Á hverju ári heldur Vanity Fair eitt stærsta eftirpartýið eftir hátíðina og þangað mæta flestir verðlaunahafar ásamt öðrum stjörnum.
Í partýinu setur Vanity Fair alltaf upp glæsilegt ljósmyndastúdíó þar sem þau mynda verðlaunahafa og aðra gesti. Og það er eitt af því besta við Óskarinn að skoða þessar dásamlegu myndir eftir hátíðina.
Meðal þeirra sem stilltu sér upp fyrir ljósmyndarann Mark Seliger voru Brie Larson, Lady Gaga, Sam Smith, Jon Hamm, Kate Hudson og Kerry Washington.
Fleiri myndir er hægt að skoða á Instagram síðu Vanity Fair.







