Dagur: Fótboltastrákarnir geta komið á óvart í Frakklandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2016 17:56 Dagur hefur trú á fótboltastrákunum okkar. Samsett mynd/Vísir/Getty Dagur Sigurðsson var í viðtali á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem hann ræðir bæði árangur sinn með þýska handboltalandsliðinu og áhuga sinn á knattspyrnu. Dagur gerði Þýskaland að Evrópumeistara í handbolta sem kunnugt er en árangurinn vakti gríðarlega athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Dagur var með ungt og óreynt lið í höndunum vegna meiðsla margra lykilmanna. Margir af stærstu knattspyrnustjörnum Þýskalands óskuðu Degi og hans mönnum til hamingju með árangurinn og segir Dagur að þeir hafi vel merkt hversu góðan og víðtækan stuðning liðið fékk. Í greininnni er sagt frá því að Dagur hafi á sínum tíma æft fótbolta og að hann eigi að baki leiki með U-17 liði Íslands. „Ég hafði gaman að báðum íþróttum og var ekkert að velta því fyrir mér þá hvort ég yrði atvinnumaður í íþróttum,“s sagði Dagur í viðtalinu. „Ég ákvað að spila handbolta vegna þess að ég átti fleiri vini þar.“Vísir/GettyElskar ensku úrvalsdeildina Dagur segist fylgjast mjög vel með fótbolta og fari oft á völlinn til að sjá Herthu Berlín spila. Hann elskar ensku úrvalsdeildina eins og margir Íslendingar og þá sérstaklega Manchester United, segir hann. „Ég fer oft á leiki í Englandi. Ég var til dæmis á fyrsta leik Jürgen Klopp með Liverpool þegar liðið mætti Tottenham. Það var gaman,“ sagði hann. Dagur segir að það komi ekki til greina að taka að sér þjálfarastarf í fótboltanum þó svo að fjölmiðlar hafi fjallað um það. „Ég var spurður hvort ég hefði íhugað þap og sagði já. Metnaður minn liggur þó ekki þar og ég hef engin tilboð fengið,“ sagði Dagur og sagði að það væri í grunninn mikill munur á handbolta og fótbolta.Vísir/GettyHandboltinn þarf ekki að skammast sín „Tæknilega séð er munar mikið á íþróttunum en þrátt fyrir það þarf handboltinn ekkert að skammast sín í samanburði við fótbolta, hvað stemningu og spennu varðar. Það er meira „action“ í handbolta, fleiri mörk og meiri hraði. Þess fyrir utan er mun auðveldara að breyta um taktík í handbolta.“ Talið berst svo að árangri íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem verður meðal þátttökuliða á stórmót í fyrsta sinn í sumar. „Það er stórbrotinn árangur. Ég er sannfærður um að þeir geta komið á óvart þó svo að það verði auðvitað erfitt,“ sagði Dagur sem kannast vel við það að vera lægra skrifaða liðið. „Svoleiðis hlutir skipta engu máli þegar flautað er til leiks. Við vorum með ungt lið [á EM í handbolta] sem við höfðum trú á. Við stóðum okkur vel.“ Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Dagur Sigurðsson var í viðtali á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem hann ræðir bæði árangur sinn með þýska handboltalandsliðinu og áhuga sinn á knattspyrnu. Dagur gerði Þýskaland að Evrópumeistara í handbolta sem kunnugt er en árangurinn vakti gríðarlega athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Dagur var með ungt og óreynt lið í höndunum vegna meiðsla margra lykilmanna. Margir af stærstu knattspyrnustjörnum Þýskalands óskuðu Degi og hans mönnum til hamingju með árangurinn og segir Dagur að þeir hafi vel merkt hversu góðan og víðtækan stuðning liðið fékk. Í greininnni er sagt frá því að Dagur hafi á sínum tíma æft fótbolta og að hann eigi að baki leiki með U-17 liði Íslands. „Ég hafði gaman að báðum íþróttum og var ekkert að velta því fyrir mér þá hvort ég yrði atvinnumaður í íþróttum,“s sagði Dagur í viðtalinu. „Ég ákvað að spila handbolta vegna þess að ég átti fleiri vini þar.“Vísir/GettyElskar ensku úrvalsdeildina Dagur segist fylgjast mjög vel með fótbolta og fari oft á völlinn til að sjá Herthu Berlín spila. Hann elskar ensku úrvalsdeildina eins og margir Íslendingar og þá sérstaklega Manchester United, segir hann. „Ég fer oft á leiki í Englandi. Ég var til dæmis á fyrsta leik Jürgen Klopp með Liverpool þegar liðið mætti Tottenham. Það var gaman,“ sagði hann. Dagur segir að það komi ekki til greina að taka að sér þjálfarastarf í fótboltanum þó svo að fjölmiðlar hafi fjallað um það. „Ég var spurður hvort ég hefði íhugað þap og sagði já. Metnaður minn liggur þó ekki þar og ég hef engin tilboð fengið,“ sagði Dagur og sagði að það væri í grunninn mikill munur á handbolta og fótbolta.Vísir/GettyHandboltinn þarf ekki að skammast sín „Tæknilega séð er munar mikið á íþróttunum en þrátt fyrir það þarf handboltinn ekkert að skammast sín í samanburði við fótbolta, hvað stemningu og spennu varðar. Það er meira „action“ í handbolta, fleiri mörk og meiri hraði. Þess fyrir utan er mun auðveldara að breyta um taktík í handbolta.“ Talið berst svo að árangri íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem verður meðal þátttökuliða á stórmót í fyrsta sinn í sumar. „Það er stórbrotinn árangur. Ég er sannfærður um að þeir geta komið á óvart þó svo að það verði auðvitað erfitt,“ sagði Dagur sem kannast vel við það að vera lægra skrifaða liðið. „Svoleiðis hlutir skipta engu máli þegar flautað er til leiks. Við vorum með ungt lið [á EM í handbolta] sem við höfðum trú á. Við stóðum okkur vel.“
Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira