Aron minntist pabba síns í viðtölum í Noregi og sýndi tattúið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2016 08:00 Aron Sigurðarson í leik með Fjölni. Vísir/Vilhelm Aron Sigurðarson byrjaði ferillinn sinn vel í norsku úrvalsdeildinni í gær þegar hann skoraði jöfnunarmark Tromsö á móti Molde í fyrstu umferð tímabilsins. Aron var að sjálfsögðu mikið í viðtölum eftir leik og hann talaði þar um föður sinn, Sigurður Hallvarðsson, sem lést úr krabbameini fyrir tveimur árum. „Faðir minn var mér allt. Hann fór með mig á fyrstu æfinguna og fylgdi mér alla tíð. Ég heiðra hann alltaf eftir að ég skora með því að hugsa hann og setja höndina á brjóstið," sagði Aron við Verdens Gang. Aron tók sig síðan til, renndi niður íþróttajakkanum sínum og sýndi blaðamanninum húðflúrið sitt sem hann fékk sér til að minnast föður síns. Þar stendur: „Always loved. Never forgotten," eða „Alltaf elskaður, mun aldrei gleymast." Það hefði heldur ekki verið leiðinlegt fyrir föður Arons að sjá strákinn sinn spila í Þróttaralitunum í gær. Aron, spilaði alla tíð hér heima með Fjölni en faðir hans var mikill Þróttari. Búningur Tromsö í gær minnti mikið á Þróttarabúninginn. Bård Flovik, þjálfari Tromsö, var ánægður með Íslendinginn: „Aron hefur þetta í sér. Hann getur skorað í hverjum leik," sagði Bård Flovik og Ole Gunnar Solskjær talaði líka vel um Aron. „Hann er góður fótboltamaður. Við höfum líka verið að fylgjast með honum en við erum bara með of marga útlendinga. Hann skoraði í fyrsta A-landsleiknum sínum og hann er markheppinn. Hann er leikmaður sem mun gleðja stuðningsmenn Tromsö mikið á þessu tímabili," sagði Ole Gunnar Solskjær við VG. Aron Sigurðarson skoraði frábært mark í leiknum og fékk mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína. Hann skoraði tvö mörk í síðasta æfingaleiknum fyrir mótið og fylgdi því síðan eftir með góðum leik í gær. Þetta gæti því orðið mjög skemmtilegt sumar fyrir hann í Noregi.Tromsø-helten hedrer sin døde far med tatovering: MOLDE (VG) Han kan bli Tippeligaens nye stjerne. Aron Sigurd... https://t.co/ZRGQ4Pb3qa— VG Sporten (@vgsporten) March 13, 2016 TIL-helten på Aker stadion hedret sin avdøde far. Sigurdarson har også tatovert seg til ære for sin far.Posted by Tromsø IL on 13. mars 2016 Fótbolti á Norðurlöndum Húðflúr Tengdar fréttir Aron Sig: Vildi að pabbi hefði séð fyrsta landsleikinn Nýjasti liðsmaður Tromsö var í áhugaverður viðtali við norska ríkissjónvarpið í dag þar sem hann ræddi fyrsta landsleikinn, framtíðina og föðurmissinn en faðir Arons lést árið 2014. 27. febrúar 2016 16:24 Sjáðu tvö stórkostleg mörk Arons á móti Brann | Myndband Aron Sigurðarson er heldur betur að minna á sig í Noregi. 7. mars 2016 13:49 Aron: Væri veisla að vinna Eið Smára Aron Sigurðarson vill nota tækifærið í Tromsö til að bæta sig sem knattspyrnumaður. 3. mars 2016 19:00 Aron skoraði frábært mark | Eiður lék í rúmlega klukkutíma Aron Sigurðarson skoraði eina mark Tromsö þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Eiði Smára og félögum í Molde í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag. 13. mars 2016 16:36 Aron fór á kostum í fyrsta leik með Tromsö Fjölnismaðurinn hlaðinn lofi eftir æfingaleik á móti sænska liðinu Hammarby. 17. febrúar 2016 15:08 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sjá meira
Aron Sigurðarson byrjaði ferillinn sinn vel í norsku úrvalsdeildinni í gær þegar hann skoraði jöfnunarmark Tromsö á móti Molde í fyrstu umferð tímabilsins. Aron var að sjálfsögðu mikið í viðtölum eftir leik og hann talaði þar um föður sinn, Sigurður Hallvarðsson, sem lést úr krabbameini fyrir tveimur árum. „Faðir minn var mér allt. Hann fór með mig á fyrstu æfinguna og fylgdi mér alla tíð. Ég heiðra hann alltaf eftir að ég skora með því að hugsa hann og setja höndina á brjóstið," sagði Aron við Verdens Gang. Aron tók sig síðan til, renndi niður íþróttajakkanum sínum og sýndi blaðamanninum húðflúrið sitt sem hann fékk sér til að minnast föður síns. Þar stendur: „Always loved. Never forgotten," eða „Alltaf elskaður, mun aldrei gleymast." Það hefði heldur ekki verið leiðinlegt fyrir föður Arons að sjá strákinn sinn spila í Þróttaralitunum í gær. Aron, spilaði alla tíð hér heima með Fjölni en faðir hans var mikill Þróttari. Búningur Tromsö í gær minnti mikið á Þróttarabúninginn. Bård Flovik, þjálfari Tromsö, var ánægður með Íslendinginn: „Aron hefur þetta í sér. Hann getur skorað í hverjum leik," sagði Bård Flovik og Ole Gunnar Solskjær talaði líka vel um Aron. „Hann er góður fótboltamaður. Við höfum líka verið að fylgjast með honum en við erum bara með of marga útlendinga. Hann skoraði í fyrsta A-landsleiknum sínum og hann er markheppinn. Hann er leikmaður sem mun gleðja stuðningsmenn Tromsö mikið á þessu tímabili," sagði Ole Gunnar Solskjær við VG. Aron Sigurðarson skoraði frábært mark í leiknum og fékk mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína. Hann skoraði tvö mörk í síðasta æfingaleiknum fyrir mótið og fylgdi því síðan eftir með góðum leik í gær. Þetta gæti því orðið mjög skemmtilegt sumar fyrir hann í Noregi.Tromsø-helten hedrer sin døde far med tatovering: MOLDE (VG) Han kan bli Tippeligaens nye stjerne. Aron Sigurd... https://t.co/ZRGQ4Pb3qa— VG Sporten (@vgsporten) March 13, 2016 TIL-helten på Aker stadion hedret sin avdøde far. Sigurdarson har også tatovert seg til ære for sin far.Posted by Tromsø IL on 13. mars 2016
Fótbolti á Norðurlöndum Húðflúr Tengdar fréttir Aron Sig: Vildi að pabbi hefði séð fyrsta landsleikinn Nýjasti liðsmaður Tromsö var í áhugaverður viðtali við norska ríkissjónvarpið í dag þar sem hann ræddi fyrsta landsleikinn, framtíðina og föðurmissinn en faðir Arons lést árið 2014. 27. febrúar 2016 16:24 Sjáðu tvö stórkostleg mörk Arons á móti Brann | Myndband Aron Sigurðarson er heldur betur að minna á sig í Noregi. 7. mars 2016 13:49 Aron: Væri veisla að vinna Eið Smára Aron Sigurðarson vill nota tækifærið í Tromsö til að bæta sig sem knattspyrnumaður. 3. mars 2016 19:00 Aron skoraði frábært mark | Eiður lék í rúmlega klukkutíma Aron Sigurðarson skoraði eina mark Tromsö þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Eiði Smára og félögum í Molde í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag. 13. mars 2016 16:36 Aron fór á kostum í fyrsta leik með Tromsö Fjölnismaðurinn hlaðinn lofi eftir æfingaleik á móti sænska liðinu Hammarby. 17. febrúar 2016 15:08 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sjá meira
Aron Sig: Vildi að pabbi hefði séð fyrsta landsleikinn Nýjasti liðsmaður Tromsö var í áhugaverður viðtali við norska ríkissjónvarpið í dag þar sem hann ræddi fyrsta landsleikinn, framtíðina og föðurmissinn en faðir Arons lést árið 2014. 27. febrúar 2016 16:24
Sjáðu tvö stórkostleg mörk Arons á móti Brann | Myndband Aron Sigurðarson er heldur betur að minna á sig í Noregi. 7. mars 2016 13:49
Aron: Væri veisla að vinna Eið Smára Aron Sigurðarson vill nota tækifærið í Tromsö til að bæta sig sem knattspyrnumaður. 3. mars 2016 19:00
Aron skoraði frábært mark | Eiður lék í rúmlega klukkutíma Aron Sigurðarson skoraði eina mark Tromsö þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Eiði Smára og félögum í Molde í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag. 13. mars 2016 16:36
Aron fór á kostum í fyrsta leik með Tromsö Fjölnismaðurinn hlaðinn lofi eftir æfingaleik á móti sænska liðinu Hammarby. 17. febrúar 2016 15:08