Óánægja með fundinn á Kjalarnesi Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. mars 2016 13:48 Sigþór Magnússon íbúi talar í pontu en á fundinn mættu fulltrúar Útlendingastofnunnar, Reykjavíkurborgar og Rauða krossins. Vísir/A. Brink. Nokkur óánægja er á meðal íbúa Kjalarness eftir fund sem haldin var í gær með fulltrúum Reykjavíkurborgar, Útlendingastofnunar og Rauða Krossins. Þar voru rædd málefni tengd þeim 50 hælisleitendum sem komið hefur verið fyrir á Arnarholti, gömlu meðferðarstofnuninni í bænum. „Þetta litaðist af því að þau vissu ekkert hvað þau voru að gera,“ segir Unnar Karl Halldórsson, einn íbúi Kjalarness sem sótti fundinn og segir fátt hafa verið þar um svör. Helstu umkvörtunarefni bæjarbúa voru; hversu stór hópur hælisleitenda er hlutfallslega miðað við íbúatölu, að þarna séu aðallega karlmenn, að íbúar hafi ekki verið upplýstir betur um hvað stæði til að gera á Arnarholti áður en ráðist var til aðgerða og að ekkert sé gert til þess að bæta aðstöðu hælisleitanda þar á þann hátt að þeir hafi eitthvað fyrir stafni. Einnig fannst íbúum ekki vera gefin skýr svör varðandi framhaldið en þó var sagt að hugsanlega standi til að bæta fleiri hælisleitendum við hóp þeirra sem fyrir eru. „Reykjavíkurborg, Rauði Krossinn og Útlendingastofnun tóku eitthvað sem þau réðu engan veginn við og hentu ábyrgðinni til okkar. Við erum ekki bara að hugsa um þetta út frá okkur, heldur líka hælisleitendum. Það er augljóst fyrir okkur að þeim hefur ekki verið kynnt neitt um samfélagið sem þeir eru nú komnir inn í. Það ætti að minnsta kosti að reyna standa við það sem talað var um í upphafi. Hugmyndin var að þeir fengju kennslu og annað. Þarna er verið að bjóða út menn eins og einhverja nautgripi til þess að geyma einhvers staðar með ekkert við að vera. Ég veit fyrir sjálfan mig að ef ég væri settur í smábæ einhvers staðar og sagt að hinkra þar í ár, þá auðvitað myndi ég fara inn í bæjarfélagið og fara eitthvað að bardúsa. Það er mannlegt eðli. Þeim vantar eitthvað að gera“.Íbúar Kjalarnes fjölmenntu á fundinn en hælisleitendur voru ekki boðaðir.Visir/A. Brink.Menningarlegir árekstrarNokkuð hefur verið um menningarlega árekstra síðan hælisleitendum var komið fyrir á Arnarholti en ekkert mál vegna þessa hefur ratað inn á borð lögreglu. Helsta umkvörtunarefni þar var að einn hælisleitenda á að hafa tekið ljósmyndir af einni starfsstúlku leikskólans og elt aðra heim. Einnig hefur skapast spenna varðandi sundlaug staðarins og strætisvagn. Þegar þessi mál voru rædd fannst íbúum þær lausnir sem boðið var ófullnægjandi. „Það var talað um að bæta við starfsmanni í sundlaugina og svo spurt hvort við gætum ekki safnað börnunum okkar saman í hóp þegar þau þyrftu að taka strætó“. Unnar tekur fram að kvörtunarefni íbúa Kjalarnes hafi ekkert með kynþáttafordóma að gera. Ekki náðist í þá fulltrúa Útlendingastofnunnar, Reykjavíkurborgar eða Rauða Krossins sem sóttu fundinn. Flóttamenn Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Nokkur óánægja er á meðal íbúa Kjalarness eftir fund sem haldin var í gær með fulltrúum Reykjavíkurborgar, Útlendingastofnunar og Rauða Krossins. Þar voru rædd málefni tengd þeim 50 hælisleitendum sem komið hefur verið fyrir á Arnarholti, gömlu meðferðarstofnuninni í bænum. „Þetta litaðist af því að þau vissu ekkert hvað þau voru að gera,“ segir Unnar Karl Halldórsson, einn íbúi Kjalarness sem sótti fundinn og segir fátt hafa verið þar um svör. Helstu umkvörtunarefni bæjarbúa voru; hversu stór hópur hælisleitenda er hlutfallslega miðað við íbúatölu, að þarna séu aðallega karlmenn, að íbúar hafi ekki verið upplýstir betur um hvað stæði til að gera á Arnarholti áður en ráðist var til aðgerða og að ekkert sé gert til þess að bæta aðstöðu hælisleitanda þar á þann hátt að þeir hafi eitthvað fyrir stafni. Einnig fannst íbúum ekki vera gefin skýr svör varðandi framhaldið en þó var sagt að hugsanlega standi til að bæta fleiri hælisleitendum við hóp þeirra sem fyrir eru. „Reykjavíkurborg, Rauði Krossinn og Útlendingastofnun tóku eitthvað sem þau réðu engan veginn við og hentu ábyrgðinni til okkar. Við erum ekki bara að hugsa um þetta út frá okkur, heldur líka hælisleitendum. Það er augljóst fyrir okkur að þeim hefur ekki verið kynnt neitt um samfélagið sem þeir eru nú komnir inn í. Það ætti að minnsta kosti að reyna standa við það sem talað var um í upphafi. Hugmyndin var að þeir fengju kennslu og annað. Þarna er verið að bjóða út menn eins og einhverja nautgripi til þess að geyma einhvers staðar með ekkert við að vera. Ég veit fyrir sjálfan mig að ef ég væri settur í smábæ einhvers staðar og sagt að hinkra þar í ár, þá auðvitað myndi ég fara inn í bæjarfélagið og fara eitthvað að bardúsa. Það er mannlegt eðli. Þeim vantar eitthvað að gera“.Íbúar Kjalarnes fjölmenntu á fundinn en hælisleitendur voru ekki boðaðir.Visir/A. Brink.Menningarlegir árekstrarNokkuð hefur verið um menningarlega árekstra síðan hælisleitendum var komið fyrir á Arnarholti en ekkert mál vegna þessa hefur ratað inn á borð lögreglu. Helsta umkvörtunarefni þar var að einn hælisleitenda á að hafa tekið ljósmyndir af einni starfsstúlku leikskólans og elt aðra heim. Einnig hefur skapast spenna varðandi sundlaug staðarins og strætisvagn. Þegar þessi mál voru rædd fannst íbúum þær lausnir sem boðið var ófullnægjandi. „Það var talað um að bæta við starfsmanni í sundlaugina og svo spurt hvort við gætum ekki safnað börnunum okkar saman í hóp þegar þau þyrftu að taka strætó“. Unnar tekur fram að kvörtunarefni íbúa Kjalarnes hafi ekkert með kynþáttafordóma að gera. Ekki náðist í þá fulltrúa Útlendingastofnunnar, Reykjavíkurborgar eða Rauða Krossins sem sóttu fundinn.
Flóttamenn Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira