Hver vill ekki þennan? Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2016 13:16 Nú er dýrasti og öflugusti jeppi sem kaupa má, Bentley Bentayga, kominn af færibandinu og bílablaðamenn farnir að prufa gripinn. Hér má sjá einn þeirra ekki halda vatni yfir afli, torfærugetu, lúxus og fágun þessa nýja jeppa. Spyrja má sig hvort þörf sé á svona útspili á jeppamarkaðinn meðan hægt er að kaupa lúxusbíla eins og Porsche Cayenne Turbo, Audi Q7, BMW X5 og Mercedes Benz ML. Því hefur verið svarað með 10.000 pöntunum í Bentley Bentayga og Bentley er að leita allra leiða til auka framleiðsluna og mun alls ekki hafa undan. Því virðist algjörlega vera markaður fyrir svona gríðarvandaðan jeppa fyrir ofurríka fólk heimsins. Nægt úrval er af ógnardýrum fólksbílum frá framleiðendum eins og Rolls Royce, Ferrari, Lamborghini, Maserati, Porsche, Bentley og miklu mun fleirum, en ekki hefur hingað til verið hægt að kaupa jeppa sem svo mikið er lagt í og í fólksbíla frá þessum fyrirtækjum. Nú ætlar Bentley að svara því og það var greinilega þörf. Bentley Bentayga er með V12 vél er sem er algjörlega ný og skilar 600 hestöflum. Hún hendir þessum 2,5 tonna bíl í hundraðið á 4 sekúndum og hámarkshraðinn er 301 km/klst. Það er þó ekki það besta við bílinn, hann hefur mjög góða torfærugetu líka og það sést í þessu myndskeiði og það liggur við að sá sem prófar bílinn missi legvatnið af hrifningu. Eitthvað kosta nú svona ósköp og í Bandaríkjunum mun hann fást fyrir ríflega 30 milljónir króna og eitthvað dýrari yrði hann hingað kominn, líklega helmingi dýrari, þar sem hann fellur ekki beint í lægsta vörugjaldsflokk með sína V12 vél. Bílar video Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent
Nú er dýrasti og öflugusti jeppi sem kaupa má, Bentley Bentayga, kominn af færibandinu og bílablaðamenn farnir að prufa gripinn. Hér má sjá einn þeirra ekki halda vatni yfir afli, torfærugetu, lúxus og fágun þessa nýja jeppa. Spyrja má sig hvort þörf sé á svona útspili á jeppamarkaðinn meðan hægt er að kaupa lúxusbíla eins og Porsche Cayenne Turbo, Audi Q7, BMW X5 og Mercedes Benz ML. Því hefur verið svarað með 10.000 pöntunum í Bentley Bentayga og Bentley er að leita allra leiða til auka framleiðsluna og mun alls ekki hafa undan. Því virðist algjörlega vera markaður fyrir svona gríðarvandaðan jeppa fyrir ofurríka fólk heimsins. Nægt úrval er af ógnardýrum fólksbílum frá framleiðendum eins og Rolls Royce, Ferrari, Lamborghini, Maserati, Porsche, Bentley og miklu mun fleirum, en ekki hefur hingað til verið hægt að kaupa jeppa sem svo mikið er lagt í og í fólksbíla frá þessum fyrirtækjum. Nú ætlar Bentley að svara því og það var greinilega þörf. Bentley Bentayga er með V12 vél er sem er algjörlega ný og skilar 600 hestöflum. Hún hendir þessum 2,5 tonna bíl í hundraðið á 4 sekúndum og hámarkshraðinn er 301 km/klst. Það er þó ekki það besta við bílinn, hann hefur mjög góða torfærugetu líka og það sést í þessu myndskeiði og það liggur við að sá sem prófar bílinn missi legvatnið af hrifningu. Eitthvað kosta nú svona ósköp og í Bandaríkjunum mun hann fást fyrir ríflega 30 milljónir króna og eitthvað dýrari yrði hann hingað kominn, líklega helmingi dýrari, þar sem hann fellur ekki beint í lægsta vörugjaldsflokk með sína V12 vél.
Bílar video Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent