Heimir Örn býður sig fram til forseta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2016 08:45 Heimir Örn Hólmarsson Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. Heimir greinir frá framboði sínu í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í morgun en þar kemur meðal annars fram að Heimir telur að forsetinn verði að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þá eigi hann jafnframt að beita sér í forvörnum. Auk Heimis hafa meðal annars þau Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon og Hildur Þórðardóttir tilkynnt um framboð sitt til forseta. Tilkynningu Heimis má lesa í heild sinni hér að neðan:Nú fer að líða að forsetakosningum og fólk þarf að gera upp við sig hvaða kosti það vill sjá í nýjum forseta.Íslendingar þurfa á forseta að halda sem beitir sér enn frekar fyrir uppbyggingu innviða Íslands og er leiðandi afl innan íslensks samfélags. Forseti verður að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þegar erfiðleikar steðja að íslensku samfélagi á hann að vera leiðandi afl skynsemi og rökhyggju.Forsetinn á að beita sér í forvörnum og það er mikilvægt að hann styðji vel við þá vitundarvakningu sem orðið hefur í samfélaginu undanfarin misseri.Forsetinn skal jafnframt sinna skyldum sínum á erlendri grundu og vera góð fyrirmynd Íslendinga út á við. Hann þarf að sinna opinberum heimsóknum en um leið er hann talsmaður lands og þjóðar og á að beita sér í landkynningu, kynningu menningar og lista sem og efla atvinnustarfssemi Íslendinga.Við staðfestingu lagafrumvarpa þarf forseti að vera traustur öryggisventill og gæta hagsmuna heildarinnar. Forseta ber jafnframt að taka tillit til þjóðarinnar.Það er von mín að þetta sé sú mynd sem þú hefur af embætti forseta Íslands og að þetta séu þær kröfur sem þú gerir til þess einstaklings sem gegnir þessu mikilvæga embætti. Jafnframt er það von mín að þú hafir þetta í huga þegar þú tekur ákvörðun þann 25. júní næstkomandi.Þær kröfur sem ég hef sett hér fram hafa verið mér afar hugleiknar undanfarin ár þar sem þetta eru þær kröfur sem ég hef einsett mér að standa undir. Ég hef engin virk tengsl við stjórnmála- eða fjármálaöfl, er kunnugur helstu greiningum sem gerðar eru við flókin verkefni, ég hef brennandi áhuga á hagsmunum Íslands og íslenskri menningu. Ég hef sinnt ýmsum trúnaðarskyldum, t.d. sem trúnaðarmaður, með setu í stjórn stéttarfélags míns og sem fulltrúi í samninganefndum, enda skipta hagsmunir almennings mig miklu máli. Ég vil auk þess vera ungu kynslóðinni góð fyrirmynd.Ég er rafmagnstæknifræðingur að mennt og er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Ég hef starfað í fluggeiranum í 10 ár í störfum sem hafa í senn verið tæknilega og lagalega krefjandi og öðlast þaðan töluverða reynslu á alþjóðavettvangi.Ég er rólegur og yfirvegaður í fasi, er góður í mannlegum samskiptum og á auðvelt með að vinna með fólki. Ég er fljótur að tileinka mér nýja þekkingu, afar metnaðargjarn og skipulagður í þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Gæði, öryggi og skipulag eru mér ofarlega í huga þegar kemur að vinnuumhverfi en þegar snýr að mannlega þættinum eru réttlæti, sanngirni og umburðarlyndi þau megingildi sem eru mér hugfangin.Að þessu sögðu vil ég bjóða fram þjónustu mína og býð mig því hér með fram til forseta Íslands 2016.Hægt er að fara á www.xheimir.is til að kynna sér framboðið betur. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. Heimir greinir frá framboði sínu í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í morgun en þar kemur meðal annars fram að Heimir telur að forsetinn verði að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þá eigi hann jafnframt að beita sér í forvörnum. Auk Heimis hafa meðal annars þau Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon og Hildur Þórðardóttir tilkynnt um framboð sitt til forseta. Tilkynningu Heimis má lesa í heild sinni hér að neðan:Nú fer að líða að forsetakosningum og fólk þarf að gera upp við sig hvaða kosti það vill sjá í nýjum forseta.Íslendingar þurfa á forseta að halda sem beitir sér enn frekar fyrir uppbyggingu innviða Íslands og er leiðandi afl innan íslensks samfélags. Forseti verður að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þegar erfiðleikar steðja að íslensku samfélagi á hann að vera leiðandi afl skynsemi og rökhyggju.Forsetinn á að beita sér í forvörnum og það er mikilvægt að hann styðji vel við þá vitundarvakningu sem orðið hefur í samfélaginu undanfarin misseri.Forsetinn skal jafnframt sinna skyldum sínum á erlendri grundu og vera góð fyrirmynd Íslendinga út á við. Hann þarf að sinna opinberum heimsóknum en um leið er hann talsmaður lands og þjóðar og á að beita sér í landkynningu, kynningu menningar og lista sem og efla atvinnustarfssemi Íslendinga.Við staðfestingu lagafrumvarpa þarf forseti að vera traustur öryggisventill og gæta hagsmuna heildarinnar. Forseta ber jafnframt að taka tillit til þjóðarinnar.Það er von mín að þetta sé sú mynd sem þú hefur af embætti forseta Íslands og að þetta séu þær kröfur sem þú gerir til þess einstaklings sem gegnir þessu mikilvæga embætti. Jafnframt er það von mín að þú hafir þetta í huga þegar þú tekur ákvörðun þann 25. júní næstkomandi.Þær kröfur sem ég hef sett hér fram hafa verið mér afar hugleiknar undanfarin ár þar sem þetta eru þær kröfur sem ég hef einsett mér að standa undir. Ég hef engin virk tengsl við stjórnmála- eða fjármálaöfl, er kunnugur helstu greiningum sem gerðar eru við flókin verkefni, ég hef brennandi áhuga á hagsmunum Íslands og íslenskri menningu. Ég hef sinnt ýmsum trúnaðarskyldum, t.d. sem trúnaðarmaður, með setu í stjórn stéttarfélags míns og sem fulltrúi í samninganefndum, enda skipta hagsmunir almennings mig miklu máli. Ég vil auk þess vera ungu kynslóðinni góð fyrirmynd.Ég er rafmagnstæknifræðingur að mennt og er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Ég hef starfað í fluggeiranum í 10 ár í störfum sem hafa í senn verið tæknilega og lagalega krefjandi og öðlast þaðan töluverða reynslu á alþjóðavettvangi.Ég er rólegur og yfirvegaður í fasi, er góður í mannlegum samskiptum og á auðvelt með að vinna með fólki. Ég er fljótur að tileinka mér nýja þekkingu, afar metnaðargjarn og skipulagður í þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Gæði, öryggi og skipulag eru mér ofarlega í huga þegar kemur að vinnuumhverfi en þegar snýr að mannlega þættinum eru réttlæti, sanngirni og umburðarlyndi þau megingildi sem eru mér hugfangin.Að þessu sögðu vil ég bjóða fram þjónustu mína og býð mig því hér með fram til forseta Íslands 2016.Hægt er að fara á www.xheimir.is til að kynna sér framboðið betur.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira