Stjórnmálavísir: „Við þurfum að tryggja það að hingað sé ekki að koma fólk sem er óæskilegt“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. mars 2016 18:45 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að tryggja þurfi að óæskilegt fólk komist ekki hingað til lands sem flóttamenn. Hann vill að sérfræðingar finni leiðir til að verja landamæri Íslands. Ásmundur segist ekki vera með lausnirnar á vandamálinu en að nauðsynlegt sé að taka umræðuna. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir hugmyndir sínar og hefur verið kallaður rasisti. Í nýjasta þætti Stjórnmálavísis segir hann að við þurfum að fá okkar færustu sérfræðinga til að finna út hvernig stytta megi málsmeðferðartíma þeirra sem sækja um stöðu flóttamanna á Íslandi til muna. Þarf ekki að koma með lausnina „Ég held að það sé ekkert endilega hlutverk mitt sem alþingismanns að koma alltaf með fastmótaðar hugmyndir um hvernig hlutirnir eiga að vera. Ég held að það sé mikilvægt fyrir mig sem þingmann að benda á það sem betur má fara og mér finnst ekkert endilega ég þurfa að vera sérfræðingur í málunum sem ég bendi á. Ég keyri til dæmis Reykjanesbrautina á hverjum degi og ég hef bent á það að Reykjanesbrautin þarfnast viðhalds. Ég þarf ekki að vera sérfræðingur í hvernig á að gera það til að geta talað um það,“ segir hann. „Það er mjög mikilvægt að við tölum um þann vanda sem steðjar að. Hann er okkar allra, okkar allra á Schengen svæðinu og mér finnst mikilvægt að við skoðum hann í okkar ljósi og öryggi okkar þjóðar og hlustum á það sem aðrir eru að gera.“ Ásmundur vakti fyrst athygli á þessu í umræðum í kjölfar hryðjuverkaárása í París fyrir rúmu ári síðan. Þá velti hann því upp hvort bakgrunnsskoða ætti múslíma á Íslandi. Hann viðurkennir að hafa farið ansi bratt í umræðuna. „Þegar ég talaði um þetta fyrir rúmu ári fyrst þá fór ég dálítið bratt inn í þá umræðu og þá helltust fjölmiðlarnir yfir mig og það gera þeir aftur núna og rangtúlka ræðu mína og segja að ég sé með fullyrðingar í þingsal, sem ég auðvitað gerði ekki. Og það er alvarlegt í svona stóru máli að fjölmiðlar rangtúlki það sem ég segi,“ segir hann. Nú sé staðan orðin sú að engin megi velta þessum hlutum fyrir sér. Fólk þorir ekki að tjá sig „Það er bara komið þannig að þingmenn, áberandi fólk í viðskiptalífinu, í skemmtanabransanum þorir ekki að tjá sig um þessi mál. vegna þess að menn eins og ég eru bara settir í bás, kallaðir rasistar, öllum illum nöfnum, það eru skrifaðar langar greinar um að þeir séu fávísir og fávitar og fólk bara hræðist um að fá slíkar ásakanir á sig. Og ég segi hvar erum við stödd þegar jafnvel við sem viljum tala um þessi mál hugsum þegar við erum á leiðinni í vinnuna, eins og í morgun og í gær: „Á maður ekki bara að hætta að tala um þetta? Fjölskyldunni líður ill, það er mikið áreiti. Fyrir hvern er maður að standa í þessu?“ En það er auðvitað þannig að við þurfum auðvitað að geta talað um erfið mál líka og þetta eru erfið mál,“ segir hann. Ásmundur segir að þessar skoðanir og umræðuna ekki þýða að hann vilji ekki taka á móti flóttamönnum. „Við erum ekki vond þjóð, við viljum taka á móti flóttamönnum, við höfum sýnt það að við tökum vel á móti flóttamönnum en við þurfum að tryggja okkar landamæri. Og við þurfum að skoða það sem Norðmenn eru að gera og ég veit að innanríkisráðherrann er að gera það og fyrrverandi innanríkisráðherrann var líka að skoða þessi mál. En við erum búin að vera þrjú ár í ráðuneytinu og það gerist lítið, þrátt fyrir góðan vilja ráðherranna,“ segir hann. Þingmaðurinn kallar eftir að umræðan eigi sér stað eins og um væri að ræða búvörusamningana. „Við þurfum að geta tekið þessa umræðu á bara heilbrigðum grunni, nákvæmlega eins og við ræðum búvörusamningana eða hvað annað sem skiptar skoðanir eru um eðlilega, og þingið er málstofa þar sem þær eiga að koma fram en í þessari umræðu er maður alltaf settur út í horn,“ segir hann. