Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. febrúar 2016 16:22 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. Vísir Kaldhæðnin getur ekki orðið meiri en þegar stuðningur við innlenda matvælaframleiðslu er gagnrýndur með samanburði við Icesavesamningana, að mati forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýnir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, vegna viðtals við þann síðarnefnda í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Andrés benti á í hádegisfréttum að beinn og óbeinn stuðningur við landbúnað á Íslandi væri 220-240 milljarðar króna á tíu ára tímabili en nýundirskrifaðir búvörusamningar gilda í svo langan tíma. Til samanburðar hafi Svavarsamningurinn svokallaði í Icesave-deilunni hefði skuldsett ríkissjóð um tæplega 208 milljarða króna til næstu átta ára.Andrés er gagnrýninn á nýja búvörusamninginn.Sigmundur Davíð segir í færslu á bloggsíðu sinni að það sé gagnrýni á bændur sé komin langt út í haga. „Að gagnrýna 13-14 milljarða stuðning við lægra vöruverð til neytenda og gjaldeyrissparnað upp á um 50 milljarða á ári með vísan til áforma um að greiða hundruð milljarða úr landi fyrir ekki neitt þegar enginn gjaldeyrir var til er vægast sagt furðulegt,“ segir hann. „En það er lýsandi fyrir hvað þeir sem það gera eru komnir langt út í haga í gagnrýni sinni á bændur og landbúnað, undirstöðuatvinnugrein á Íslandi í meira en 1100 ár.“ Sigmundur segir að Icesavesamningurinn, sem hann barðist sjálfur hart á móti, hafi falið í sér greiðslu hundruð milljarða króna úr landi í erlendri mynt sem ekki hafi verið til. Stuðningur við innlenda matvælaframleiðslu snúist hins vegar um að spara gjaldeyri. „Stuðninginn mætti allt eins kalla neytendastyrki enda er álagning stórverslana meiri á innfluttar vörur en þær innlendu,“ segir hann. „Fyrir rúmum sjö árum höfðu menn áhyggjur af því hvort til væri gjaldeyrir til að flytja inn eldsneyti og lyf. Menn geta rétt ímyndað sér hver staðan hefði verið ef við hefðum ekki átt öfluga innlenda matvælaframleiðslu með þeim tugmilljarða gjaldeyrissparnaði sem hún skilar,“ segir Sigmundur í færslunni og bætir við: „Svo ekki sé einu sinni hugsað til þeirrar stöðu sem upp hefði komið ef við hefðum ekki haft innlenda matvælaframleiðslu og samþykkt Icesavesamninginn á sama tíma.“ Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að þegar spurt sé nákvæmlega hvernig almenningur hagnast á nýjum búvörusamningum, þá séu svörin mjög loðin. 20. febrúar 2016 12:46 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Kaldhæðnin getur ekki orðið meiri en þegar stuðningur við innlenda matvælaframleiðslu er gagnrýndur með samanburði við Icesavesamningana, að mati forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýnir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, vegna viðtals við þann síðarnefnda í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Andrés benti á í hádegisfréttum að beinn og óbeinn stuðningur við landbúnað á Íslandi væri 220-240 milljarðar króna á tíu ára tímabili en nýundirskrifaðir búvörusamningar gilda í svo langan tíma. Til samanburðar hafi Svavarsamningurinn svokallaði í Icesave-deilunni hefði skuldsett ríkissjóð um tæplega 208 milljarða króna til næstu átta ára.Andrés er gagnrýninn á nýja búvörusamninginn.Sigmundur Davíð segir í færslu á bloggsíðu sinni að það sé gagnrýni á bændur sé komin langt út í haga. „Að gagnrýna 13-14 milljarða stuðning við lægra vöruverð til neytenda og gjaldeyrissparnað upp á um 50 milljarða á ári með vísan til áforma um að greiða hundruð milljarða úr landi fyrir ekki neitt þegar enginn gjaldeyrir var til er vægast sagt furðulegt,“ segir hann. „En það er lýsandi fyrir hvað þeir sem það gera eru komnir langt út í haga í gagnrýni sinni á bændur og landbúnað, undirstöðuatvinnugrein á Íslandi í meira en 1100 ár.“ Sigmundur segir að Icesavesamningurinn, sem hann barðist sjálfur hart á móti, hafi falið í sér greiðslu hundruð milljarða króna úr landi í erlendri mynt sem ekki hafi verið til. Stuðningur við innlenda matvælaframleiðslu snúist hins vegar um að spara gjaldeyri. „Stuðninginn mætti allt eins kalla neytendastyrki enda er álagning stórverslana meiri á innfluttar vörur en þær innlendu,“ segir hann. „Fyrir rúmum sjö árum höfðu menn áhyggjur af því hvort til væri gjaldeyrir til að flytja inn eldsneyti og lyf. Menn geta rétt ímyndað sér hver staðan hefði verið ef við hefðum ekki átt öfluga innlenda matvælaframleiðslu með þeim tugmilljarða gjaldeyrissparnaði sem hún skilar,“ segir Sigmundur í færslunni og bætir við: „Svo ekki sé einu sinni hugsað til þeirrar stöðu sem upp hefði komið ef við hefðum ekki haft innlenda matvælaframleiðslu og samþykkt Icesavesamninginn á sama tíma.“
Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að þegar spurt sé nákvæmlega hvernig almenningur hagnast á nýjum búvörusamningum, þá séu svörin mjög loðin. 20. febrúar 2016 12:46 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að þegar spurt sé nákvæmlega hvernig almenningur hagnast á nýjum búvörusamningum, þá séu svörin mjög loðin. 20. febrúar 2016 12:46