sent starfsfólk sitt heim. Á hverri vakt í verksmiðju Audi eru smíðaðir 250 Audi A1 bílar, en Audi telur sig geta unnið upp þá framleiðslu síðar. Alls vinna 2.500 manns í verksmiðju Audi í Brussel og þar er starfað á tvískiptum vöktum. Í þessari verksmiðju sem smíðar nú Audi bíla og staðsett er í suðurhluta Brussel voru áður smíðaðir Volkswagen Golf bílar. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent
Í kjölfar árásanna í Brussel hefur Audi lokað bílaverksmiðju sinni í borginni og sent þá 1.100 starfsmenn sem voru að störfum heim. Þeir starfsmenn sem mæta eiga á vakt í fyrramálið hafa ekki enn verið afboðaðir, en það gæti breyst með þróun atburða seinni hluta dags. Ekki er vitað til þess að nokkur starfsmanna Audi í Brussel hafi orðið fyrir meiðslum í árásinni í dag. Öryggisgæsla í verksmiðjunni og kringum hana hefur verið efld. Mörg önnur fyrirtæki í Brussel hafa lokað í dag og sent starfsfólk sitt heim. Á hverri vakt í verksmiðju Audi eru smíðaðir 250 Audi A1 bílar, en Audi telur sig geta unnið upp þá framleiðslu síðar. Alls vinna 2.500 manns í verksmiðju Audi í Brussel og þar er starfað á tvískiptum vöktum. Í þessari verksmiðju sem smíðar nú Audi bíla og staðsett er í suðurhluta Brussel voru áður smíðaðir Volkswagen Golf bílar.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent