Benz söluhærra en BMW á árinu Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2016 15:01 Mercedes Benz GLC. GVA Síðustu 11 ár hefur BMW verið söluhæsta lúxusbílamerki heims á undan Mercedes Benz, Audi og Lexus, en það gæti breyst á þessu ári. Í janúar og febrúar hefur Mercedes Benz selt alls 284.566 bíla, BMW 277.304 bíla og Audi 269.650 bíla. Samt sem áður var BMW söluhærra en Benz í febrúar með 143.419 selda bíla á meðan Benz seldi 133.752 bíla. Það eru því heilmiklar sveiflur á milli mánaða. Sala Benz það sem af er ári hefur aukist um 16%, BMW um 8,3% og Audi um 3,6%. BMW á von á því að salan á þeim bænum taki kipp við kynningu nýs BMW X1 jepplings og heils árs sölu á nýlegum 7-series bíl þeirra. Góð sala Benz um þessar mundir á líklega helstu skýringuna í miklu úrvali á jepplingum og jeppum, en mikil eftirspurn er eftir slíkum bílum í heiminum í dag. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent
Síðustu 11 ár hefur BMW verið söluhæsta lúxusbílamerki heims á undan Mercedes Benz, Audi og Lexus, en það gæti breyst á þessu ári. Í janúar og febrúar hefur Mercedes Benz selt alls 284.566 bíla, BMW 277.304 bíla og Audi 269.650 bíla. Samt sem áður var BMW söluhærra en Benz í febrúar með 143.419 selda bíla á meðan Benz seldi 133.752 bíla. Það eru því heilmiklar sveiflur á milli mánaða. Sala Benz það sem af er ári hefur aukist um 16%, BMW um 8,3% og Audi um 3,6%. BMW á von á því að salan á þeim bænum taki kipp við kynningu nýs BMW X1 jepplings og heils árs sölu á nýlegum 7-series bíl þeirra. Góð sala Benz um þessar mundir á líklega helstu skýringuna í miklu úrvali á jepplingum og jeppum, en mikil eftirspurn er eftir slíkum bílum í heiminum í dag.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent