Hver af þessum fimm verður kokkur ársins 2016? Rikka skrifar 10. febrúar 2016 15:00 Denis Grbic, Ari Þór Gunnarsson, Axel Björn Clausen, Hafsteinn Ólafsson, Sigurjón Bragi Geirsson visir/antonBrink Næstkomandi laugardagskvöld fer fram úrslitakeppni í Kokkur ársins 2016 í Hörpu. Í vikunni sem er að líða kepptu tíu keppendur sín á milli um þau fimm sæti sem í boði eru á úrslitakvöldið. Keppendurnir elduðu kjúklingarétt eftir sínu höfði sem átta dómarar dæmdu eftir útliti, bragði og faglegum vinnubrögðum í eldhúsi. Þeir fimm sem keppa sín á milli á laugardagskvöldið eru þeir Ari Þór Gunnarsson hjá Fiskfélaginu, Axel Björn Clausen Matias hjá Fiskmarkaðnum, Denis Grbic hjá Grillinu á Hótel Sögu, Hafsteinn Ólafsson hjá Nasa og Sigurjón Bragi Geirsson hjá Kolabrautinni.Að sögn Hafliða Halldórssonar, eins af aðstandenum keppninnar, var mjótt á muninum hjá fyrrnefndum keppendum og má því búast við harðri keppni í Hörpu. Á föstudagskvöldið fá keppendur klukkustund til að skoða það hráefni sem er í boði í keppninni sjálfri og munu þeir nýta sér það í forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Samhliða úrslitakeppninni verður glæsilegur fjórrétta Kokkalandsliðskvöldverður í boði ásamt veglegri skemmtidagskrá auk þess sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun krýna sigurvegara keppninnar kl. 23:00 sem hlýtur titilinn Kokkur ársins 2016. Þeir sem vilja tryggja sér miða geta sent tölvupóst á netfangið chef@chef.is Sigurvegari keppninnar heldur svo til Danmerkur í mars þar sem hann mun taka þátt fyrir Íslands hönd í hinni virtu keppni Nordic Chef of the year. Matur Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Næstkomandi laugardagskvöld fer fram úrslitakeppni í Kokkur ársins 2016 í Hörpu. Í vikunni sem er að líða kepptu tíu keppendur sín á milli um þau fimm sæti sem í boði eru á úrslitakvöldið. Keppendurnir elduðu kjúklingarétt eftir sínu höfði sem átta dómarar dæmdu eftir útliti, bragði og faglegum vinnubrögðum í eldhúsi. Þeir fimm sem keppa sín á milli á laugardagskvöldið eru þeir Ari Þór Gunnarsson hjá Fiskfélaginu, Axel Björn Clausen Matias hjá Fiskmarkaðnum, Denis Grbic hjá Grillinu á Hótel Sögu, Hafsteinn Ólafsson hjá Nasa og Sigurjón Bragi Geirsson hjá Kolabrautinni.Að sögn Hafliða Halldórssonar, eins af aðstandenum keppninnar, var mjótt á muninum hjá fyrrnefndum keppendum og má því búast við harðri keppni í Hörpu. Á föstudagskvöldið fá keppendur klukkustund til að skoða það hráefni sem er í boði í keppninni sjálfri og munu þeir nýta sér það í forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Samhliða úrslitakeppninni verður glæsilegur fjórrétta Kokkalandsliðskvöldverður í boði ásamt veglegri skemmtidagskrá auk þess sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun krýna sigurvegara keppninnar kl. 23:00 sem hlýtur titilinn Kokkur ársins 2016. Þeir sem vilja tryggja sér miða geta sent tölvupóst á netfangið chef@chef.is Sigurvegari keppninnar heldur svo til Danmerkur í mars þar sem hann mun taka þátt fyrir Íslands hönd í hinni virtu keppni Nordic Chef of the year.
Matur Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira