Körfubolti

Kanínurnar töpuðu fyrsta leiknum á heimavelli

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Axel Kárason.
Axel Kárason. vísir/stefán
Svendborg Rabbits tapaði fyrir Hörsholm 79ers, 80-70, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta, en úrslitakeppnin hófst í kvöld.

Vinna þarf fimm leiki til að komast í undanúrslitin en Kanínurnar, undir stjórn aðstoðarlandsliðsþjálfarans Arnars Guðjónssonar, þurfa nú að stela heimavellinum aftur í næsta leik.

Hörsholm var fjórtán stigum yfir í hálfleik, 51-37, en Kanínurnar komu sterkar inn í þriðja leikhluta og var munurinn fyrir síðasta leikhlutann aðeins eitt stig, 61-60. Hörsholm var svo öflugra undir restina og vann tíu stiga sigur, 80-70.

Liðin mættust fjórum sinnum á leiktíðinni og unnu sitthvora tvo leikina á heimavelli. Svendborg hafnaði í fjórða sæti í deildinni en Hörsholm í því fimmta.

Landsliðsmaðurinn Axel Kárason skoraði fjögur stig og tók fimm fráköst á þeim 33 mínútum sem hann spilaði í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×