Hettupeysur, há stígvél og breiðar axlir Ritstjórn skrifar 3. mars 2016 23:30 Glamou/getty Breiðar axlir, hettupeysur og há stígvél voru áberandi þegar franska merkið Vétements sýndi línu sína fyrir haust og vetur 2016. Á hettupeysunum mátti finna stórskemmtilegar setningar á borð við „Are we having fun yet,“ „May the bridges I burn light the way,“ „Drink from me and live forever,“ og „you fuck'n asshole.“ Í bland við það mátti sjá klæðilega rykfrakka, víðar buxur, köflótta kjóla og dragtir sem myndu sóma sér vel í flestum fataskápum. Nokkrar fyrirsæturnar voru með stóran járnhring í beltinu en í gegnum hann hafði verið þrædd kápa eða jakki, nokkuð þægileg leið til að geyma yfirhöfnina. Þetta franska merki er tiltölulega ungt í tískuheiminum, en það var stofnað af sjö fatahönnuðum sem unnu saman hjá Maison Martin Margiela. Hugmyndin kviknaði í kaffipásunum hjá þeim og var markmiðið að gera flottan fatnað sem fólk vildi klæðast og myndi seljast. Hönnuðirnir hafa ekki vilja láta nafns síns getið, en einn af þessum sjö stofnendum þess er Demna Gvasalia, sem tók við af Alexander Wang sem listrænn stjórnandi Balenciaga.Ritstjórn Glamour Tíska Tengdar fréttir Demna Gvasalia nýr listrænn stjórnandi Balenciaga Hann tekur við keflinu af Alexander Wang 7. október 2015 13:00 Mest lesið Bambi á forsíðu Glamour Glamour Fyrsta Glamourblað ársins komið út Glamour Nærbuxur sem draga í sig blóði Glamour Frönsk fegurð á fremsta bekk Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Plakatið fyrir Oceans 8 lofar góðu Glamour ,,Saint Laurent stelpan er komin til að skemmta sér" Glamour Cara vinnur að tónlist með Nile Rodgers Glamour Flækjuburstar fyrir alla fjölskylduna Glamour Hönnuður kýldi fyrirsætu baksviðs Glamour
Breiðar axlir, hettupeysur og há stígvél voru áberandi þegar franska merkið Vétements sýndi línu sína fyrir haust og vetur 2016. Á hettupeysunum mátti finna stórskemmtilegar setningar á borð við „Are we having fun yet,“ „May the bridges I burn light the way,“ „Drink from me and live forever,“ og „you fuck'n asshole.“ Í bland við það mátti sjá klæðilega rykfrakka, víðar buxur, köflótta kjóla og dragtir sem myndu sóma sér vel í flestum fataskápum. Nokkrar fyrirsæturnar voru með stóran járnhring í beltinu en í gegnum hann hafði verið þrædd kápa eða jakki, nokkuð þægileg leið til að geyma yfirhöfnina. Þetta franska merki er tiltölulega ungt í tískuheiminum, en það var stofnað af sjö fatahönnuðum sem unnu saman hjá Maison Martin Margiela. Hugmyndin kviknaði í kaffipásunum hjá þeim og var markmiðið að gera flottan fatnað sem fólk vildi klæðast og myndi seljast. Hönnuðirnir hafa ekki vilja láta nafns síns getið, en einn af þessum sjö stofnendum þess er Demna Gvasalia, sem tók við af Alexander Wang sem listrænn stjórnandi Balenciaga.Ritstjórn
Glamour Tíska Tengdar fréttir Demna Gvasalia nýr listrænn stjórnandi Balenciaga Hann tekur við keflinu af Alexander Wang 7. október 2015 13:00 Mest lesið Bambi á forsíðu Glamour Glamour Fyrsta Glamourblað ársins komið út Glamour Nærbuxur sem draga í sig blóði Glamour Frönsk fegurð á fremsta bekk Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Plakatið fyrir Oceans 8 lofar góðu Glamour ,,Saint Laurent stelpan er komin til að skemmta sér" Glamour Cara vinnur að tónlist með Nile Rodgers Glamour Flækjuburstar fyrir alla fjölskylduna Glamour Hönnuður kýldi fyrirsætu baksviðs Glamour
Demna Gvasalia nýr listrænn stjórnandi Balenciaga Hann tekur við keflinu af Alexander Wang 7. október 2015 13:00