Höfðu betur í lekamáli Snærós Sindradóttir skrifar 1. mars 2016 07:00 Thi Thuy og Hao Van voru grunuð um málamyndahjónaband. Vísir/Vilhelm Hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio höfðu betur gegn Útlendingastofnun, samkvæmt nýjum úrskurði Persónuverndar. Stofnuninni var ekki heimilt að skrásetja upplýsingar sem virðast hafa borist símleiðis frá félagsráðgjafa á Landspítalanum og miðla þeim áfram til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Miðlun upplýsinganna fór í bága við lög um persónuvernd. Fréttablaðið greindi frá því í október að Útlendingastofnun hefði farið fram á lögreglurannsókn á sambandi hjónanna vegna gruns um að það væri málamyndahjónaband. Tæpu ári áður en beiðnin frá Útlendingastofnun barst til lögreglunnar höfðu hjónin eignast dóttur hér á landi og notið heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum vegna þess. Þau greiddu fullt verð fyrir fæðingu dóttur sinnar vegna þess að þrátt fyrir að faðirinn hefði hér varanlegt landvistarleyfi þá var móðirin ekki komin með slíkt. Vegna reikningsins hittu þau félagsráðgjafa til að útskýra stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Útlendingastofnun segi að þrjú símtöl hafi borist frá Landspítalanum til að spyrjast fyrir um stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í þeim símtölum á að hafa komið fram sú skoðun hringjanda að Thi Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar óframfærinn. Þær upplýsingar voru síðar notaðar til að rökstyðja beiðni Útlendingastofnunar um lögreglurannsókn. Samkvæmt úrskurðinum taldi Útlendingastofnun sig hafa leyfi til að deila þessum upplýsingum þar sem ekki væri um viðkvæmar upplýsingar að ræða. Þessu er Persónuvernd ósammála þar sem um var að ræða heilsufarsupplýsingar. Engin gögn eru til á Landspítalanum um þennan ætlaða leka til stofnunarinnar og virðast símtölin þrjú ekki hafa verið skráð. Í úrskurðinum kemur fram, eins og Fréttablaðið greindi raunar frá þann 23. febrúar síðastliðinn, að starfsmaðurinn sem um ræddi neitaði að hafa veitt Útlendingastofnun þessar upplýsingar og að hann væri hættur störfum. Málið hefur verið kært til lögreglu svo að lögreglurannsókn fari fram á hvort leki hafi borist frá Landspítalanum. Flóttamenn Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Sjá meira
Hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio höfðu betur gegn Útlendingastofnun, samkvæmt nýjum úrskurði Persónuverndar. Stofnuninni var ekki heimilt að skrásetja upplýsingar sem virðast hafa borist símleiðis frá félagsráðgjafa á Landspítalanum og miðla þeim áfram til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Miðlun upplýsinganna fór í bága við lög um persónuvernd. Fréttablaðið greindi frá því í október að Útlendingastofnun hefði farið fram á lögreglurannsókn á sambandi hjónanna vegna gruns um að það væri málamyndahjónaband. Tæpu ári áður en beiðnin frá Útlendingastofnun barst til lögreglunnar höfðu hjónin eignast dóttur hér á landi og notið heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum vegna þess. Þau greiddu fullt verð fyrir fæðingu dóttur sinnar vegna þess að þrátt fyrir að faðirinn hefði hér varanlegt landvistarleyfi þá var móðirin ekki komin með slíkt. Vegna reikningsins hittu þau félagsráðgjafa til að útskýra stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Útlendingastofnun segi að þrjú símtöl hafi borist frá Landspítalanum til að spyrjast fyrir um stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í þeim símtölum á að hafa komið fram sú skoðun hringjanda að Thi Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar óframfærinn. Þær upplýsingar voru síðar notaðar til að rökstyðja beiðni Útlendingastofnunar um lögreglurannsókn. Samkvæmt úrskurðinum taldi Útlendingastofnun sig hafa leyfi til að deila þessum upplýsingum þar sem ekki væri um viðkvæmar upplýsingar að ræða. Þessu er Persónuvernd ósammála þar sem um var að ræða heilsufarsupplýsingar. Engin gögn eru til á Landspítalanum um þennan ætlaða leka til stofnunarinnar og virðast símtölin þrjú ekki hafa verið skráð. Í úrskurðinum kemur fram, eins og Fréttablaðið greindi raunar frá þann 23. febrúar síðastliðinn, að starfsmaðurinn sem um ræddi neitaði að hafa veitt Útlendingastofnun þessar upplýsingar og að hann væri hættur störfum. Málið hefur verið kært til lögreglu svo að lögreglurannsókn fari fram á hvort leki hafi borist frá Landspítalanum.
Flóttamenn Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Sjá meira