Hyundai Genesis keppinautur BMW 3 Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2016 12:51 Talsvert verður um frumsýningar nýrra bíla á bílasýningunni í New York sem hefst þann 23. mars. Einn þeirra verður frá Hyundai, en úr smiðju lúxusbíladeildar þeirra, Genesis. Líklega fær þessi bíll nafnið Genesis G70 og verður er framí sækir boðinn í nokkrum útfærslum. Margir telja að hér sé á ferðinni samkeppnisbíll hinnar vinsælu BMW 3-línu. Þessi G70 bíll verður sá þriðji í röðinni frá nýstofnuðu lúxusbíladeildinni Genesis, en nú þegar eru komnir bílarnir G90 og G80, en þeir hétu áður Hyundai Equus og Hyundai Genesis. Hér var greint frá því í gær að G90 bíllinn væri nú í boði í lengdri gerð og sá bíll er alls ekki af minni gerðinni því hann er lengri en ofurlúxusbíllinn Mercedes-Maybach S-Class. Genesis G70 verður fjögurra hurða bíll með sportlegar línur og sportlega aksturseiginleika, að sögn Hyundai. Tilkoma hans kemur nú ekki beint á óvart þar sem Hyundai hafði áður látið uppi að í smíðum væri bíll af þessari stærð frá Genesis. Á bílasýningunni í New York mun Hyundai vafalaust láta uppi hvenær þessi G70 fer í sölu, en er óljóst sem stendur. Bílar video Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent
Talsvert verður um frumsýningar nýrra bíla á bílasýningunni í New York sem hefst þann 23. mars. Einn þeirra verður frá Hyundai, en úr smiðju lúxusbíladeildar þeirra, Genesis. Líklega fær þessi bíll nafnið Genesis G70 og verður er framí sækir boðinn í nokkrum útfærslum. Margir telja að hér sé á ferðinni samkeppnisbíll hinnar vinsælu BMW 3-línu. Þessi G70 bíll verður sá þriðji í röðinni frá nýstofnuðu lúxusbíladeildinni Genesis, en nú þegar eru komnir bílarnir G90 og G80, en þeir hétu áður Hyundai Equus og Hyundai Genesis. Hér var greint frá því í gær að G90 bíllinn væri nú í boði í lengdri gerð og sá bíll er alls ekki af minni gerðinni því hann er lengri en ofurlúxusbíllinn Mercedes-Maybach S-Class. Genesis G70 verður fjögurra hurða bíll með sportlegar línur og sportlega aksturseiginleika, að sögn Hyundai. Tilkoma hans kemur nú ekki beint á óvart þar sem Hyundai hafði áður látið uppi að í smíðum væri bíll af þessari stærð frá Genesis. Á bílasýningunni í New York mun Hyundai vafalaust láta uppi hvenær þessi G70 fer í sölu, en er óljóst sem stendur.
Bílar video Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent