Fótbolti

Hryðjuverkin í Belgíu hafa áhrif á stelpurnar í íslenska 17 ára landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KA-stelpan Saga Líf Sigurðardóttir er ein af stelpunum í íslenska 17 ára landsliðinu.
KA-stelpan Saga Líf Sigurðardóttir er ein af stelpunum í íslenska 17 ára landsliðinu. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Hryðjuverkaárásirnar í Belgíu hafa víðtæk áhrif og þar á meðal á stelpurnar í íslenska sautján ára landsliðinu í fótbolta.

Íslenska 17 ára landsliðið hefur því ekki keppni í milliriðli EM á morgun eins og þær áttu að gera en riðillinn er allur spilaður út í Serbíu.  Heimasíða KSÍ segir frá þessu.

Fyrstu tveir leikdagarnir færast aftur um einn dag vegna hryðjuverkaárásanna í Belgíu en þriðji leikdagurinn helst óbreyttur. Leikstaðir og leiktímar breytast ekki.

Íslensku stelpurnar mæta einmitt Belgíu í fyrsta leik sínum og fer sá leikur nú fram Föstudaginn langa en ekki á skírdag eins og hann átti að gera.

Þetta verða fyrstu Evrópuleikir sautján ára liðsins undir stjórn Freys Alexanderssonar en hann tók við þjálfun 17 ára landsliðsins jafnframt því að þjálfa áfram íslenska A-landsliðið.

Ísland hefur spilað tvo vináttuleiki undir stjórn Freys og þeir unnust báðir á móti Skotum. Það er vonandi að stelpurnar haldi sigurgöngu sinni áfram út í Serbíu.

Breytingarnar:

Leikdagur 1

Belgía - Ísland

Var:  24. mars

Verður:  25. mars

Leikdagur 2

Ísland - England

Var: 26. mars

Verður:  27. mars

Leikdagur 3

Serbía - Ísland

Óbreyttur 29. mars.



Landsliðshópur Íslands í milliriðlinum í Serbíu:

Guðrún Gyða Haralz Breiðablik

Kristín Dís Árnadóttir Breiðablik

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen Breiðablik

Telma Ívarsdóttir Breiðablik

Aníta Dögg Guðmundsdóttir FH

Guðný Árnadóttir FH

Dröfn Einarsdóttir Grindavík

Alexandra Jóhannsdóttir Haukar

Saga Líf Sigurðardóttir KA

Aníta Lind Daníelsdóttir Keflavík

Ásdís Karen Halldórsdóttir KR

Mist Þormóðsdóttir Grönvold KR

Agla María Albertsdóttir Stjarnan

Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir Stjarnan

Eva María Jónsdóttir Valur

Harpa Karen Antonsdóttir Valur

Hlín Eiríksdóttir Valur

Ísold Kristín Rúnarsdóttir Valur

17 ára landslið Íslands.Mynd/Fésbókarsíða KSÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×