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur í ljósi þess að þessi landamæri Schengen, sem er svona girðingin í kringum löndin okkar og á að tryggja okkur fyrir utanaðkomandi ásókn fólks sem við viljum ekki fá inn á svæðið, um það snýst Schengen-samkomulagið, og síðan innan svæðisins eiga menn að geta haft frjálsar ferðir, en núna er komið gat á þessa girðingu og inn streymir fólk. Og í slíku mæli að stærstu lönd álfunnar ráða ekki við það og eigum við þá litla Ísland að vera eina landið á þessu svæði þar sem fólkið nánast, eiginlega þorir ekki að taka umræðuna út af því hvernig það er mætt.“Horfum til Noregs Ásmundur vill að málsmeðferðartími þeirra sem koma hingað til lands og óska eftir hæli verði styttur til muna; horfa eigi til Noregs í því samhengi. Hann segist þó ekki vera með lausn á málinu, enda sé það ekki endilega hans að koma með hana. „Mér finnst að við þurfum að láta okkar bestu og færustu sérfræðinga skoðað það með hvaða hætti við getum tryggt það að þetta fólk fái lausn mála sinna eins skjótt og hægt er. Eins og í Noregi þar sem menn eru að tala um 48 klukkustundir og mér finnst það mjög mikilvægt, vegna þess að í augum þessa fólks er já örugglega besta svarið en nei næst besta svarið, af því að bíða er ömurlegt,“ segir hann. „Og þegar við erum að horfa upp á það að fólk er jafnvel upp í fjögur ár eins og við höfum heyrt, búið að fara í gegnum allar seinkanir og dómstigin bæði þá er því vísað úr landi. Mér finnst ekki mikil mannúð í því. Mér finnst engin mannúð í því. Börnin búin að fara í skóla og því er vísað úr landi eftir, eins og er að gerast, eftir fimmtán mánuði. Börnin að standa sig frábærlega í skólanum. Mér finnst engin mannúð í því.“Ekki hægt að taka endalaust á móti Ásmundur bendir á að flóttafólk sé mismunandi og sé að flýja mismunandi aðstæður. „Það er auðvitað miklu betra fyrir þetta fólk að því sé vísað til baka af því að þetta fólk er ekki endilega alltaf að flýja stríð og hörmungar. Við vitum það að fólk er koma hingað í leit að betri læknisþjónustu og allskonar slíkum hlutum. Þar sem það býr heima er auðvitað læknisþjónusta en hún er kannski ekki jafn góð og á Íslandi og það þarf að múta fólki til þess að komast í aðgerðir og slíkt. Við getum ekki tekið á móti slíku fólki endalaust, okkar kerfi bara ræður ekki við það,“ segir hann. „Ég held bara fyrir allra hluta sakir að þá sé mikilvægast að þessi klukka sem tifar eftir að fólk er komið til landsins gangi eins stutt og hægt er og það verði öll mannúðarsjónarmið uppi í því. Þessa umræðu bara má ekki taka.“ Ásmundur segist ekki vera á móti trúarbrögðum og að ummæli hans sem beindust að múslímum hafi verið sögð í samhengi við árásirnar í París. „Það einskorðaðist við þá stöðu sem var þá uppi í Frakklandi og ég var eitthvað imponeraður yfir og hafði mikið í huga. Ég segi, við berum virðingu fyrir öllum trúarbrögðum og við gerum það Íslendingar. Mikilvægast er að við fáum fólk hingað sem að gefur af sér, vill taka þátt í þessu samfélagi og vinnur eftir þeim gildum sem hér eru,“ segir hann.Má ekki skjóta sendiboðann Hann segist þekkja mikið af góðu fólki sem sé af erlendum uppruna. „Ég hitti í morgun júgóslavneskan mann sem er búinn að vinna hérna í mörg ár, hann hefur aldrei orðið fyrir neinu aðkasti hér á Íslandi, hann hefur stundað sína vinnu og staðið sína plikt. Konan mín er með tvær konur frá svipuðum slóðum, Serbíu, í vinnu hjá sér. Frábært fólk og við þurfum á þessu fólki halda. Aldrei heyri ég minnst á það að fólk frá Víetnam og Taílandi séu eitthvað til vandræða hér eða trúarbrögð þess fólks. Það er fullt af því í mínum heimabæ. Vinir mínir eiga konur frá þessum slóðum, þetta er bara frábært fólk auðgar samfélagið og gefur okkur mikið. Þannig að tala um einhvern rasisma eða slíkt er fáheyrt,“ segir hann. „En ég er alveg jafn gallharður á því að við þurfum að tryggja það að hingað sé ekki að koma fólk sem er óæskilegt, sem er búið að steikja puttana á sér á hellum til þess að enginn geti engin fundið út hver það er. Ég held að slíkir einstaklingar hafi eitthvað það að fela sem við kærum okkur ekki um. Og við eigum alveg að þora að taka þessa umræðu.“ Ásmundur segir máli sínu til stuðnings að ferðafrelsi hafi meira að segja verið takmarkað á milli Danmerkur og Svíþjóðar. „Ég hef aldrei boðað neina hatursumræðu hér eða hræðsluáróður. En við erum á þessu svæði, við erum í útjaðri Schengen þar sem hörmulegir hlutir hafa gerst og Svíar og Danir eru ekkert að loka þessari myndarlegu brú sem átti að auðvelda samgöngur á milli landanna fyrir fólk að fara í og úr vinnu á hverjum degi, þeir eru ekkert að loka því bara að gamni sínu,“ segir hann. „Svíar sem hafa verið með stærsta arminn í þessu dæmi þeir eru að senda nú tugþúsundir manna til baka og þeir sprungu á þessu. Við þurfum að geta tekið þessa umræðu og ekki hengja sendiboðann.“ Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Armslengd þýðir ekki ábyrgðarleysi“ Árni Páll Árnason vill búa til ábyrgðarkúltúr í kringum sölu ríkiseigna. Hann er gestur Stjórnmálavísis þessa vikuna. 28. janúar 2016 19:35 Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00 Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28 Stjórnmálavísir: Húsnæðismál er ekki átaksverkefni „Við höldum jafnréttisþing en við höldum ekki húsnæðisþing,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem vill að húsnæðismál verði hugsuð til framtíðar en ekki í skammtímalausnum. 18. febrúar 2016 20:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að tryggja þurfi að óæskilegt fólk komist ekki hingað til lands sem flóttamenn. Hann vill að sérfræðingar finni leiðir til að verja landamæri Íslands. Ásmundur segist ekki vera með lausnirnar á vandamálinu en að nauðsynlegt sé að taka umræðuna. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir hugmyndir sínar og hefur verið kallaður rasisti. Í nýjasta þætti Stjórnmálavísis segir hann að við þurfum að fá okkar færustu sérfræðinga til að finna út hvernig stytta megi málsmeðferðartíma þeirra sem sækja um stöðu flóttamanna á Íslandi til muna. Þarf ekki að koma með lausnina „Ég held að það sé ekkert endilega hlutverk mitt sem alþingismanns að koma alltaf með fastmótaðar hugmyndir um hvernig hlutirnir eiga að vera. Ég held að það sé mikilvægt fyrir mig sem þingmann að benda á það sem betur má fara og mér finnst ekkert endilega ég þurfa að vera sérfræðingur í málunum sem ég bendi á. Ég keyri til dæmis Reykjanesbrautina á hverjum degi og ég hef bent á það að Reykjanesbrautin þarfnast viðhalds. Ég þarf ekki að vera sérfræðingur í hvernig á að gera það til að geta talað um það,“ segir hann. „Það er mjög mikilvægt að við tölum um þann vanda sem steðjar að. Hann er okkar allra, okkar allra á Schengen svæðinu og mér finnst mikilvægt að við skoðum hann í okkar ljósi og öryggi okkar þjóðar og hlustum á það sem aðrir eru að gera.“ Ásmundur vakti fyrst athygli á þessu í umræðum í kjölfar hryðjuverkaárása í París fyrir rúmu ári síðan. Þá velti hann því upp hvort bakgrunnsskoða ætti múslíma á Íslandi. Hann viðurkennir að hafa farið ansi bratt í umræðuna. „Þegar ég talaði um þetta fyrir rúmu ári fyrst þá fór ég dálítið bratt inn í þá umræðu og þá helltust fjölmiðlarnir yfir mig og það gera þeir aftur núna og rangtúlka ræðu mína og segja að ég sé með fullyrðingar í þingsal, sem ég auðvitað gerði ekki. Og það er alvarlegt í svona stóru máli að fjölmiðlar rangtúlki það sem ég segi,“ segir hann. Nú sé staðan orðin sú að engin megi velta þessum hlutum fyrir sér. Fólk þorir ekki að tjá sig „Það er bara komið þannig að þingmenn, áberandi fólk í viðskiptalífinu, í skemmtanabransanum þorir ekki að tjá sig um þessi mál. vegna þess að menn eins og ég eru bara settir í bás, kallaðir rasistar, öllum illum nöfnum, það eru skrifaðar langar greinar um að þeir séu fávísir og fávitar og fólk bara hræðist um að fá slíkar ásakanir á sig. Og ég segi hvar erum við stödd þegar jafnvel við sem viljum tala um þessi mál hugsum þegar við erum á leiðinni í vinnuna, eins og í morgun og í gær: „Á maður ekki bara að hætta að tala um þetta? Fjölskyldunni líður ill, það er mikið áreiti. Fyrir hvern er maður að standa í þessu?