Börnin bíða eftir svörum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 10. febrúar 2016 07:00 Fatime, Dennis, Suala, Ajshe og Fejzula ásamt foreldrum sínum fyrir utan móttökustöðina í Bæjarhrauni. Stúlkurnar Suala og Ajshe bíða óþreyjufullar eftir því að hefja skólagöngu sína. Visir/Vilhelm Systurnar Suala og Ajshe Arslanovska eru tólf og þrettán ára gamlar og eru með stöðu hælisleitenda. Þær eru frá Makedóníu og hafa dvalið á Íslandi í tvo mánuði, lengst af í móttökustöð hælisleitenda í Bæjarhrauni 16 í Hafnarfirði. Þær fá engin svör um það hvenær þær fái að byrja í skóla. Þær fengu læknisskoðun þann fjórða janúar síðastliðinn og jákvætt svar frá lækni um að óhætt væri að hefja skólagöngu. Hin systkini þeirra Dennis fjórtán ára, Fejzula níu ára og Fatime sem er að verða tíu ára gömul hafa dvalið skemur á landinu eða í tæpan mánuð og hafa enn ekki heyrt frá lækni. Aðeins einn læknir starfar fyrir Útlendingastofnun og bið eftir læknisvottorði getur tafið tímann sem tekur að koma börnum í skóla. Dæmi eru um tveggja mánaða bið eftir læknisvottorði en alla jafna á það að taka um það bil viku. Umboðsmaður barna hefur ítrekað sent Útlendingastofnun bréf vegna skólagöngu barna sem eru hælisleitendur. Að mati Umboðsmanns barna hefur íslenska ríkið ekki staðið sig nægilega vel í því að tryggja réttindi þessara barna og óviðunandi sé að börn þurfi að bíða í margar vikur eða mánuði eftir skólavist. Einn af talsmönnum hælisleitenda hjá Rauða krossinum, Gunnar Dofri Ólafsson, tekur undir með Umboðsmanni barna og minnir á skólaskyldu barna á Íslandi. „Það er mjög alvarlegt en því miður alltof algengt að börn í hælisleit komist ekki í skóla þrátt fyrir að hafa gengist undir læknisskoðun.“ Í lok september á síðasta ári var upplýst að Útlendingastofnun hefið látið hjá líðast að sækja um skólavist fyrir börn hælisleitenda þrátt fyrir fjölda áminninga talsmanna hælisleitenda Rauða Krossins og Umboðsmanns barna. Forstjóri stofnunarinnar lofaði þá umbótum. Útlendingastofnun svaraði fyrirspurn Fréttablaðsins um málefni barnanna á þann veg að staðið hafi til að flytja fjölskylduna úr þjónustu stofnunarinnar í þjónustu sveitarfélags og þess vegna hafi verið talið best að börnin byrjuðu í skóla eftir flutning. Hins vegar hafi það gerst af óviðráðanlegum orsökum að flutningurinn hafi dregist. Reiknað sé með að hann eigi að eiga sér stað í þessari viku. „Afhendingu á húsnæði til fjölskyldunnar í Reykjanesbæ seinkaði og því gátu þau ekki flutt á þeim tíma sem var fyrirhugaður. Ástæðan fyrir því var sú að í húsnæðinu var fjölskylda sem hafði fengið hæli en lengri tíma tók að finna nýtt húsnæði fyrir þá fjölskyldu en til stóð,“ segir Kristín María Gunnarsdóttir hjá Útlendingastofnun. Dennis Arslanovski sem er fjórtán ára gamall er ósáttur við seinaganginn og hefur árangurslaust reynt að vekja athygli á málinu. „Það er ekkert hlustað á okkur. Þrátt fyrir að systur mínar hafi fengi jákvætt svar frá lækni þá heyrum við ekkert frá Útlendingastofnun um skólavist þeirra. Bara ekki neitt, en það er mánuður síðan skólinn hófst.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30 Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37 Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Tólf ekki enn í skóla Útlendingastofnun óskaði ekki eftir þjónustu frá Hafnarfirði vegna hælisleitenda í nýrri móttökustöð í Bæjarhrauni þar til í síðustu viku. Nánar tiltekið 1. október. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Systurnar Suala og Ajshe Arslanovska eru tólf og þrettán ára gamlar og eru með stöðu hælisleitenda. Þær eru frá Makedóníu og hafa dvalið á Íslandi í tvo mánuði, lengst af í móttökustöð hælisleitenda í Bæjarhrauni 16 í Hafnarfirði. Þær fá engin svör um það hvenær þær fái að byrja í skóla. Þær fengu læknisskoðun þann fjórða janúar síðastliðinn og jákvætt svar frá lækni um að óhætt væri að hefja skólagöngu. Hin systkini þeirra Dennis fjórtán ára, Fejzula níu ára og Fatime sem er að verða tíu ára gömul hafa dvalið skemur á landinu eða í tæpan mánuð og hafa enn ekki heyrt frá lækni. Aðeins einn læknir starfar fyrir Útlendingastofnun og bið eftir læknisvottorði getur tafið tímann sem tekur að koma börnum í skóla. Dæmi eru um tveggja mánaða bið eftir læknisvottorði en alla jafna á það að taka um það bil viku. Umboðsmaður barna hefur ítrekað sent Útlendingastofnun bréf vegna skólagöngu barna sem eru hælisleitendur. Að mati Umboðsmanns barna hefur íslenska ríkið ekki staðið sig nægilega vel í því að tryggja réttindi þessara barna og óviðunandi sé að börn þurfi að bíða í margar vikur eða mánuði eftir skólavist. Einn af talsmönnum hælisleitenda hjá Rauða krossinum, Gunnar Dofri Ólafsson, tekur undir með Umboðsmanni barna og minnir á skólaskyldu barna á Íslandi. „Það er mjög alvarlegt en því miður alltof algengt að börn í hælisleit komist ekki í skóla þrátt fyrir að hafa gengist undir læknisskoðun.“ Í lok september á síðasta ári var upplýst að Útlendingastofnun hefið látið hjá líðast að sækja um skólavist fyrir börn hælisleitenda þrátt fyrir fjölda áminninga talsmanna hælisleitenda Rauða Krossins og Umboðsmanns barna. Forstjóri stofnunarinnar lofaði þá umbótum. Útlendingastofnun svaraði fyrirspurn Fréttablaðsins um málefni barnanna á þann veg að staðið hafi til að flytja fjölskylduna úr þjónustu stofnunarinnar í þjónustu sveitarfélags og þess vegna hafi verið talið best að börnin byrjuðu í skóla eftir flutning. Hins vegar hafi það gerst af óviðráðanlegum orsökum að flutningurinn hafi dregist. Reiknað sé með að hann eigi að eiga sér stað í þessari viku. „Afhendingu á húsnæði til fjölskyldunnar í Reykjanesbæ seinkaði og því gátu þau ekki flutt á þeim tíma sem var fyrirhugaður. Ástæðan fyrir því var sú að í húsnæðinu var fjölskylda sem hafði fengið hæli en lengri tíma tók að finna nýtt húsnæði fyrir þá fjölskyldu en til stóð,“ segir Kristín María Gunnarsdóttir hjá Útlendingastofnun. Dennis Arslanovski sem er fjórtán ára gamall er ósáttur við seinaganginn og hefur árangurslaust reynt að vekja athygli á málinu. „Það er ekkert hlustað á okkur. Þrátt fyrir að systur mínar hafi fengi jákvætt svar frá lækni þá heyrum við ekkert frá Útlendingastofnun um skólavist þeirra. Bara ekki neitt, en það er mánuður síðan skólinn hófst.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30 Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37 Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Tólf ekki enn í skóla Útlendingastofnun óskaði ekki eftir þjónustu frá Hafnarfirði vegna hælisleitenda í nýrri móttökustöð í Bæjarhrauni þar til í síðustu viku. Nánar tiltekið 1. október. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30
Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37
Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12
Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00
Tólf ekki enn í skóla Útlendingastofnun óskaði ekki eftir þjónustu frá Hafnarfirði vegna hælisleitenda í nýrri móttökustöð í Bæjarhrauni þar til í síðustu viku. Nánar tiltekið 1. október. 6. október 2015 07:00