Lögreglan lokar herbergjum á Hótel Adam Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 11. febrúar 2016 13:10 Hótel Adam er á Skólavörðustíg við hliðina á Krambúðinni. Vísir/Anton Brink Níu herbergi hafa verið innsigluð á Hótel Adam við Skólavörðustíg í Reykjavík. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem innsiglaði herbergin í morgun. RÚV greindi fyrst frá. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi skoðað hótelið í gær og í framhaldinu komið ábendingum til lögreglu. Sýslumaður staðfesti svo að að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri tuttugu hafa verið í útleigu. Sigurbjörn segir að erlendir ferðamenn hafi verið inni á þremur herbergjum þegar lögreglu bar að garði. Þeim yrði einnig lokað þegar fólkið væri búið að yfirgefa herbergin. Rekstraraðili þyrfti að fá leyfi fyrir fleiri herbergjum ætlaði hann að leigja þau út á nýjan leik.Aðalinnstungan í herberginu sem blaðamaður gisti í.VísirHerbergi í tveimur byggingum Fjórum herbergjum var lokað í bakhúsi, sem stendur við Lokastíg, en hin herbergin eru í fjögurra hæða húsinu sem stendur við Skólavörðustíg. Merkingar á herbergjunum ná upp í 39 í þeirri byggingu en talning virðist ekki byrja fyrr en í herbergi númer 21, á annarri hæð. Þá mætti Brunaeftirlit Reykjavíkur einnig á svæðið í morgun og tók út hótelið. Gerði eftirlitið athugasemdir við hluti og gaf rekstraraðila frest til þess að gera úrbætur. Hótel Adam er án efa verið eitt umtalaðasta hótelið á Íslandi undanfarna daga. Vöktu til að mynda athygli tilmæli hótelsins til gesta um að neyta ekki vatns úr krana. Þá hafa ummæli hótelsins á ferðamannasíðunni Trip Advisor verið að stórum hluta slæm. Var Facebook-síðu hótelsins lokað á mánudag. Ekki hefur náðst í eigandann, Ragnar Guðmundsson, undanfarna daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Blaðamenn Vísis fóru í heimsókn á Hótel Adam á þriðjudagskvöld og varði annar þeirra einni nótt á hótelinu. Eitt innslaganna má sjá hér að neðan en umfjöllunina í heild sinni má finna hér. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Níu herbergi hafa verið innsigluð á Hótel Adam við Skólavörðustíg í Reykjavík. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem innsiglaði herbergin í morgun. RÚV greindi fyrst frá. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi skoðað hótelið í gær og í framhaldinu komið ábendingum til lögreglu. Sýslumaður staðfesti svo að að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri tuttugu hafa verið í útleigu. Sigurbjörn segir að erlendir ferðamenn hafi verið inni á þremur herbergjum þegar lögreglu bar að garði. Þeim yrði einnig lokað þegar fólkið væri búið að yfirgefa herbergin. Rekstraraðili þyrfti að fá leyfi fyrir fleiri herbergjum ætlaði hann að leigja þau út á nýjan leik.Aðalinnstungan í herberginu sem blaðamaður gisti í.VísirHerbergi í tveimur byggingum Fjórum herbergjum var lokað í bakhúsi, sem stendur við Lokastíg, en hin herbergin eru í fjögurra hæða húsinu sem stendur við Skólavörðustíg. Merkingar á herbergjunum ná upp í 39 í þeirri byggingu en talning virðist ekki byrja fyrr en í herbergi númer 21, á annarri hæð. Þá mætti Brunaeftirlit Reykjavíkur einnig á svæðið í morgun og tók út hótelið. Gerði eftirlitið athugasemdir við hluti og gaf rekstraraðila frest til þess að gera úrbætur. Hótel Adam er án efa verið eitt umtalaðasta hótelið á Íslandi undanfarna daga. Vöktu til að mynda athygli tilmæli hótelsins til gesta um að neyta ekki vatns úr krana. Þá hafa ummæli hótelsins á ferðamannasíðunni Trip Advisor verið að stórum hluta slæm. Var Facebook-síðu hótelsins lokað á mánudag. Ekki hefur náðst í eigandann, Ragnar Guðmundsson, undanfarna daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Blaðamenn Vísis fóru í heimsókn á Hótel Adam á þriðjudagskvöld og varði annar þeirra einni nótt á hótelinu. Eitt innslaganna má sjá hér að neðan en umfjöllunina í heild sinni má finna hér.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
„Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33
Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03
Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08