Óánægja með fundinn á Kjalarnesi Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. mars 2016 13:48 Sigþór Magnússon íbúi talar í pontu en á fundinn mættu fulltrúar Útlendingastofnunnar, Reykjavíkurborgar og Rauða krossins. Vísir/A. Brink. Nokkur óánægja er á meðal íbúa Kjalarness eftir fund sem haldin var í gær með fulltrúum Reykjavíkurborgar, Útlendingastofnunar og Rauða Krossins. Þar voru rædd málefni tengd þeim 50 hælisleitendum sem komið hefur verið fyrir á Arnarholti, gömlu meðferðarstofnuninni í bænum. „Þetta litaðist af því að þau vissu ekkert hvað þau voru að gera,“ segir Unnar Karl Halldórsson, einn íbúi Kjalarness sem sótti fundinn og segir fátt hafa verið þar um svör. Helstu umkvörtunarefni bæjarbúa voru; hversu stór hópur hælisleitenda er hlutfallslega miðað við íbúatölu, að þarna séu aðallega karlmenn, að íbúar hafi ekki verið upplýstir betur um hvað stæði til að gera á Arnarholti áður en ráðist var til aðgerða og að ekkert sé gert til þess að bæta aðstöðu hælisleitanda þar á þann hátt að þeir hafi eitthvað fyrir stafni. Einnig fannst íbúum ekki vera gefin skýr svör varðandi framhaldið en þó var sagt að hugsanlega standi til að bæta fleiri hælisleitendum við hóp þeirra sem fyrir eru. „Reykjavíkurborg, Rauði Krossinn og Útlendingastofnun tóku eitthvað sem þau réðu engan veginn við og hentu ábyrgðinni til okkar. Við erum ekki bara að hugsa um þetta út frá okkur, heldur líka hælisleitendum. Það er augljóst fyrir okkur að þeim hefur ekki verið kynnt neitt um samfélagið sem þeir eru nú komnir inn í. Það ætti að minnsta kosti að reyna standa við það sem talað var um í upphafi. Hugmyndin var að þeir fengju kennslu og annað. Þarna er verið að bjóða út menn eins og einhverja nautgripi til þess að geyma einhvers staðar með ekkert við að vera. Ég veit fyrir sjálfan mig að ef ég væri settur í smábæ einhvers staðar og sagt að hinkra þar í ár, þá auðvitað myndi ég fara inn í bæjarfélagið og fara eitthvað að bardúsa. Það er mannlegt eðli. Þeim vantar eitthvað að gera“.Íbúar Kjalarnes fjölmenntu á fundinn en hælisleitendur voru ekki boðaðir.Visir/A. Brink.Menningarlegir árekstrarNokkuð hefur verið um menningarlega árekstra síðan hælisleitendum var komið fyrir á Arnarholti en ekkert mál vegna þessa hefur ratað inn á borð lögreglu. Helsta umkvörtunarefni þar var að einn hælisleitenda á að hafa tekið ljósmyndir af einni starfsstúlku leikskólans og elt aðra heim. Einnig hefur skapast spenna varðandi sundlaug staðarins og strætisvagn. Þegar þessi mál voru rædd fannst íbúum þær lausnir sem boðið var ófullnægjandi. „Það var talað um að bæta við starfsmanni í sundlaugina og svo spurt hvort við gætum ekki safnað börnunum okkar saman í hóp þegar þau þyrftu að taka strætó“. Unnar tekur fram að kvörtunarefni íbúa Kjalarnes hafi ekkert með kynþáttafordóma að gera. Ekki náðist í þá fulltrúa Útlendingastofnunnar, Reykjavíkurborgar eða Rauða Krossins sem sóttu fundinn. Flóttamenn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Nokkur óánægja er á meðal íbúa Kjalarness eftir fund sem haldin var í gær með fulltrúum Reykjavíkurborgar, Útlendingastofnunar og Rauða Krossins. Þar voru rædd málefni tengd þeim 50 hælisleitendum sem komið hefur verið fyrir á Arnarholti, gömlu meðferðarstofnuninni í bænum. „Þetta litaðist af því að þau vissu ekkert hvað þau voru að gera,“ segir Unnar Karl Halldórsson, einn íbúi Kjalarness sem sótti fundinn og segir fátt hafa verið þar um svör. Helstu umkvörtunarefni bæjarbúa voru; hversu stór hópur hælisleitenda er hlutfallslega miðað við íbúatölu, að þarna séu aðallega karlmenn, að íbúar hafi ekki verið upplýstir betur um hvað stæði til að gera á Arnarholti áður en ráðist var til aðgerða og að ekkert sé gert til þess að bæta aðstöðu hælisleitanda þar á þann hátt að þeir hafi eitthvað fyrir stafni. Einnig fannst íbúum ekki vera gefin skýr svör varðandi framhaldið en þó var sagt að hugsanlega standi til að bæta fleiri hælisleitendum við hóp þeirra sem fyrir eru. „Reykjavíkurborg, Rauði Krossinn og Útlendingastofnun tóku eitthvað sem þau réðu engan veginn við og hentu ábyrgðinni til okkar. Við erum ekki bara að hugsa um þetta út frá okkur, heldur líka hælisleitendum. Það er augljóst fyrir okkur að þeim hefur ekki verið kynnt neitt um samfélagið sem þeir eru nú komnir inn í. Það ætti að minnsta kosti að reyna standa við það sem talað var um í upphafi. Hugmyndin var að þeir fengju kennslu og annað. Þarna er verið að bjóða út menn eins og einhverja nautgripi til þess að geyma einhvers staðar með ekkert við að vera. Ég veit fyrir sjálfan mig að ef ég væri settur í smábæ einhvers staðar og sagt að hinkra þar í ár, þá auðvitað myndi ég fara inn í bæjarfélagið og fara eitthvað að bardúsa. Það er mannlegt eðli. Þeim vantar eitthvað að gera“.Íbúar Kjalarnes fjölmenntu á fundinn en hælisleitendur voru ekki boðaðir.Visir/A. Brink.Menningarlegir árekstrarNokkuð hefur verið um menningarlega árekstra síðan hælisleitendum var komið fyrir á Arnarholti en ekkert mál vegna þessa hefur ratað inn á borð lögreglu. Helsta umkvörtunarefni þar var að einn hælisleitenda á að hafa tekið ljósmyndir af einni starfsstúlku leikskólans og elt aðra heim. Einnig hefur skapast spenna varðandi sundlaug staðarins og strætisvagn. Þegar þessi mál voru rædd fannst íbúum þær lausnir sem boðið var ófullnægjandi. „Það var talað um að bæta við starfsmanni í sundlaugina og svo spurt hvort við gætum ekki safnað börnunum okkar saman í hóp þegar þau þyrftu að taka strætó“. Unnar tekur fram að kvörtunarefni íbúa Kjalarnes hafi ekkert með kynþáttafordóma að gera. Ekki náðist í þá fulltrúa Útlendingastofnunnar, Reykjavíkurborgar eða Rauða Krossins sem sóttu fundinn.
Flóttamenn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira