Gefa sjúklingum meira val Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2016 15:12 Rekstur þriggja nýrra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu verður boðinn út samkvæmt tillögum heilbrigðisráðherra sem kynntar voru í morgun. Ráðherra segir að með þessu sé verið að innleiða fleiri rekstrarform innan heilsugæslunnar og aðgengi sjúklinga að þjónustunni muni aukast. Starfræktar eru sautján heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og þar af eru tvær reknar af einkaaðilum. Engin ný heilsugæslustöð hefur verið opnuð á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin tíu ár, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað um tuttugu þúsund. Tillögurnar sem kynntar voru í morgun gera ráð fyrir að fjármagn fylgi sjúklingum. Til dæmis ef þeir kjósa að færa sig á milli heilsugæslustöðva. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að markmiðið með þessum tillögum sé að styrkja heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu.Gjörbreyta fjármögnunarlíkani „Byrja að vinna okkur upp úr þeirri stöðu sem að hún er í. Í ljósi þess að hér hefur fjölgað á síðustu tíu árum um tuttugu þúsund manns, án þess að ný heilsugæslustöð hafi komið til, er augljóst að við þurfum að gera þetta. Við erum að taka fyrstu skrefin í þá veru með þeim hætti að láta í rauninni sjúklinga hafa meira val um hvar þeir sækja þjónustu. Það gerum við á grunni þess að við gjörbreytum fjármögnunarlíkani starfsemi heilsugæslustöðva,“ sagði Kristján í fréttum Bylgjunnar. Hann segir að sjúklingar þurfi ekki að greiða hærra gjald fyrir þjónustu og þá verði einkareknum heilsugæslustöðvum bannað að greiða út arð til eigenda. Kristján vonast til þess að hægt verði að bjóða út rekstur nýju heilsugæslustöðvanna á þessu ári. Aðspurður hvað þetta muni kosta ríkissjóð segir Kristján að það verði ekki meira en séu á fjárlögum á þessu ári. „Við eru með beinar fjárveitingar inn í heilsugæsluna um tæpan 6,1 milljarð. Við gerum ráð fyrir því að það sem út úr þessu kemur eftir útboð komi til rekstrar ný heilsugæslustöð eða stöðvar í haust og fjármögnun þeirra er tryggð út árið.“ BSRB sendi frá sér tilkynningu í morgun, sem byggir á ályktun stjórnar bandalagsins frá því í desember. Þar er segist stjórnin andsnúin einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leggjast alfarið gegn áformum um einkavæðingu Stjórn BSRB segir heilsu fólks og heilbrigði ekki geta orðið eins og aðrar vörur á markaði. 25. febrúar 2016 11:29 Eigendum óheimilt að greiða sér arð Nýtt fyrirkomulag heilsugæslunnar verður kynnt í dag. Breytt greiðslufyrirkomulag og þrjár nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Rekstur þriggja nýrra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu verður boðinn út samkvæmt tillögum heilbrigðisráðherra sem kynntar voru í morgun. Ráðherra segir að með þessu sé verið að innleiða fleiri rekstrarform innan heilsugæslunnar og aðgengi sjúklinga að þjónustunni muni aukast. Starfræktar eru sautján heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og þar af eru tvær reknar af einkaaðilum. Engin ný heilsugæslustöð hefur verið opnuð á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin tíu ár, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað um tuttugu þúsund. Tillögurnar sem kynntar voru í morgun gera ráð fyrir að fjármagn fylgi sjúklingum. Til dæmis ef þeir kjósa að færa sig á milli heilsugæslustöðva. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að markmiðið með þessum tillögum sé að styrkja heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu.Gjörbreyta fjármögnunarlíkani „Byrja að vinna okkur upp úr þeirri stöðu sem að hún er í. Í ljósi þess að hér hefur fjölgað á síðustu tíu árum um tuttugu þúsund manns, án þess að ný heilsugæslustöð hafi komið til, er augljóst að við þurfum að gera þetta. Við erum að taka fyrstu skrefin í þá veru með þeim hætti að láta í rauninni sjúklinga hafa meira val um hvar þeir sækja þjónustu. Það gerum við á grunni þess að við gjörbreytum fjármögnunarlíkani starfsemi heilsugæslustöðva,“ sagði Kristján í fréttum Bylgjunnar. Hann segir að sjúklingar þurfi ekki að greiða hærra gjald fyrir þjónustu og þá verði einkareknum heilsugæslustöðvum bannað að greiða út arð til eigenda. Kristján vonast til þess að hægt verði að bjóða út rekstur nýju heilsugæslustöðvanna á þessu ári. Aðspurður hvað þetta muni kosta ríkissjóð segir Kristján að það verði ekki meira en séu á fjárlögum á þessu ári. „Við eru með beinar fjárveitingar inn í heilsugæsluna um tæpan 6,1 milljarð. Við gerum ráð fyrir því að það sem út úr þessu kemur eftir útboð komi til rekstrar ný heilsugæslustöð eða stöðvar í haust og fjármögnun þeirra er tryggð út árið.“ BSRB sendi frá sér tilkynningu í morgun, sem byggir á ályktun stjórnar bandalagsins frá því í desember. Þar er segist stjórnin andsnúin einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leggjast alfarið gegn áformum um einkavæðingu Stjórn BSRB segir heilsu fólks og heilbrigði ekki geta orðið eins og aðrar vörur á markaði. 25. febrúar 2016 11:29 Eigendum óheimilt að greiða sér arð Nýtt fyrirkomulag heilsugæslunnar verður kynnt í dag. Breytt greiðslufyrirkomulag og þrjár nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Leggjast alfarið gegn áformum um einkavæðingu Stjórn BSRB segir heilsu fólks og heilbrigði ekki geta orðið eins og aðrar vörur á markaði. 25. febrúar 2016 11:29
Eigendum óheimilt að greiða sér arð Nýtt fyrirkomulag heilsugæslunnar verður kynnt í dag. Breytt greiðslufyrirkomulag og þrjár nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar. 25. febrúar 2016 07:00