Clarkson biðst afsökunar Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2016 11:16 Jeremy Clarkson. Vísir/EPA Þáttastjórnandinn heimsfrægi, Jeremy Clarkson, baðst í dag afsökunar á því að hafa slegið einn af starfsmönnum Top Gear þáttanna. Málaferlum vegna höggsins lauk í dag þegar Clarkson og BBC greiddu minnst hundrað þúsund pund til Oisin Tymon. „Ég vil enn og aftur biðja Oisin Tymon afsökunar á atvikinu og því sem gerðist í kjölfarið,“ er haft eftir Clarkson á vef BBC. „Ég vil einnig að það sé ljóst að það áreiti sem hann hefur orðið fyrir eftir atvikið er ekki réttlætanlegt. Mér þykir miður að hann hafi orðið fyrir því.“ Clarkson var vikið úr starfi frá Top Gear eftir að hann sló Tymon. Clarkson hafði rifist í Tymon fyrir að hafa ekki fengið neinn heitan mat þrátt fyrir að tökur hefðu staðið yfir allan daginn. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent
Þáttastjórnandinn heimsfrægi, Jeremy Clarkson, baðst í dag afsökunar á því að hafa slegið einn af starfsmönnum Top Gear þáttanna. Málaferlum vegna höggsins lauk í dag þegar Clarkson og BBC greiddu minnst hundrað þúsund pund til Oisin Tymon. „Ég vil enn og aftur biðja Oisin Tymon afsökunar á atvikinu og því sem gerðist í kjölfarið,“ er haft eftir Clarkson á vef BBC. „Ég vil einnig að það sé ljóst að það áreiti sem hann hefur orðið fyrir eftir atvikið er ekki réttlætanlegt. Mér þykir miður að hann hafi orðið fyrir því.“ Clarkson var vikið úr starfi frá Top Gear eftir að hann sló Tymon. Clarkson hafði rifist í Tymon fyrir að hafa ekki fengið neinn heitan mat þrátt fyrir að tökur hefðu staðið yfir allan daginn.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent