Vonar að fjármálaráðherra hafi orðið fótaskortur á tungunni Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2016 13:18 Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýndi bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra á Alþingi í morgun fyrir að setja uppbyggingu nýs Landsspítala í óvissu með yfirlýsingum sínum. Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar gerði yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra varðandi framtíðar staðsetningu Landsspítalans að umtalsefni á Alþingi í morgun. „Það virðist stundum eins og forsætisráðherrann hæstvirtur átti sig ekki á því að ennþá hafa orð hans nokkra vikt og fólk tekur eitthvað mark á þvi,“ sagði Valgerður. Það skipti þess vegna þá sem stjórnuðu Landsspítalanum gífurlega miklu máli að áform um uppbyggingu Landsspítalans stæðust. Uppbygging hans gerðist ekki á einu til þremur árum heldur væri hún margra ára verkefni. „Nú skiptir máli þegar innviðirnir á Landsspítalanum eru eins og raun ber vitni að það sé alveg öruggt að það eigi að halda áfram á þeirri braut sem Alþingi hefur ákveðið,“ sagði Valgerður. Hún hafi því orðið fyrir vonbrigðum með yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í gær. „Það yrði haldið áfram vissulega, sagði hann, en hann væri alltaf til í að hlusta á góðar hugmyndir og sagði í millitíðinni höldum við okkar striki. Virðulegi forseti það er ekki hægt að segja neitt í millitíðinni í þessu dæmi,“ sagði þingmaðurinn. Það verði að vera klárt að stjórnvöld héldu sínu striki varðandi uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. „Ég vona að fjármálaráðherran hæstvirtur komi og staðfesti það að þetta í millitíðinni var svona slip of the tongue, ef ég má þannig að orði komast, afsakið virðulegur forseti,“ sagði Valgerður að lokum og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis botnaði enskuslettu hennar með því að segja: „fótaskortur á tungunni“. Alþingi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýndi bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra á Alþingi í morgun fyrir að setja uppbyggingu nýs Landsspítala í óvissu með yfirlýsingum sínum. Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar gerði yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra varðandi framtíðar staðsetningu Landsspítalans að umtalsefni á Alþingi í morgun. „Það virðist stundum eins og forsætisráðherrann hæstvirtur átti sig ekki á því að ennþá hafa orð hans nokkra vikt og fólk tekur eitthvað mark á þvi,“ sagði Valgerður. Það skipti þess vegna þá sem stjórnuðu Landsspítalanum gífurlega miklu máli að áform um uppbyggingu Landsspítalans stæðust. Uppbygging hans gerðist ekki á einu til þremur árum heldur væri hún margra ára verkefni. „Nú skiptir máli þegar innviðirnir á Landsspítalanum eru eins og raun ber vitni að það sé alveg öruggt að það eigi að halda áfram á þeirri braut sem Alþingi hefur ákveðið,“ sagði Valgerður. Hún hafi því orðið fyrir vonbrigðum með yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í gær. „Það yrði haldið áfram vissulega, sagði hann, en hann væri alltaf til í að hlusta á góðar hugmyndir og sagði í millitíðinni höldum við okkar striki. Virðulegi forseti það er ekki hægt að segja neitt í millitíðinni í þessu dæmi,“ sagði þingmaðurinn. Það verði að vera klárt að stjórnvöld héldu sínu striki varðandi uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. „Ég vona að fjármálaráðherran hæstvirtur komi og staðfesti það að þetta í millitíðinni var svona slip of the tongue, ef ég má þannig að orði komast, afsakið virðulegur forseti,“ sagði Valgerður að lokum og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis botnaði enskuslettu hennar með því að segja: „fótaskortur á tungunni“.
Alþingi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira