Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2016 15:15 vísir/ Landlæknisembættið hvetur þungaðar konur til að ferðast ekki til Mið- og Suður-Ameríku þar sem útbreiðsla Zika-veiru hefur verið hvað mest, nema brýna nauðsyn beri. Þá eru karlmenn sem hafa ferðast til þangað hvattir til að nota smokka í fjórar vikur eftir ferðalag. Þetta kemur fram í nýjum leiðbeiningum landlæknis um varnir gegn Zika-veirunni. Veiran hefur herjað á íbúa í Mið- og Suður-Ameríku að undanförnu og hefur neyðarástandi verið lýst yfir á heimsvísu. Algengasta smitleiðin er talin vera með moskítóflugum en einnig hefur veiran fundist í sæði. „Vegna skorts á þekkingu á smiti Zíkaveiru með kynmökum er karlmönnum ráðlagt að gæta ýtrustu varúðar þar til meiri þekking er til staðar. Karlmenn sem stunda kynlíf og hafa ferðast á svæðum i Mið- og Suður-Ameríku er ráðlagt að nota smokka í allt að 4 vikur eftir heimkomu,“ segir í leiðbeiningunum.Sjá einnig:Hvað er Zika? Vísbendingar eru um að veiran valdi alvarlegum fósturskaða og hafði embættið áður varað barnshafandi konur við ferðalögum til svæða þar sem veiran er landlæg. Hafi þeir ferðast til umræddra svæða er þeim ráðlagt að leita læknis eftir heimkomu, óháð því hvort þær hafi veikst eða ekki. Þá er þeim konum sem eru á þessum svæðum ráðlagt að vera með góðar varnir gegn biti moskítóflugna. Talið er að um 80 prósent þeirra sem smitast af Zíkaveiru fái engin einkenni en hjá þeim 20 prósent sem veikjast þá eru algengustu einkennin hiti, útbrot, liðverkir og hvarmabólga. Einkennin vara frá nokkrum dögum upp í viku en leiða sjaldan til sjúkrahúsvistar. Í mjög sjaldgæfum tilvikum er talið að veiran geti valdið heilkenni bráðrar fjöltaugabólgu (Gullain-Barré syndrome). Heilbrigðismál Zíka Tengdar fréttir Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16 Þrjú dauðsföll rakin til Zika-veirunnar Fyrstu dauðsföllin tengd veirunni. 5. febrúar 2016 21:32 Keníumenn hóta því að mæta ekki á ÓL í Ríó Kenía verður mögulega ekki með íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu vegna ótta manna þar á bæ við Zika veiruna. 9. febrúar 2016 09:15 Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00 Fyrsta Zika smitið staðfest í Kína Maðurinn sem smitaðist hafði nýlega ferðast til Suður-Ameríku. 10. febrúar 2016 08:47 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Landlæknisembættið hvetur þungaðar konur til að ferðast ekki til Mið- og Suður-Ameríku þar sem útbreiðsla Zika-veiru hefur verið hvað mest, nema brýna nauðsyn beri. Þá eru karlmenn sem hafa ferðast til þangað hvattir til að nota smokka í fjórar vikur eftir ferðalag. Þetta kemur fram í nýjum leiðbeiningum landlæknis um varnir gegn Zika-veirunni. Veiran hefur herjað á íbúa í Mið- og Suður-Ameríku að undanförnu og hefur neyðarástandi verið lýst yfir á heimsvísu. Algengasta smitleiðin er talin vera með moskítóflugum en einnig hefur veiran fundist í sæði. „Vegna skorts á þekkingu á smiti Zíkaveiru með kynmökum er karlmönnum ráðlagt að gæta ýtrustu varúðar þar til meiri þekking er til staðar. Karlmenn sem stunda kynlíf og hafa ferðast á svæðum i Mið- og Suður-Ameríku er ráðlagt að nota smokka í allt að 4 vikur eftir heimkomu,“ segir í leiðbeiningunum.Sjá einnig:Hvað er Zika? Vísbendingar eru um að veiran valdi alvarlegum fósturskaða og hafði embættið áður varað barnshafandi konur við ferðalögum til svæða þar sem veiran er landlæg. Hafi þeir ferðast til umræddra svæða er þeim ráðlagt að leita læknis eftir heimkomu, óháð því hvort þær hafi veikst eða ekki. Þá er þeim konum sem eru á þessum svæðum ráðlagt að vera með góðar varnir gegn biti moskítóflugna. Talið er að um 80 prósent þeirra sem smitast af Zíkaveiru fái engin einkenni en hjá þeim 20 prósent sem veikjast þá eru algengustu einkennin hiti, útbrot, liðverkir og hvarmabólga. Einkennin vara frá nokkrum dögum upp í viku en leiða sjaldan til sjúkrahúsvistar. Í mjög sjaldgæfum tilvikum er talið að veiran geti valdið heilkenni bráðrar fjöltaugabólgu (Gullain-Barré syndrome).
Heilbrigðismál Zíka Tengdar fréttir Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16 Þrjú dauðsföll rakin til Zika-veirunnar Fyrstu dauðsföllin tengd veirunni. 5. febrúar 2016 21:32 Keníumenn hóta því að mæta ekki á ÓL í Ríó Kenía verður mögulega ekki með íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu vegna ótta manna þar á bæ við Zika veiruna. 9. febrúar 2016 09:15 Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00 Fyrsta Zika smitið staðfest í Kína Maðurinn sem smitaðist hafði nýlega ferðast til Suður-Ameríku. 10. febrúar 2016 08:47 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16
Keníumenn hóta því að mæta ekki á ÓL í Ríó Kenía verður mögulega ekki með íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu vegna ótta manna þar á bæ við Zika veiruna. 9. febrúar 2016 09:15
Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00
Fyrsta Zika smitið staðfest í Kína Maðurinn sem smitaðist hafði nýlega ferðast til Suður-Ameríku. 10. febrúar 2016 08:47