Komin upp á svið eftir útskrift Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 09:45 Æfingar standa nú yfir á sýningunni Gripahúsið, sem er nýtt íslenskt leikverk eftir Bjartmar Þórðarson. Vísir/Vilhelm „Fram undan hjá mér eru virkilega skemmtileg verkefni, ég er að bæði að vinna að stuttmynd og heimildarmynd. Þær fjalla báðar um lífsreynslusögur bróður míns. Hann er með geðklofa og ég hef verið að taka viðtöl við hann og fylgjast með honum í veikindum hans. Ég hlakka mikið til að klára heimildarmyndina og sjá hvað ég get gert með efnið. Ég stefni á að fara með báðar myndirnar á kvikmyndahátíðir og vonast eftir að fá góð viðbrögð,“ segir Albert Halldórsson, nýútskrifaður leikari, sem er um þessar myndir að æfa nýtt leikverk eftir Bjartmar Þórðarson, Gripahúsið, sem frumsýnt verður næstkomandi föstudag. „Ég er mjög spenntur, þetta er búið að vera sérstaklega skemmtilegt ferli og gaman að vera kominn upp á svið eftir útskrift. Þetta er fyrsta hlutverkið mitt í atvinnuleikhúsi,“ segir Albert fullur tilhlökkunar.Albert Halldórsson, nýútskrifaður leikari, hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Gripahúsið er nýtt íslenskt leikverk eftir Bjartmar Þórðarson. Verkið er unnið frá upphafi til enda í Tjarnarbíói en Bjartmar skrifaði verkið í rithöfundavinnustofu sem Tjarnarbíó býður upp á fyrir sviðshöfunda. Bjartmar sér einnig um að leikstýra sýningunni en meðal leikstjórnarverkefna Bjartmars má nefna Hundalógík í Þjóðleikhúskjallaranum, Glerlaufin á norðurpólnum og Mr. Kolpert í Greenwich Playhouse, London. „Þetta er fyrsta leikverk Bjartmars sem sett er upp í atvinnuleikhúsi og það er frábært að vinna með honum. Hann á að baki langan feril sem leikstjóri, leikari og dramatúrg. Ég er virkilega spenntur fyrir að takast á við hlutverkið. Það er frábært tækifæri fyrir mig að fá að taka þátt í þessari sýningu,“ segir Albert. Gripahúsið er svört kómedía og samfélagsrýni sem fjallar um þá hringrás staurblindrar bjartsýni og hruns sem við sjáum birtast í þjóðfélaginu trekk í trekk. Verkið fjallar um einstæðu móðurina Védísi og þrjú uppkomin börn hennar sem hírast í fátækt á leigubýli lengst uppi á heiði. Þrátt fyrir að allt gangi á afturfótunum þá eru þau samt full af bjartsýni um betri tíma og í sífelldri leit að skyndilausnum til þess að finna hamingjuna. „Ég leik Sírni, mjög meðvirkan ungan mann sem býr með fjölskyldunni sinni út á landi, hann er á einhverfurófi og hefur alls ekki fengið það uppeldi sem hann hefði þurft á að halda. Hann er í því að hjálpa móður sinni við að halda öllum góðum í því ástandi sem fjölskyldan býr við,“ segir Albert aðspurður um hans hlutverk í sýningunni. Ásamt Alberti fara þau Bryndís Petra Bragadóttir, Sigríður Björk Baldursdóttir og Sveinn Óskar Ásbjörnsson með aðalhlutverk í sýningunni. „Þetta er góður og skemmtilegur hópur og mjög gaman að vinna með þeim,“ segir Albert jákvæður í bragði. Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Fram undan hjá mér eru virkilega skemmtileg verkefni, ég er að bæði að vinna að stuttmynd og heimildarmynd. Þær fjalla báðar um lífsreynslusögur bróður míns. Hann er með geðklofa og ég hef verið að taka viðtöl við hann og fylgjast með honum í veikindum hans. Ég hlakka mikið til að klára heimildarmyndina og sjá hvað ég get gert með efnið. Ég stefni á að fara með báðar myndirnar á kvikmyndahátíðir og vonast eftir að fá góð viðbrögð,“ segir Albert Halldórsson, nýútskrifaður leikari, sem er um þessar myndir að æfa nýtt leikverk eftir Bjartmar Þórðarson, Gripahúsið, sem frumsýnt verður næstkomandi föstudag. „Ég er mjög spenntur, þetta er búið að vera sérstaklega skemmtilegt ferli og gaman að vera kominn upp á svið eftir útskrift. Þetta er fyrsta hlutverkið mitt í atvinnuleikhúsi,“ segir Albert fullur tilhlökkunar.Albert Halldórsson, nýútskrifaður leikari, hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Gripahúsið er nýtt íslenskt leikverk eftir Bjartmar Þórðarson. Verkið er unnið frá upphafi til enda í Tjarnarbíói en Bjartmar skrifaði verkið í rithöfundavinnustofu sem Tjarnarbíó býður upp á fyrir sviðshöfunda. Bjartmar sér einnig um að leikstýra sýningunni en meðal leikstjórnarverkefna Bjartmars má nefna Hundalógík í Þjóðleikhúskjallaranum, Glerlaufin á norðurpólnum og Mr. Kolpert í Greenwich Playhouse, London. „Þetta er fyrsta leikverk Bjartmars sem sett er upp í atvinnuleikhúsi og það er frábært að vinna með honum. Hann á að baki langan feril sem leikstjóri, leikari og dramatúrg. Ég er virkilega spenntur fyrir að takast á við hlutverkið. Það er frábært tækifæri fyrir mig að fá að taka þátt í þessari sýningu,“ segir Albert. Gripahúsið er svört kómedía og samfélagsrýni sem fjallar um þá hringrás staurblindrar bjartsýni og hruns sem við sjáum birtast í þjóðfélaginu trekk í trekk. Verkið fjallar um einstæðu móðurina Védísi og þrjú uppkomin börn hennar sem hírast í fátækt á leigubýli lengst uppi á heiði. Þrátt fyrir að allt gangi á afturfótunum þá eru þau samt full af bjartsýni um betri tíma og í sífelldri leit að skyndilausnum til þess að finna hamingjuna. „Ég leik Sírni, mjög meðvirkan ungan mann sem býr með fjölskyldunni sinni út á landi, hann er á einhverfurófi og hefur alls ekki fengið það uppeldi sem hann hefði þurft á að halda. Hann er í því að hjálpa móður sinni við að halda öllum góðum í því ástandi sem fjölskyldan býr við,“ segir Albert aðspurður um hans hlutverk í sýningunni. Ásamt Alberti fara þau Bryndís Petra Bragadóttir, Sigríður Björk Baldursdóttir og Sveinn Óskar Ásbjörnsson með aðalhlutverk í sýningunni. „Þetta er góður og skemmtilegur hópur og mjög gaman að vinna með þeim,“ segir Albert jákvæður í bragði.
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp