Fjármálaráðherra segir best að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir sín mál Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2016 12:11 Vísir Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af erlendum eignum eiginkonu forsætisráðherra. Hann telji eðlilegast að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir þessi mál en hann fái ekki séð að lög og reglur hafi verið brotnar að hálfu eiginkonunnar. Alþingi samþykkti í gær þingsályktun sem þingmenn allra flokka stóðu að um siðareglur þingmanna. Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sagði bagalegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra væri ekki til svara í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þess í stað spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins út í fjármál forsætisráðherrans og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, í ljósi þessara reglna og að hann færi með haftamálin innan ríkisstjórnarinnar. „Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra að forsætisráðherra hefði átt að láta þing og þjóð vita af því að kona hans væri erlendur kröfuhafi og þar með að fjölskylda hæstvirts forsætisráðherra ætti verulega hagsmuni undir því hvernig þingið afgreiddi þessi mál. Þá spurði Óttarr hvort fjármálaráðherra hefði vitað að eiginkona forsætisráðherra væri erlendur kröfuhafi og hvort hann teldi aðástæða hefði verið til að láta þig og þjóð vita af því. Fjármálaraðherra sagði mikilvægt að Alþingi skuli hafa afgreitt siðareglurnar í mikilli samstöðu í gær. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að eiginkona forsætisráðherra hafi veriðí hópi erlendra kröfuhafa á bankanna. „Ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finst að forsætisráðherra verði sjálfur að gera grein fyrir því hvernig þessu máli var fyrir komið,“ sagði Bjarni. Á endanum hlytu þessi mál að verða mæld út frá þeim lögum og reglum sem giltu í landinu. „Ég hef ekki séð neitt annað fram komið í þessu máli en það að lögum og reglum hafi verið fylgt. Að því leytinu til er ég ekki í nokkurri stöðu til að segja að eitthvað óeðlilegt hafi verið hér á ferðinni. Það er ekki gott að vera settur í þá stöðu að taka upp mál og svara fyrir það sem aðrir eru auðvitað lang bestir í að svara fyrir. Og ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra mun gera ef eftir því er leitað og eins og háttvirtur þingmaður sagði, það hefði verið lang best að hafa hann sjálfan hér,“ sagði Bjarni. Forsætisráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartíma fyrr í vikunni og legið fyrir að hann gæti ekki verið viðstaddur fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af erlendum eignum eiginkonu forsætisráðherra. Hann telji eðlilegast að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir þessi mál en hann fái ekki séð að lög og reglur hafi verið brotnar að hálfu eiginkonunnar. Alþingi samþykkti í gær þingsályktun sem þingmenn allra flokka stóðu að um siðareglur þingmanna. Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sagði bagalegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra væri ekki til svara í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þess í stað spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins út í fjármál forsætisráðherrans og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, í ljósi þessara reglna og að hann færi með haftamálin innan ríkisstjórnarinnar. „Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra að forsætisráðherra hefði átt að láta þing og þjóð vita af því að kona hans væri erlendur kröfuhafi og þar með að fjölskylda hæstvirts forsætisráðherra ætti verulega hagsmuni undir því hvernig þingið afgreiddi þessi mál. Þá spurði Óttarr hvort fjármálaráðherra hefði vitað að eiginkona forsætisráðherra væri erlendur kröfuhafi og hvort hann teldi aðástæða hefði verið til að láta þig og þjóð vita af því. Fjármálaraðherra sagði mikilvægt að Alþingi skuli hafa afgreitt siðareglurnar í mikilli samstöðu í gær. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að eiginkona forsætisráðherra hafi veriðí hópi erlendra kröfuhafa á bankanna. „Ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finst að forsætisráðherra verði sjálfur að gera grein fyrir því hvernig þessu máli var fyrir komið,“ sagði Bjarni. Á endanum hlytu þessi mál að verða mæld út frá þeim lögum og reglum sem giltu í landinu. „Ég hef ekki séð neitt annað fram komið í þessu máli en það að lögum og reglum hafi verið fylgt. Að því leytinu til er ég ekki í nokkurri stöðu til að segja að eitthvað óeðlilegt hafi verið hér á ferðinni. Það er ekki gott að vera settur í þá stöðu að taka upp mál og svara fyrir það sem aðrir eru auðvitað lang bestir í að svara fyrir. Og ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra mun gera ef eftir því er leitað og eins og háttvirtur þingmaður sagði, það hefði verið lang best að hafa hann sjálfan hér,“ sagði Bjarni. Forsætisráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartíma fyrr í vikunni og legið fyrir að hann gæti ekki verið viðstaddur fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira