Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2016 19:30 Varaformaður Vinstri grænna segir að nú sé komið í ljós að forsætisráðherra væri sjálfur á meðal þeirra sem hann hafi kallað hrægamma og gert hefðu kröfur í föllnu bankana. Eiginkona forsætisráðherra hefur upplýst að hún eigi erlent félag sem haldi utan um fjölskylduarf hennar. Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að hún ætti erlent félag, sem héti Wintris, sem hún notaði til að halda utan um fjölskylduarf sinn en faðir hennar átti á árum áður Toyota umboðið. Félagið væri skráð í útlöndum vegna þess að þegar það var stofnað hafi þau hjón búið Bretlandi og óljóst hvort þau myndu búa áfram í Bretlandi eða jafnvel flytja til Danmerkur. Banki sem hún hafi leitaði hafi talið einfaldast að stofna erlent félag um eignirnar svo þær yrðu vistaðar í alþjóðlegu umhverfi og auðvelt að nálgast þær hvar svo sem þau hjón myndu búa. Anna Sigurlaug segir fyrirtækið alfarið í hennar eigu og það hafi greitt alla skatta á Íslandi en aldrei fjárfest þar. Aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti Bylgjuna síðan um það í dag að félagið væri á Bresku Jómfrúareyjunum þar sem stærsta eyjan er hin fræga Tortola. Vísir upplýsti síðan í dag að félagið Wintris hefði gert kröfur í alla föllnu bankana, 174 milljónir í Landsbankann, rúmar 220 milljónir í þrotabú Kaupþings og um 100 milljónir í þrotabú Glitnis. Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna og varaþingmaður flokksins gerði málið að umræðuefni á Alþingi í dag. „Á meðan íslenskur almenningur, fjölskyldur og heimili, þurftu í gegnum hrunið og í kjölfar þess að berjast frá degi til dags til að halda heimili sínu gangandi innan gjaldeyrishafta og fallinnar krónu og reyna að standa í skilum með skuldbindingar sínar; voru forsætisráðherrahjónin að höndla með fjölskylduauðinn í erlendum skattaskjólum,“ sagði Björn Valur. „Á sama tíma og forsætisráðherrann krafðist þess ítrekað úr þessum ræðustól á síðasta kjörtímabili að fá að vita hverjir væru raunverulegir eigendur bankanna, hverjir kröfuhafarnir væru, hrægammarnir, þá var hann einn af þeim,“ sagði Björn Valur. Það væri allt rangt við þetta mál og það samræmdist ekki eðlilegum kröfum til stjórnmálamanna. Krafðist hann þess að hlé yrði gert á fundinum þar til forsætisráðherra kæmi í þingið til að gera grein fyrir þessum málum en ekki var orðið við því. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem kæmu störfum Alþingis ekki við. „En að fara í þennan skítaleiðangur sem háttvirtur þingmaður Vinstri grænna virðist leiða hér, er algerlega sorglegt og það er það sem er að gera út af við traust á Alþingi,“ sagði Gunnar Bragi. Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Varaformaður Vinstri grænna segir að nú sé komið í ljós að forsætisráðherra væri sjálfur á meðal þeirra sem hann hafi kallað hrægamma og gert hefðu kröfur í föllnu bankana. Eiginkona forsætisráðherra hefur upplýst að hún eigi erlent félag sem haldi utan um fjölskylduarf hennar. Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að hún ætti erlent félag, sem héti Wintris, sem hún notaði til að halda utan um fjölskylduarf sinn en faðir hennar átti á árum áður Toyota umboðið. Félagið væri skráð í útlöndum vegna þess að þegar það var stofnað hafi þau hjón búið Bretlandi og óljóst hvort þau myndu búa áfram í Bretlandi eða jafnvel flytja til Danmerkur. Banki sem hún hafi leitaði hafi talið einfaldast að stofna erlent félag um eignirnar svo þær yrðu vistaðar í alþjóðlegu umhverfi og auðvelt að nálgast þær hvar svo sem þau hjón myndu búa. Anna Sigurlaug segir fyrirtækið alfarið í hennar eigu og það hafi greitt alla skatta á Íslandi en aldrei fjárfest þar. Aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti Bylgjuna síðan um það í dag að félagið væri á Bresku Jómfrúareyjunum þar sem stærsta eyjan er hin fræga Tortola. Vísir upplýsti síðan í dag að félagið Wintris hefði gert kröfur í alla föllnu bankana, 174 milljónir í Landsbankann, rúmar 220 milljónir í þrotabú Kaupþings og um 100 milljónir í þrotabú Glitnis. Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna og varaþingmaður flokksins gerði málið að umræðuefni á Alþingi í dag. „Á meðan íslenskur almenningur, fjölskyldur og heimili, þurftu í gegnum hrunið og í kjölfar þess að berjast frá degi til dags til að halda heimili sínu gangandi innan gjaldeyrishafta og fallinnar krónu og reyna að standa í skilum með skuldbindingar sínar; voru forsætisráðherrahjónin að höndla með fjölskylduauðinn í erlendum skattaskjólum,“ sagði Björn Valur. „Á sama tíma og forsætisráðherrann krafðist þess ítrekað úr þessum ræðustól á síðasta kjörtímabili að fá að vita hverjir væru raunverulegir eigendur bankanna, hverjir kröfuhafarnir væru, hrægammarnir, þá var hann einn af þeim,“ sagði Björn Valur. Það væri allt rangt við þetta mál og það samræmdist ekki eðlilegum kröfum til stjórnmálamanna. Krafðist hann þess að hlé yrði gert á fundinum þar til forsætisráðherra kæmi í þingið til að gera grein fyrir þessum málum en ekki var orðið við því. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem kæmu störfum Alþingis ekki við. „En að fara í þennan skítaleiðangur sem háttvirtur þingmaður Vinstri grænna virðist leiða hér, er algerlega sorglegt og það er það sem er að gera út af við traust á Alþingi,“ sagði Gunnar Bragi.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06