Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit og kom það í hlut Ögmundar að taka spyrnuna sem tryggði Hammarby sigurinn í leiknum. Hann varði einnig eina spyrnu AIK í vítaspyrnukeppninni.
Sjá einnig: Ögmundur skaut Hammarby í undanúrslit
Arnór Smárason skoraði fallegt mark í leiknum og skoraði einnig í vítaspyrnukeppninni fyrir Hammarby.
Hér fyrir neðan má sjá Ögmund fagna með háværum stuðningsmönnum Hammarby og fara svo í viðtal strax á eftir.