Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum Ingvar Haraldsson skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, kynntu nýja búvörusamninga fyrir fjölmiðlamönnum í gær. vísir/anton brink Ríkið mun leggja 132 milljarða króna í landbúnaðarkerfið á árunum 2017-2026 samkvæmt búvörusamningum sem undirritaðir voru í gær. Framlag ríkisins mun hækka um tæpan milljarð á næsta ári og nema tæpum 13,8 milljörðum króna en fer svo lækkandi á næstu árum þar á eftir og verða álíka og hann er á þessu ári í lok samningstímans. Styrkir til landbúnaðarins munu nema um 12,8 milljörðum króna á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segir að taka verði mið af því að stuðningur ríkisins til landbúnaðarins hafi verið lækkaðar um 1.200 milljónir króna á ári eftir hrunið. „Þetta er verulegur umbreytingasamningur. Það er ein af ástæðunum fyrir því hvað hann er langur. Það eru miklar breytingar sem taka langan tíma,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherra bendir einnig á að endurskoðunarákvæði séu í samningnum árið 2019 og 2023. Þá segir landbúnaðarráðherra að einnig hafi verið tekin upp ný dýravelferðarreglugerð. „Þannig að í öllum samningunum er fjárfestingastuðningur,“ segir hann. „Hin stóra breytan er að verið er að auka athafnafrelsi bænda til að nýta landið,“ segir Sigurður Ingi. Samningarnir hafi það að markmiði að losa um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur verði ekki bundnar við framleiðslu á mjólk eða kjöti eins og verið hefur. „Meginhugmyndin þar er að stuðningurinn verði fjölbreyttari og almennari, en ekki eins bundinn ákveðnum greinum eins og verið hefur,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Sindri á von á því að hagur bænda batni við hinn nýja samning. „Þessi breyting kemur misjafnlega niður á bændum eftir því hvernig þeir hafa kosið að haga sínum búskap. Sumir verða í betri stöðu og aðrir verða að gera einhverjar breytingar,“ segir Sindri. Ákvörðun um afnám mjólkurkvóta var frestað fram til 2019. Í fyrri drögum samningsins stóð til að ákveða að afnema kvótann við undirritun samninganna en fallið var frá því vegna óánægju sumra kúabænda. „Auðvitað kemur það við menn, kvótarnir eru búnir að vera framseljanlegir og menn verið misjafnlega staddir á spori hvað það varðar,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landsambands kúabænda. Engu að síður standi enn til að afnema kvótakerfið. Búvörusamningar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ríkið mun leggja 132 milljarða króna í landbúnaðarkerfið á árunum 2017-2026 samkvæmt búvörusamningum sem undirritaðir voru í gær. Framlag ríkisins mun hækka um tæpan milljarð á næsta ári og nema tæpum 13,8 milljörðum króna en fer svo lækkandi á næstu árum þar á eftir og verða álíka og hann er á þessu ári í lok samningstímans. Styrkir til landbúnaðarins munu nema um 12,8 milljörðum króna á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segir að taka verði mið af því að stuðningur ríkisins til landbúnaðarins hafi verið lækkaðar um 1.200 milljónir króna á ári eftir hrunið. „Þetta er verulegur umbreytingasamningur. Það er ein af ástæðunum fyrir því hvað hann er langur. Það eru miklar breytingar sem taka langan tíma,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherra bendir einnig á að endurskoðunarákvæði séu í samningnum árið 2019 og 2023. Þá segir landbúnaðarráðherra að einnig hafi verið tekin upp ný dýravelferðarreglugerð. „Þannig að í öllum samningunum er fjárfestingastuðningur,“ segir hann. „Hin stóra breytan er að verið er að auka athafnafrelsi bænda til að nýta landið,“ segir Sigurður Ingi. Samningarnir hafi það að markmiði að losa um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur verði ekki bundnar við framleiðslu á mjólk eða kjöti eins og verið hefur. „Meginhugmyndin þar er að stuðningurinn verði fjölbreyttari og almennari, en ekki eins bundinn ákveðnum greinum eins og verið hefur,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Sindri á von á því að hagur bænda batni við hinn nýja samning. „Þessi breyting kemur misjafnlega niður á bændum eftir því hvernig þeir hafa kosið að haga sínum búskap. Sumir verða í betri stöðu og aðrir verða að gera einhverjar breytingar,“ segir Sindri. Ákvörðun um afnám mjólkurkvóta var frestað fram til 2019. Í fyrri drögum samningsins stóð til að ákveða að afnema kvótann við undirritun samninganna en fallið var frá því vegna óánægju sumra kúabænda. „Auðvitað kemur það við menn, kvótarnir eru búnir að vera framseljanlegir og menn verið misjafnlega staddir á spori hvað það varðar,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landsambands kúabænda. Engu að síður standi enn til að afnema kvótakerfið.
Búvörusamningar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent