Góður matur gleður hjartað Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. febrúar 2016 11:49 Kaupmannseðlið rennur í blóðinu hjá feðgunum. Ámundi Óskar Johansen, Sveinn Valtýsson og Carl Jónas Johansen opna sælkeraverslunina Johansen Deli. Vísir/Ernir Við erum þrír ættliðir að opna Johansen Deli. Við erum búin að vera hér í hverfinu í nokkur ár þar sem við höfum rekið Veislumiðstöðina í Borgartúni síðan árið 2005. Það hefur lengi vantað líf í þennan hluta hverfisins. Í gegnum tíðina höfum við líka reglulega fengið fyrirspurn frá viðskiptavinum okkar um hráefnið sem notað er í veislumatinn. Við ákváðum að slá til og endurspeglast þessar fyrirspurnir nú í formi verslunar,“ segir Ámundi. Deli er stytting á delicatessen sem er sælkeraverslun og þekkist víða á meginlandinu. „Í Johansen Deli verður hægt að næla sér í mat fyrir hvaða tilefni sem er, hvort sem það er morgunverður, hádegisverður, kvöldverður eða snarl. Einnig bjóðum við upp á ýmsar góðar gjafavörur sem gott er að grípa með sér. Það er nefnilega fátt sem gleður hjartað meira en góður matur,“ segir Ámundi og brosir. Þeir Ámundi Óskar Johansen, faðir hans Carl Jónas Johansen, og afi, Sveinn Valtýsson, hafa unnið lengi í þessum bransa. Carl Jónas er matreiðslumeistari og hefur starfað sem slíkur í áraraðir og afinn Sveinn sá meðal annars um kjötiðnaðinn í Vestmannaeyjum. Sjálfur er Ámundi menntaður hagfræðingur en segist hafa sogast inn í bransann og kann vel við sig. „Við erum svakalega spenntir fyrir þessu. Í dag er fæðuval hjá fólki orðið svo fjölbreytt og viljum við bregðast við því. Vegan og grænmetisætur hafa verið að sækja í sig veðrið og ætlum við að sinna þeim líka. Á sama tíma og við erum með sælkerakjötvörur og -álegg þá viljum við einnig vera með grænmetis- og vegan rétti í sama gæðaflokki. Í rauninni er þetta svo að allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Ámundi segir að öll fjölskyldan muni leggja hönd á plóg í versluninni sem og í Veislumiðstöðinni og þannig hafi það alltaf verið. „Við komum allir til með að vinna í versluninni, afi verður kannski fyrri partinn og svo deilum við þessu á milli okkar. Við opnum strax á mánudagsmorgun og hlökkum mikið til að taka vel á móti gestum,“ segir Ámundi kátur Matur Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Við erum þrír ættliðir að opna Johansen Deli. Við erum búin að vera hér í hverfinu í nokkur ár þar sem við höfum rekið Veislumiðstöðina í Borgartúni síðan árið 2005. Það hefur lengi vantað líf í þennan hluta hverfisins. Í gegnum tíðina höfum við líka reglulega fengið fyrirspurn frá viðskiptavinum okkar um hráefnið sem notað er í veislumatinn. Við ákváðum að slá til og endurspeglast þessar fyrirspurnir nú í formi verslunar,“ segir Ámundi. Deli er stytting á delicatessen sem er sælkeraverslun og þekkist víða á meginlandinu. „Í Johansen Deli verður hægt að næla sér í mat fyrir hvaða tilefni sem er, hvort sem það er morgunverður, hádegisverður, kvöldverður eða snarl. Einnig bjóðum við upp á ýmsar góðar gjafavörur sem gott er að grípa með sér. Það er nefnilega fátt sem gleður hjartað meira en góður matur,“ segir Ámundi og brosir. Þeir Ámundi Óskar Johansen, faðir hans Carl Jónas Johansen, og afi, Sveinn Valtýsson, hafa unnið lengi í þessum bransa. Carl Jónas er matreiðslumeistari og hefur starfað sem slíkur í áraraðir og afinn Sveinn sá meðal annars um kjötiðnaðinn í Vestmannaeyjum. Sjálfur er Ámundi menntaður hagfræðingur en segist hafa sogast inn í bransann og kann vel við sig. „Við erum svakalega spenntir fyrir þessu. Í dag er fæðuval hjá fólki orðið svo fjölbreytt og viljum við bregðast við því. Vegan og grænmetisætur hafa verið að sækja í sig veðrið og ætlum við að sinna þeim líka. Á sama tíma og við erum með sælkerakjötvörur og -álegg þá viljum við einnig vera með grænmetis- og vegan rétti í sama gæðaflokki. Í rauninni er þetta svo að allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Ámundi segir að öll fjölskyldan muni leggja hönd á plóg í versluninni sem og í Veislumiðstöðinni og þannig hafi það alltaf verið. „Við komum allir til með að vinna í versluninni, afi verður kannski fyrri partinn og svo deilum við þessu á milli okkar. Við opnum strax á mánudagsmorgun og hlökkum mikið til að taka vel á móti gestum,“ segir Ámundi kátur
Matur Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira