Eiður Smári genginn í raðir Molde Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 10:15 Eiður Smári er orðinn leikmaður Molde. vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Molde. Norska félagið hefur sent fjölmiðlum þar í landi fréttatilkynningu þess efnis. Hann skrifaði undir eins árs samning við norska félagið, en þetta er í fyrsta sinn sem Eiður Smári spilar á Norðurlöndum utan Íslands. Eiður Smári spilaði síðast með Shijiazhuang Ever Bright í Kína þar sem hann skoraði eitt mark í fjórtán leikjum, en þar áður var hann á mála hjá Bolton í ensku B-deildinni. Molde er 14. atvinnumannaliðið sem Eiður Smári spilar fyrir á glæstum ferli, en bestu dagar hans voru með Chelsea og Barcelona þar sem hann varð Englandsmeistari, Spánarmeistari og vann Meistaradeildina með sænska liðinu. Eiður verður sjöundi Íslendingurinn sem spilar með Molde, en áður hafa þeir Bjarki Gunnlaugsson, Andri Sigþórsson, Ólafur Stígsson, Marel Baldvinsson, Bjarni Þorsteinsson og nú síðast Björn Bergmann Sigurðarson spilað fyrir norska liðið. Molde er eitt besta lið Noregs en það varð fyrst meistari 2011 undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherja Manchester United. Undir stjórn Solskjær varð liðið meistari aftur 2012 og eftir að missa af titlinum 2013 endurheimtaði það hann 2014. Það varð einnig bikarmeistari í fjórða sinn sama ár. Ole Gunnar Solskjær tók aftur við Molde í vetur eftir misheppnaða dvöl í Wales þar sem hann stýrði Cardiff, en þessi fyrrverandi norski landsliðsframherji er uppalinn hjá Molde og er þar dýrkaður og dáður. Norska úrvalsdeildin hefst í mars og ætti Eiður því að vera í góðu leikformi þegar strákarnir okkar halda til Frakklands í júní á Evrópumótið. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Eiður Smári kynntur til leiks hjá Molde á morgun Eiður Smári Guðjohnsen kom til Molde í Noregi í kvöld en hann er við það að ganga í raðir félagsins. 11. febrúar 2016 21:48 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Molde. Norska félagið hefur sent fjölmiðlum þar í landi fréttatilkynningu þess efnis. Hann skrifaði undir eins árs samning við norska félagið, en þetta er í fyrsta sinn sem Eiður Smári spilar á Norðurlöndum utan Íslands. Eiður Smári spilaði síðast með Shijiazhuang Ever Bright í Kína þar sem hann skoraði eitt mark í fjórtán leikjum, en þar áður var hann á mála hjá Bolton í ensku B-deildinni. Molde er 14. atvinnumannaliðið sem Eiður Smári spilar fyrir á glæstum ferli, en bestu dagar hans voru með Chelsea og Barcelona þar sem hann varð Englandsmeistari, Spánarmeistari og vann Meistaradeildina með sænska liðinu. Eiður verður sjöundi Íslendingurinn sem spilar með Molde, en áður hafa þeir Bjarki Gunnlaugsson, Andri Sigþórsson, Ólafur Stígsson, Marel Baldvinsson, Bjarni Þorsteinsson og nú síðast Björn Bergmann Sigurðarson spilað fyrir norska liðið. Molde er eitt besta lið Noregs en það varð fyrst meistari 2011 undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherja Manchester United. Undir stjórn Solskjær varð liðið meistari aftur 2012 og eftir að missa af titlinum 2013 endurheimtaði það hann 2014. Það varð einnig bikarmeistari í fjórða sinn sama ár. Ole Gunnar Solskjær tók aftur við Molde í vetur eftir misheppnaða dvöl í Wales þar sem hann stýrði Cardiff, en þessi fyrrverandi norski landsliðsframherji er uppalinn hjá Molde og er þar dýrkaður og dáður. Norska úrvalsdeildin hefst í mars og ætti Eiður því að vera í góðu leikformi þegar strákarnir okkar halda til Frakklands í júní á Evrópumótið.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Eiður Smári kynntur til leiks hjá Molde á morgun Eiður Smári Guðjohnsen kom til Molde í Noregi í kvöld en hann er við það að ganga í raðir félagsins. 11. febrúar 2016 21:48 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Sjá meira
Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30
Eiður Smári kynntur til leiks hjá Molde á morgun Eiður Smári Guðjohnsen kom til Molde í Noregi í kvöld en hann er við það að ganga í raðir félagsins. 11. febrúar 2016 21:48
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn