100.000 væntanlegar pantanir í Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 29. mars 2016 09:26 Hulunni verður svipt af Tesla Model 3 eftir tvo daga og í leiðinni opnað fyrir pantanir í bílinn. Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla mun opna fyrir pantanir í Tesla Model 3 bíl sinn þann 31. mars, eða eftir 2 daga. Búist er við allt að 100.000 pöntunum í þessa næstu framleiðslugerð Tesla, eingöngu á fyrsta sólarhringnum. Tesla Model 3 á ekki að kosta meira en 35.000 dollara og verða mun ódýrari bíll er fyrri smíðagerðir, þ.e. Tesla Model S og Model X. Opnað verður fyrir pantanir í bílinn á sama tíma og hann verður fyrst sýndur þeim 800 heppnu einstaklingum sem boðið hefur verið á frumsýningu bílsins í Hawthorne í Kaliforníu. Ef að Tesla fær 100.000 pantanir í Model 3 bílinn mun það samsvara meira en ársframleiðslu, en Tesla framleiddi og seldi ríflega 50.000 bíla í fyrra, en þó af dýrari og vandaðir gerð en Model 3. Heyrst hefur að hollenska fyrirtækið MisterGreen ætli að panta 1.000 bíla, en það leigir nú þegar út vænan flota af Tesla Model S bílum í Hollandi og Belgíu. Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla mun opna fyrir pantanir í Tesla Model 3 bíl sinn þann 31. mars, eða eftir 2 daga. Búist er við allt að 100.000 pöntunum í þessa næstu framleiðslugerð Tesla, eingöngu á fyrsta sólarhringnum. Tesla Model 3 á ekki að kosta meira en 35.000 dollara og verða mun ódýrari bíll er fyrri smíðagerðir, þ.e. Tesla Model S og Model X. Opnað verður fyrir pantanir í bílinn á sama tíma og hann verður fyrst sýndur þeim 800 heppnu einstaklingum sem boðið hefur verið á frumsýningu bílsins í Hawthorne í Kaliforníu. Ef að Tesla fær 100.000 pantanir í Model 3 bílinn mun það samsvara meira en ársframleiðslu, en Tesla framleiddi og seldi ríflega 50.000 bíla í fyrra, en þó af dýrari og vandaðir gerð en Model 3. Heyrst hefur að hollenska fyrirtækið MisterGreen ætli að panta 1.000 bíla, en það leigir nú þegar út vænan flota af Tesla Model S bílum í Hollandi og Belgíu.
Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent