73% aukning í bílasölu á árinu Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2016 09:28 Aukningin í febrúar var 65,8%. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 29 febrúar sl. jókst um 72,9% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 2.267 á móti 1.312 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 957 bíla. Þar af eru nýskráðir bílaleigubílar 892 stk. Á sama tíma 2015 voru nýskráðir bílaleigubílar 388 stk. Þó sala til einstaklinga og fyrirtækja hafi tekið við sér á síðasta ári og áframhald sé á þeirri þróun þá er sú fjölgun sem á sér stað í fjölda ferðamanna aðal drifkraftur í sölu nýrra bíla eins og sjá má á nýskráningartölum, segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Í febrúar einum var 65,8 % aukning í nýskráningum fólksbíla samanborið við fyrra ár. Alls voru nýskráðir 1.048 nýir fólksbílar í febrúar sl. á móti 632 á síðasta ári. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 29 febrúar sl. jókst um 72,9% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 2.267 á móti 1.312 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 957 bíla. Þar af eru nýskráðir bílaleigubílar 892 stk. Á sama tíma 2015 voru nýskráðir bílaleigubílar 388 stk. Þó sala til einstaklinga og fyrirtækja hafi tekið við sér á síðasta ári og áframhald sé á þeirri þróun þá er sú fjölgun sem á sér stað í fjölda ferðamanna aðal drifkraftur í sölu nýrra bíla eins og sjá má á nýskráningartölum, segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Í febrúar einum var 65,8 % aukning í nýskráningum fólksbíla samanborið við fyrra ár. Alls voru nýskráðir 1.048 nýir fólksbílar í febrúar sl. á móti 632 á síðasta ári.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður