Platini harðorður: Eina markmiðið var að koma í veg fyrir að ég yrði forseti FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2016 09:30 Sepp Blatter og Michel Platini. Vísir/Getty Sepp Blatter, fráfarandi forseti FIFA og Michel Platini, fráfarandi forseti UEFA, varð ekki mikið ágengt í áfrýjun sinni vegna bann frá allri aðkomu að knattspyrnu næstu árin. Sepp Blatter og Michel Platini fengu niðurstöðuna frá Áfrýjunarnefnd FIFA í gær og þá kom í ljós að bannið stendur en verður sex ár í stað átta áður. BBC segir frá. Þessir fráfarandi forystumenn fótboltaheimsins ætla þó ekki að gefast upp heldur tilkynntu strax að þeir ætluðu að áfrýja dómnum áfram til Íþróttadómstólsins. Blatter og Platini hafa báðir margoft lýst yfir sakleysi sínu en þeir voru dæmdir fyrir 1,3 milljón punda eingreiðslu Blatter til Platini skömmu fyrir eitt forsetakjör FIFA. Þeir héldu því báðir fram peningagreiðslan hafi verið laun sem Platini átti inni fyrir ráðgjafastarf þegar hann starfaði fyrir FIFA eftir HM 1998. Blatter segist hafa verið að virða munnlegt samkomulag sitt við Platini. „Ég er mjög vonsvikinn með Áfrýjunarnefnd FIFA," sagði hinn 79 ára gamli Sepp Blatter í tilkynningu. Hinn sextugi Michel Platini talaði aftur um „móðgandi og skammarlega niðurstöðu" sem og að þetta hafi verið pólítísk ákvörðun. Á föstudaginn kemur í ljós hver tekur við starfi forseta FIFA af Sepp Blatter en UEFA ætlaði ekki að boða til forsetakosninga fyrr en að Platini væri búinn að reka málið sitt alla leið. Michel Platini var harðorður í sinni yfirlýsingu og talaði um hroka og ólögmæti sem og það að ásakanir á hendur honum væri algjörlega ósannar. „Ég er fórnarlamb kerfis sem hafði aðeins eitt markmið sem var að koma í veg fyrir að ég yrði forseti FIFA," sagði Michel Platini í yfirlýsingu sinni. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Vill fresta forsetakjöri FIFA Prins Ali, einn af forsetaframbjóðendunum hjá FIFA, hefur farið fram á það við íþróttadómstólinn að forsetakjöri FIFA verði frestað. 23. febrúar 2016 09:45 Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45 Platini ætlar að berjast gegn óréttlætinu Michel Platini, forseti UEFA, hefur nýhafið átta ára bann sitt frá afskiptum af knattspyrnu en hann er enn að berjast fyrir sakleysi sínu. 16. febrúar 2016 08:15 Blatter: Getur ekki keypt heimsmeistaramótið Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, segir að það sé algjört rugl að Katar hafi keypt sér atkvæði til að fá að halda heimsmeistaramótið árið 2022. Þetta segir Blatter í samtali við The Times. 20. febrúar 2016 13:00 Infantino þakkar KSÍ fyrir stuðninginn Knattspyrnusamband Íslands styður framkvæmdastjóra FIFA í forsetaframboðinu í febrúar. 25. janúar 2016 16:30 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Sepp Blatter, fráfarandi forseti FIFA og Michel Platini, fráfarandi forseti UEFA, varð ekki mikið ágengt í áfrýjun sinni vegna bann frá allri aðkomu að knattspyrnu næstu árin. Sepp Blatter og Michel Platini fengu niðurstöðuna frá Áfrýjunarnefnd FIFA í gær og þá kom í ljós að bannið stendur en verður sex ár í stað átta áður. BBC segir frá. Þessir fráfarandi forystumenn fótboltaheimsins ætla þó ekki að gefast upp heldur tilkynntu strax að þeir ætluðu að áfrýja dómnum áfram til Íþróttadómstólsins. Blatter og Platini hafa báðir margoft lýst yfir sakleysi sínu en þeir voru dæmdir fyrir 1,3 milljón punda eingreiðslu Blatter til Platini skömmu fyrir eitt forsetakjör FIFA. Þeir héldu því báðir fram peningagreiðslan hafi verið laun sem Platini átti inni fyrir ráðgjafastarf þegar hann starfaði fyrir FIFA eftir HM 1998. Blatter segist hafa verið að virða munnlegt samkomulag sitt við Platini. „Ég er mjög vonsvikinn með Áfrýjunarnefnd FIFA," sagði hinn 79 ára gamli Sepp Blatter í tilkynningu. Hinn sextugi Michel Platini talaði aftur um „móðgandi og skammarlega niðurstöðu" sem og að þetta hafi verið pólítísk ákvörðun. Á föstudaginn kemur í ljós hver tekur við starfi forseta FIFA af Sepp Blatter en UEFA ætlaði ekki að boða til forsetakosninga fyrr en að Platini væri búinn að reka málið sitt alla leið. Michel Platini var harðorður í sinni yfirlýsingu og talaði um hroka og ólögmæti sem og það að ásakanir á hendur honum væri algjörlega ósannar. „Ég er fórnarlamb kerfis sem hafði aðeins eitt markmið sem var að koma í veg fyrir að ég yrði forseti FIFA," sagði Michel Platini í yfirlýsingu sinni.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Vill fresta forsetakjöri FIFA Prins Ali, einn af forsetaframbjóðendunum hjá FIFA, hefur farið fram á það við íþróttadómstólinn að forsetakjöri FIFA verði frestað. 23. febrúar 2016 09:45 Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45 Platini ætlar að berjast gegn óréttlætinu Michel Platini, forseti UEFA, hefur nýhafið átta ára bann sitt frá afskiptum af knattspyrnu en hann er enn að berjast fyrir sakleysi sínu. 16. febrúar 2016 08:15 Blatter: Getur ekki keypt heimsmeistaramótið Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, segir að það sé algjört rugl að Katar hafi keypt sér atkvæði til að fá að halda heimsmeistaramótið árið 2022. Þetta segir Blatter í samtali við The Times. 20. febrúar 2016 13:00 Infantino þakkar KSÍ fyrir stuðninginn Knattspyrnusamband Íslands styður framkvæmdastjóra FIFA í forsetaframboðinu í febrúar. 25. janúar 2016 16:30 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Vill fresta forsetakjöri FIFA Prins Ali, einn af forsetaframbjóðendunum hjá FIFA, hefur farið fram á það við íþróttadómstólinn að forsetakjöri FIFA verði frestað. 23. febrúar 2016 09:45
Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45
Platini ætlar að berjast gegn óréttlætinu Michel Platini, forseti UEFA, hefur nýhafið átta ára bann sitt frá afskiptum af knattspyrnu en hann er enn að berjast fyrir sakleysi sínu. 16. febrúar 2016 08:15
Blatter: Getur ekki keypt heimsmeistaramótið Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, segir að það sé algjört rugl að Katar hafi keypt sér atkvæði til að fá að halda heimsmeistaramótið árið 2022. Þetta segir Blatter í samtali við The Times. 20. febrúar 2016 13:00
Infantino þakkar KSÍ fyrir stuðninginn Knattspyrnusamband Íslands styður framkvæmdastjóra FIFA í forsetaframboðinu í febrúar. 25. janúar 2016 16:30