“ En það er auðvitað þannig að við þurfum auðvitað að geta talað um erfið mál líka og þetta eru erfið mál,“ segir hann. Ásmundur segir að þessar skoðanir og umræðuna ekki þýða að hann vilji ekki taka á móti flóttamönnum. „Við erum ekki vond þjóð, við viljum taka á móti flóttamönnum, við höfum sýnt það að við tökum vel á móti flóttamönnum en við þurfum að tryggja okkar landamæri. Og við þurfum að skoða það sem Norðmenn eru að gera og ég veit að innanríkisráðherrann er að gera það og fyrrverandi innanríkisráðherrann var líka að skoða þessi mál. En við erum búin að vera þrjú ár í ráðuneytinu og það gerist lítið, þrátt fyrir góðan vilja ráðherranna,“ segir hann. Þingmaðurinn kallar eftir að umræðan eigi sér stað eins og um væri að ræða búvörusamningana. „Við þurfum að geta tekið þessa umræðu á bara heilbrigðum grunni, nákvæmlega eins og við ræðum búvörusamningana eða hvað annað sem skiptar skoðanir eru um eðlilega, og þingið er málstofa þar sem þær eiga að koma fram en í þessari umræðu er maður alltaf settur út í horn,“ segir hann. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur í ljósi þess að þessi landamæri Schengen, sem er svona girðingin í kringum löndin okkar og á að tryggja okkur fyrir utanaðkomandi ásókn fólks sem við viljum ekki fá inn á svæðið, um það snýst Schengen-samkomulagið, og síðan innan svæðisins eiga menn að geta haft frjálsar ferðir, en núna er komið gat á þessa girðingu og inn streymir fólk. Og í slíku mæli að stærstu lönd álfunnar ráða ekki við það og eigum við þá litla Ísland að vera eina landið á þessu svæði þar sem fólkið nánast, eiginlega þorir ekki að taka umræðuna út af því hvernig það er mætt.“Horfum til Noregs Ásmundur vill að málsmeðferðartími þeirra sem koma hingað til lands og óska eftir hæli verði styttur til muna; horfa eigi til Noregs í því samhengi. Hann segist þó ekki vera með lausn á málinu, enda sé það ekki endilega hans að koma með hana. „Mér finnst að við þurfum að láta okkar bestu og færustu sérfræðinga skoðað það með hvaða hætti við getum tryggt það að þetta fólk fái lausn mála sinna eins skjótt og hægt er. Eins og í Noregi þar sem menn eru að tala um 48 klukkustundir og mér finnst það mjög mikilvægt, vegna þess að í augum þessa fólks er já örugglega besta svarið en nei næst besta svarið, af því að bíða er ömurlegt,“ segir hann. „Og þegar við erum að horfa upp á það að fólk er jafnvel upp í fjögur ár eins og við höfum heyrt, búið að fara í gegnum allar seinkanir og dómstigin bæði þá er því vísað úr landi. Mér finnst ekki mikil mannúð í því. Mér finnst engin mannúð í því. Börnin búin að fara í skóla og því er vísað úr landi eftir, eins og er að gerast, eftir fimmtán mánuði. Börnin að standa sig frábærlega í skólanum. Mér finnst engin mannúð í því.“Ekki hægt að taka endalaust á móti Ásmundur bendir á að flóttafólk sé mismunandi og sé að flýja mismunandi aðstæður. „Það er auðvitað miklu betra fyrir þetta fólk að því sé vísað til baka af því að þetta fólk er ekki endilega alltaf að flýja stríð og hörmungar. Við vitum það að fólk er koma hingað í leit að betri læknisþjónustu og allskonar slíkum hlutum. Þar sem það býr heima er auðvitað læknisþjónusta en hún er kannski ekki jafn góð og á Íslandi og það þarf að múta fólki til þess að komast í aðgerðir og slíkt. Við getum ekki tekið á móti slíku fólki endalaust, okkar kerfi bara ræður ekki við það,“ segir hann. „Ég held bara fyrir allra hluta sakir að þá sé mikilvægast að þessi klukka sem tifar eftir að fólk er komið til landsins gangi eins stutt og hægt er og það verði öll mannúðarsjónarmið uppi í því. Þessa umræðu bara má ekki taka.