Hið ómögulega á snjósleða Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2016 15:03 Levi LaVallee er hreint ótrúlegur vélsleðamaður sem getur framkvæmt hið ómögulega á öflugum vélsleða sínum. Hann er þekktur fyrir dirfskuleg sýningaratriði sín á X Games leikunum og hefur unnið sjö gull á þeim. Auk þess á hann heimsmetið í langstökki á vélsleða en hann flaug 124 metra á nýársdag í San Diego árið 2012 og það hefur ekki enn verið bætt. Hér í þessu myndskeiði leikur hann sér í Saint Paul í Bandaríkjunum og fer um borgina á sleða sínum og skeytir lítið um hvort undirlagið er bert malbikið eða þakið snjó. Hann fer ótrúleg heljarstökk og gerir hluti sem fáum er fært að svona tæki. Sem fyrr er sjón sögu ríkari, en í guðanna bænum ekki reyna þetta sjálf. Það er drykkjarvöruframleiðandinn Red Bull sem kostar gerð þessa myndskeiðs en hann styrkir mörg slík í hinum ýmsu akstursíþróttum. Bílar video Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent
Levi LaVallee er hreint ótrúlegur vélsleðamaður sem getur framkvæmt hið ómögulega á öflugum vélsleða sínum. Hann er þekktur fyrir dirfskuleg sýningaratriði sín á X Games leikunum og hefur unnið sjö gull á þeim. Auk þess á hann heimsmetið í langstökki á vélsleða en hann flaug 124 metra á nýársdag í San Diego árið 2012 og það hefur ekki enn verið bætt. Hér í þessu myndskeiði leikur hann sér í Saint Paul í Bandaríkjunum og fer um borgina á sleða sínum og skeytir lítið um hvort undirlagið er bert malbikið eða þakið snjó. Hann fer ótrúleg heljarstökk og gerir hluti sem fáum er fært að svona tæki. Sem fyrr er sjón sögu ríkari, en í guðanna bænum ekki reyna þetta sjálf. Það er drykkjarvöruframleiðandinn Red Bull sem kostar gerð þessa myndskeiðs en hann styrkir mörg slík í hinum ýmsu akstursíþróttum.
Bílar video Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent