Mittisbelti og lærhá stígvél hjá Balmain Ritstjórn skrifar 3. mars 2016 22:15 Glamour/Getty Það er óhætt að segja að kvenleikinn hafi verið allsráðandi á sýningu tískuhússins Balmain fyrr í dag. Yfirhönnuðurinn Olivier Rousteign ætlar líka ða leyfa pastellitunum að lifa fram á næsta haust og vetur þar sem mikið var um ljósbleikan og bláan parað saman við svart á tískupallinum. Lærhá stígvél, fallegar blúndur og breið mittisbelti stálu senunni sem og allskonar flaksandi og fínleg efni á borð við silki og rúskinn. Enginn lætur heldur korselett líta jafnvel út og Rousteign. Fatalínan leit vel út og pastellitirnir heilla fyrir komandi misseri, það sem vakti líka athygli voru hárgreiðslur fyrirsætnana en auðvitað stigu Gigi Hadid og Kendall Jenner á stokk, sú fyrri er þekkt fyrir ljósan makka en var orðin dökkhærð og sú síðarnefnda skartaði aflituðum lokkum í stað sinna dökkbrúnu. Hér er nokkur uppáhalds frá Glamour af pöllunum. Gigi Hadid.Kendall JennerRosie Huntington Whiteley BACKSTAGE at the #BALMAINFW16 show Picture by @KevinTachman #BALMAINARMY #INSTASHOOTFW16 A photo posted by BALMAIN (@balmain) on Mar 3, 2016 at 7:44am PST Glamour Tíska Mest lesið Tískan á Secret Solstice: Bónusjoggingalli og Ikea haldari Glamour Mest fjarlægðu flúrin Glamour Götutískan í Ástralíu Glamour Heiða rokkaði á rauða dreglinum Glamour Umhverfis jörðina með 50 varalitum Glamour Skyggnst bakvið tjöldin hjá JÖR Glamour Naomi Campell klæðist loðkápu þrátt fyrir loforð um annað Glamour Töffari sem elskar leður, blúndu og svart Glamour Reese Witherspoon hélt hátíðlega upp á 15 ára afmæli Legally Blonde Glamour Mér finnst vera veiðileyfi á konur Glamour
Það er óhætt að segja að kvenleikinn hafi verið allsráðandi á sýningu tískuhússins Balmain fyrr í dag. Yfirhönnuðurinn Olivier Rousteign ætlar líka ða leyfa pastellitunum að lifa fram á næsta haust og vetur þar sem mikið var um ljósbleikan og bláan parað saman við svart á tískupallinum. Lærhá stígvél, fallegar blúndur og breið mittisbelti stálu senunni sem og allskonar flaksandi og fínleg efni á borð við silki og rúskinn. Enginn lætur heldur korselett líta jafnvel út og Rousteign. Fatalínan leit vel út og pastellitirnir heilla fyrir komandi misseri, það sem vakti líka athygli voru hárgreiðslur fyrirsætnana en auðvitað stigu Gigi Hadid og Kendall Jenner á stokk, sú fyrri er þekkt fyrir ljósan makka en var orðin dökkhærð og sú síðarnefnda skartaði aflituðum lokkum í stað sinna dökkbrúnu. Hér er nokkur uppáhalds frá Glamour af pöllunum. Gigi Hadid.Kendall JennerRosie Huntington Whiteley BACKSTAGE at the #BALMAINFW16 show Picture by @KevinTachman #BALMAINARMY #INSTASHOOTFW16 A photo posted by BALMAIN (@balmain) on Mar 3, 2016 at 7:44am PST
Glamour Tíska Mest lesið Tískan á Secret Solstice: Bónusjoggingalli og Ikea haldari Glamour Mest fjarlægðu flúrin Glamour Götutískan í Ástralíu Glamour Heiða rokkaði á rauða dreglinum Glamour Umhverfis jörðina með 50 varalitum Glamour Skyggnst bakvið tjöldin hjá JÖR Glamour Naomi Campell klæðist loðkápu þrátt fyrir loforð um annað Glamour Töffari sem elskar leður, blúndu og svart Glamour Reese Witherspoon hélt hátíðlega upp á 15 ára afmæli Legally Blonde Glamour Mér finnst vera veiðileyfi á konur Glamour