Handbolti

Ísland leikur gegn Noregi í apríl

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson er fyrirliði íslenska landsliðsins.
Guðjón Valur Sigurðsson er fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir
Ísland mun spila tvo vináttulandsleiki gegn Noregi í byrjun næsta mánaðar en það var staðfest á heimasíðu norska handknattleikssambandsins í dag.

Noregur er að búa sig undir umspil fyrir Ólympíuleikana í Ríó en Ísland komst ekki í forkeppnina og mun ekki taka þátt í leikunum í sumar.

Sjá einnig: Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði

Ísland er þó enn án landsliðsþjálfara en enginn hefur verið ráðinn í stað Arons Kristjánssonar sem hætti eftir slæmt gengi Íslands á EM í Póllandi. Eini sigur Íslands á því móti var gegn Noregi sem fór svo alla leið í undanúrslit mótsins.

Leikirnir fara báðir fram í Þrándheimi dagana 3. og 5. apríl.


Tengdar fréttir

Aron hættir með landsliðið

Tilkynnt á blaðamannafundi í hádeginu í dag, þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM í Póllandi.

Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma

Sérfræðingar Fréttablaðsins eru allir sammála um að varnarleikurinn hafi fellt íslenska liðið á EM í Póllandi. Kalla eftir allsherjar naflaskoðun fyrir framhaldið og einn segir kominn tíma á Aron Kristjánsson.

Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði

Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×