“ Ásmundur segist ekki vera á móti trúarbrögðum og að ummæli hans sem beindust að múslímum hafi verið sögð í samhengi við árásirnar í París. „Það einskorðaðist við þá stöðu sem var þá uppi í Frakklandi og ég var eitthvað imponeraður yfir og hafði mikið í huga. Ég segi, við berum virðingu fyrir öllum trúarbrögðum og við gerum það Íslendingar. Mikilvægast er að við fáum fólk hingað sem að gefur af sér, vill taka þátt í þessu samfélagi og vinnur eftir þeim gildum sem hér eru,“ segir hann.Má ekki skjóta sendiboðann Hann segist þekkja mikið af góðu fólki sem sé af erlendum uppruna. „Ég hitti í morgun júgóslavneskan mann sem er búinn að vinna hérna í mörg ár, hann hefur aldrei orðið fyrir neinu aðkasti hér á Íslandi, hann hefur stundað sína vinnu og staðið sína plikt. Konan mín er með tvær konur frá svipuðum slóðum, Serbíu, í vinnu hjá sér. Frábært fólk og við þurfum á þessu fólki halda. Aldrei heyri ég minnst á það að fólk frá Víetnam og Taílandi séu eitthvað til vandræða hér eða trúarbrögð þess fólks. Það er fullt af því í mínum heimabæ. Vinir mínir eiga konur frá þessum slóðum, þetta er bara frábært fólk auðgar samfélagið og gefur okkur mikið. Þannig að tala um einhvern rasisma eða slíkt er fáheyrt,“ segir hann. „En ég er alveg jafn gallharður á því að við þurfum að tryggja það að hingað sé ekki að koma fólk sem er óæskilegt, sem er búið að steikja puttana á sér á hellum til þess að enginn geti engin fundið út hver það er. Ég held að slíkir einstaklingar hafi eitthvað það að fela sem við kærum okkur ekki um. Og við eigum alveg að þora að taka þessa umræðu.“ Ásmundur segir máli sínu til stuðnings að ferðafrelsi hafi meira að segja verið takmarkað á milli Danmerkur og Svíþjóðar. „Ég hef aldrei boðað neina hatursumræðu hér eða hræðsluáróður. En við erum á þessu svæði, við erum í útjaðri Schengen þar sem hörmulegir hlutir hafa gerst og Svíar og Danir eru ekkert að loka þessari myndarlegu brú sem átti að auðvelda samgöngur á milli landanna fyrir fólk að fara í og úr vinnu á hverjum degi, þeir eru ekkert að loka því bara að gamni sínu,“ segir hann. „Svíar sem hafa verið með stærsta arminn í þessu dæmi þeir eru að senda nú tugþúsundir manna til baka og þeir sprungu á þessu. Við þurfum að geta tekið þessa umræðu og ekki hengja sendiboðann.“
Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Armslengd þýðir ekki ábyrgðarleysi“ Árni Páll Árnason vill búa til ábyrgðarkúltúr í kringum sölu ríkiseigna. Hann er gestur Stjórnmálavísis þessa vikuna. 28. janúar 2016 19:35 Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00 Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28 Stjórnmálavísir: Húsnæðismál er ekki átaksverkefni „Við höldum jafnréttisþing en við höldum ekki húsnæðisþing,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem vill að húsnæðismál verði hugsuð til framtíðar en ekki í skammtímalausnum. 18. febrúar 2016 20:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Stjórnmálavísir: „Armslengd þýðir ekki ábyrgðarleysi“ Árni Páll Árnason vill búa til ábyrgðarkúltúr í kringum sölu ríkiseigna. Hann er gestur Stjórnmálavísis þessa vikuna. 28. janúar 2016 19:35
Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00
Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28
Stjórnmálavísir: Húsnæðismál er ekki átaksverkefni „Við höldum jafnréttisþing en við höldum ekki húsnæðisþing,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem vill að húsnæðismál verði hugsuð til framtíðar en ekki í skammtímalausnum. 18. febrúar 2016 20:42