Fékk hæli en ekkert húsaskjól Una Sighvatsdóttir skrifar 18. mars 2016 19:30 Fréttamaður kom að Jamal Abdi, 24 ára sómölskum flóttamanni, þar sem hann sat ráðalaus á bak við ruslagáma á Grensásvegi með allar eigur sínar. „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég ætla bara að vera hér," sagði Jamal í samtali við fréttamann og benti á hornið þar sem hann hafði komið fyrir lítilli ferðatösku og tveimur ruslapokum með fatnaði, fyrir utan húsið þar sem hælisleitendur hafa gistingu.Missir húsnæðið um leið og hann fær hæli Þúsundir Sómala hafa síðustu ár flúið undan átökum í heimalandinu, margir þeirra sækja um hæli í Svíþjóð, en fæstir þeirra ná alla leið til Íslands. Jamal fékk viðurkennda stöðu flóttamanns á Íslandi í byrjun mars. Hann er því kominn með kennitölu og dvalarleyfi, en þar með er það upptalið. Á meðan hælisumsókn er til skoðunar útvegar Útlendingastofnun hælisleitendum húsnæði, en eftir að þeir fá viðurkennda stöðu flóttamanns er engin önnur stofnun í kerfinu sem tekur við. Jamal fékk tveggja vikna frest til að finna eigið húsnæði, en hann er ekki kominn með vinnu og því peningalaus. Í dag kom lögreglan og vísaði honum út. „Ég er búinn að vera sjö mánuði á Íslandi. Ég bað um hæli og þau sögðu já, en ég fæ ekki hjálp með neitt annað. Ekki húsnæði, ekki skóla, þau sögðu bara „þú fékkst kennitölu en þú þarft að fara"."Dæmi um gloppu í kerfinu Mál Jamals er dæmi um þann mikla aðstöðumun sem flóttamenn búa við á Íslandi eftir því hvort þeir komast hingað af eigin rammleik eða sem svo kallaðir kvótaflóttamenn í boði ríkisins. Lagalega er réttarstaða þeirra hin sama, en kvóttaflóttamenn fá mikla félagslega aðstoð, húsnæði, stuðningsfjölskyldur og tungumálanám, sem aðrir flóttamenn njóta ekki. Rauði krossinn hefur bent á að jafna þurfi þennan aðstöðumun því almennir flóttamenn, eins og Jamal, geti fyrir vikið átt mun erfiðara með að aðlagast og verða virkir samfélagsþegnar. Flóttamenn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Fréttamaður kom að Jamal Abdi, 24 ára sómölskum flóttamanni, þar sem hann sat ráðalaus á bak við ruslagáma á Grensásvegi með allar eigur sínar. „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég ætla bara að vera hér," sagði Jamal í samtali við fréttamann og benti á hornið þar sem hann hafði komið fyrir lítilli ferðatösku og tveimur ruslapokum með fatnaði, fyrir utan húsið þar sem hælisleitendur hafa gistingu.Missir húsnæðið um leið og hann fær hæli Þúsundir Sómala hafa síðustu ár flúið undan átökum í heimalandinu, margir þeirra sækja um hæli í Svíþjóð, en fæstir þeirra ná alla leið til Íslands. Jamal fékk viðurkennda stöðu flóttamanns á Íslandi í byrjun mars. Hann er því kominn með kennitölu og dvalarleyfi, en þar með er það upptalið. Á meðan hælisumsókn er til skoðunar útvegar Útlendingastofnun hælisleitendum húsnæði, en eftir að þeir fá viðurkennda stöðu flóttamanns er engin önnur stofnun í kerfinu sem tekur við. Jamal fékk tveggja vikna frest til að finna eigið húsnæði, en hann er ekki kominn með vinnu og því peningalaus. Í dag kom lögreglan og vísaði honum út. „Ég er búinn að vera sjö mánuði á Íslandi. Ég bað um hæli og þau sögðu já, en ég fæ ekki hjálp með neitt annað. Ekki húsnæði, ekki skóla, þau sögðu bara „þú fékkst kennitölu en þú þarft að fara"."Dæmi um gloppu í kerfinu Mál Jamals er dæmi um þann mikla aðstöðumun sem flóttamenn búa við á Íslandi eftir því hvort þeir komast hingað af eigin rammleik eða sem svo kallaðir kvótaflóttamenn í boði ríkisins. Lagalega er réttarstaða þeirra hin sama, en kvóttaflóttamenn fá mikla félagslega aðstoð, húsnæði, stuðningsfjölskyldur og tungumálanám, sem aðrir flóttamenn njóta ekki. Rauði krossinn hefur bent á að jafna þurfi þennan aðstöðumun því almennir flóttamenn, eins og Jamal, geti fyrir vikið átt mun erfiðara með að aðlagast og verða virkir samfélagsþegnar.
Flóttamenn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira