Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. mars 2016 07:00 Sjúkraliðar hafa þurft að hafa fyrir kjarabótum sínum. Hér talar Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, á baráttufundi, þegar yfir stóðu verkföll sjúkraliða og fólks í SFR, í kjarabaráttu við ríkið í fyrrahaust. vísir/anton brink Samþykkt hefur verið allsherjarverkfall sjúkraliða hjá sveitarfélögum landsins frá fjórða apríl takist ekki samningar fyrir þann tíma. Undir er þjónusta sjúkraliða um allt landið þar sem sveitarfélög reka öldrunar- og hjúkrunarþjónustu, auk félagsþjónustu sem sjúkraliðar vinna við. Stærstu stofnanirnar sem verkfall myndi ná til eru Síða á Akureyri, Brákarhlíð í Borgarfirði, Höfði á Akranesi og Ísafold í Garðabæ, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ). Þjónusta í Reykjavík raskast ekki, en borgin semur beint við sína viðsemjendur. Samningur sjúkraliða og Reykjavíkurborgar var undirritaður 16. desember síðastliðinn. Af þeim 180 sem þátt tóku samþykktu 175, eða rúm 97 prósent, verkfallsaðgerðir í kosningu Sjúkraliðafélags Íslands. Niðurstöður kosningarinnar voru birtar í gær. Þrír kusu á móti verkfalli og tveir skiluðu auðu. Tæp 58 prósent félagsmanna tóku þátt í kosningunni. Kristín segir boðaðar aðgerðir fyrst og fremst vegna mikils dráttar sem orðið hafi á samningum. „Samningar okkar voru lausir um leið og allra annarra,“ segir hún. „Allan þann tíma var mjög lengi verið að koma samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að borðinu.“ Síðan hafi deilunni verið vísað til ríkissáttasemjara. Í gærmorgun segir Kristín að hafi verið tíundi fundurinn í deilunni og enn beri mikið í milli. Tilboð sveitarfélaganna sem samninganefndin hafi hafnað sé langt frá því sem samið hafi verið um annars staðar. „Við gerðum þeim tilboð á móti, en því höfnuðu þau og slitu.“ Varðandi það hvort hún sé bjartsýn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur bendir Kristín á að ríkissáttasemjari sé búinn að boða til funda í deilunni strax eftir páska. „Maður verður bara að vera bjartsýnn. Það er ekki ósk nokkurs að þetta lendi í verkföllum.“ Hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) er einnig sagður þungur tónn í fólki og verið að íhuga aðgerðir. „Félagsmenn BHM hjá sveitarfélögunum hafa verið samningslausir í rúmt hálft ár en kjaraviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa dregist úr hömlu,“ segir í umfjöllun á vef BHM. „Ef ekki verður gripið í taumana er grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu.“ Kjaramál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Samþykkt hefur verið allsherjarverkfall sjúkraliða hjá sveitarfélögum landsins frá fjórða apríl takist ekki samningar fyrir þann tíma. Undir er þjónusta sjúkraliða um allt landið þar sem sveitarfélög reka öldrunar- og hjúkrunarþjónustu, auk félagsþjónustu sem sjúkraliðar vinna við. Stærstu stofnanirnar sem verkfall myndi ná til eru Síða á Akureyri, Brákarhlíð í Borgarfirði, Höfði á Akranesi og Ísafold í Garðabæ, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ). Þjónusta í Reykjavík raskast ekki, en borgin semur beint við sína viðsemjendur. Samningur sjúkraliða og Reykjavíkurborgar var undirritaður 16. desember síðastliðinn. Af þeim 180 sem þátt tóku samþykktu 175, eða rúm 97 prósent, verkfallsaðgerðir í kosningu Sjúkraliðafélags Íslands. Niðurstöður kosningarinnar voru birtar í gær. Þrír kusu á móti verkfalli og tveir skiluðu auðu. Tæp 58 prósent félagsmanna tóku þátt í kosningunni. Kristín segir boðaðar aðgerðir fyrst og fremst vegna mikils dráttar sem orðið hafi á samningum. „Samningar okkar voru lausir um leið og allra annarra,“ segir hún. „Allan þann tíma var mjög lengi verið að koma samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að borðinu.“ Síðan hafi deilunni verið vísað til ríkissáttasemjara. Í gærmorgun segir Kristín að hafi verið tíundi fundurinn í deilunni og enn beri mikið í milli. Tilboð sveitarfélaganna sem samninganefndin hafi hafnað sé langt frá því sem samið hafi verið um annars staðar. „Við gerðum þeim tilboð á móti, en því höfnuðu þau og slitu.“ Varðandi það hvort hún sé bjartsýn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur bendir Kristín á að ríkissáttasemjari sé búinn að boða til funda í deilunni strax eftir páska. „Maður verður bara að vera bjartsýnn. Það er ekki ósk nokkurs að þetta lendi í verkföllum.“ Hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) er einnig sagður þungur tónn í fólki og verið að íhuga aðgerðir. „Félagsmenn BHM hjá sveitarfélögunum hafa verið samningslausir í rúmt hálft ár en kjaraviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa dregist úr hömlu,“ segir í umfjöllun á vef BHM. „Ef ekki verður gripið í taumana er grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu.“
Kjaramál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira