Atburðarásin er skrautleg og viðburðarrík Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. febrúar 2016 10:00 Elma Stefanía er ung og efnileg leikkona sem hefur leikið fjölda burðarhlutverka frá því hún útskrifaðist. Vísir/Anton „Fyrsta sýningin sem ég leik í var Harmsaga eftir Mikael Torfason, en sú sýning var einnig sýnd á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Kennedy Center í Washington í mars 2014, sem var frábær upplifun. Þar á eftir lék ég Abigail Williams í Eldrauninni eftir Arthur Miller og í Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason. Eftir það lék ég Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness og aðalhlutverkið í Segulsviði eftir Sigurð Pálsson,“ segir Elma Stefanía. Það er óhætt að segja að Elma Stefanía hefur haft í nógu að snúast frá því að hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 en Elma tók til starfa hjá Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift og lék þar fjölda aðalhlutverka. Elma var tilnefnd til Menningarverðlauna DV árið 2015 fyrir túlkun sína í þremur ólíkum sýningum í Þjóðleikhúsinu. En hún hefur hlotið tvær tilnefningar til Grímunnar. Í dag er Elma fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið, þar sem hún fer með hlutverk Dótturinnar í Auglýsingu ársins. „Dóttirin er í rauninni hvorki karl né kona, hún er í raun með graut í staðinn fyrir kynfæri og hún ætlar sér ekki að þurfa að velja hvort hún sé. Hún er rosalega klár og mjög gáfuð en líka óörugg og hrædd og það gerir það að verkum að hún er frekar grimm. Verkið fjallar um auglýsingastofu sem er á barmi gjaldþrots þegar loksins birtist kúnni með fulla vasa fjár. Kúnninn fær auglýsingastofuna til að gera auglýsingu fyrir sig, og það má segja að þá fari allt á fullt til að mæta óskum þessa leyndardómsfulla viðskiptavinar. Þau byrja bara að vinna að auglýsingunni af fullum krafti en hafa í raun ekki hugmynd um hvað þau eru að auglýsa. Verkið er bæði flott að því leyti að stíllinn hans Tyrfings er með eindæmum beittur, flottur og fyndinn,“ segir Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona spennt fyrir verkinu. Tyrfingur Tyrfingsson er talinn með áhugaverðustu leikskáldum landsins af yngstu kynslóð höfunda og Auglýsing ársins hans annað verk í fullri lengd en atburðarás sýningarinnar er mjög skrautleg og viðburðarrík. „Stíllinn hans beittur og flottur og mikið af brilljant tilsvörum í sýningunni, umfjöllunarefnið er líka mjög brýnt þar sem neyslusamfélegið er að drekkja okkur og allt er markaðssett í kring um okkur. Þetta er líka gott fyrir okkur í Borgarleikhúsinu að fá tækifæri til að vinna með þessi öfl, það er að segja listina og markaðssetninguna. Því annað getur í raun ekki án hins verið, af því að leikrit er skilgreint þannig að leikari er á sviði og annar að horfa á, ef enginn kemur að horfa á þá verður engin leiksýning,“segir Elma Stefanía og bætir við að það sé alveg dásamlegt að vinna með Bergi, hann sé rosalega öruggur leikstjóri. Elma Stefanía lék einnig í sjónvarpsþáttunum Rétti, þar sem hún fór með hlutverk Ilmar tölvusnillings með meiru. „Það var alveg ótrúlega skemmtilegt að leika í Rétti og ferlið mjög eftirminnilegt. Baldvin Z er alveg frábær leikstjóri og það var gott að vinna með honum ásamt öllum leikhópnum og "crew-inu". Þættirnir fengu líka frábærar viðtökur og það var virkilega ánægjulegt,“ segir Elma Stefanía. Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Fyrsta sýningin sem ég leik í var Harmsaga eftir Mikael Torfason, en sú sýning var einnig sýnd á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Kennedy Center í Washington í mars 2014, sem var frábær upplifun. Þar á eftir lék ég Abigail Williams í Eldrauninni eftir Arthur Miller og í Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason. Eftir það lék ég Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness og aðalhlutverkið í Segulsviði eftir Sigurð Pálsson,“ segir Elma Stefanía. Það er óhætt að segja að Elma Stefanía hefur haft í nógu að snúast frá því að hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 en Elma tók til starfa hjá Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift og lék þar fjölda aðalhlutverka. Elma var tilnefnd til Menningarverðlauna DV árið 2015 fyrir túlkun sína í þremur ólíkum sýningum í Þjóðleikhúsinu. En hún hefur hlotið tvær tilnefningar til Grímunnar. Í dag er Elma fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið, þar sem hún fer með hlutverk Dótturinnar í Auglýsingu ársins. „Dóttirin er í rauninni hvorki karl né kona, hún er í raun með graut í staðinn fyrir kynfæri og hún ætlar sér ekki að þurfa að velja hvort hún sé. Hún er rosalega klár og mjög gáfuð en líka óörugg og hrædd og það gerir það að verkum að hún er frekar grimm. Verkið fjallar um auglýsingastofu sem er á barmi gjaldþrots þegar loksins birtist kúnni með fulla vasa fjár. Kúnninn fær auglýsingastofuna til að gera auglýsingu fyrir sig, og það má segja að þá fari allt á fullt til að mæta óskum þessa leyndardómsfulla viðskiptavinar. Þau byrja bara að vinna að auglýsingunni af fullum krafti en hafa í raun ekki hugmynd um hvað þau eru að auglýsa. Verkið er bæði flott að því leyti að stíllinn hans Tyrfings er með eindæmum beittur, flottur og fyndinn,“ segir Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona spennt fyrir verkinu. Tyrfingur Tyrfingsson er talinn með áhugaverðustu leikskáldum landsins af yngstu kynslóð höfunda og Auglýsing ársins hans annað verk í fullri lengd en atburðarás sýningarinnar er mjög skrautleg og viðburðarrík. „Stíllinn hans beittur og flottur og mikið af brilljant tilsvörum í sýningunni, umfjöllunarefnið er líka mjög brýnt þar sem neyslusamfélegið er að drekkja okkur og allt er markaðssett í kring um okkur. Þetta er líka gott fyrir okkur í Borgarleikhúsinu að fá tækifæri til að vinna með þessi öfl, það er að segja listina og markaðssetninguna. Því annað getur í raun ekki án hins verið, af því að leikrit er skilgreint þannig að leikari er á sviði og annar að horfa á, ef enginn kemur að horfa á þá verður engin leiksýning,“segir Elma Stefanía og bætir við að það sé alveg dásamlegt að vinna með Bergi, hann sé rosalega öruggur leikstjóri. Elma Stefanía lék einnig í sjónvarpsþáttunum Rétti, þar sem hún fór með hlutverk Ilmar tölvusnillings með meiru. „Það var alveg ótrúlega skemmtilegt að leika í Rétti og ferlið mjög eftirminnilegt. Baldvin Z er alveg frábær leikstjóri og það var gott að vinna með honum ásamt öllum leikhópnum og "crew-inu". Þættirnir fengu líka frábærar viðtökur og það var virkilega ánægjulegt,“ segir Elma Stefanía.
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira