Þeir fimm sem keppa sín á milli á laugardagskvöldið eru þeir Ari Þór Gunnarsson hjá Fiskfélaginu, Axel Björn Clausen Matias hjá Fiskmarkaðnum, Denis Grbic hjá Grillinu á Hótel Sögu, Hafsteinn Ólafsson hjá Nasa og Sigurjón Bragi Geirsson hjá Kolabrautinni.

Á föstudagskvöldið fá keppendur klukkustund til að skoða það hráefni sem er í boði í keppninni sjálfri og munu þeir nýta sér það í forrétt, aðalrétt og eftirrétt.
Samhliða úrslitakeppninni verður glæsilegur fjórrétta Kokkalandsliðskvöldverður í boði ásamt veglegri skemmtidagskrá auk þess sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun krýna sigurvegara keppninnar kl. 23:00 sem hlýtur titilinn Kokkur ársins 2016. Þeir sem vilja tryggja sér miða geta sent tölvupóst á netfangið chef@chef.is
Sigurvegari keppninnar heldur svo til Danmerkur í mars þar sem hann mun taka þátt fyrir Íslands hönd í hinni virtu keppni Nordic Chef of the year.