Ótrúlega dásamlegt að geta deilt saman ástríðunni fyrir tónlist Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. febrúar 2016 11:00 Hljómsveitin Himbrimi fagnar útgáfu plötu sinnar í kvöld. Á myndina vantar þó Egil Rafnsson trommuleikara sveitarinnar. Vísir/Stefán Platan hefur gengið gífurlega vel og fengið frábærar viðtökur og góða dóma bæði hérlendis og á vefmiðlun erlendis. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ferli og ævintýralegt,“ segir Margrét Rúnarsdóttir, söngkona og annar hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Himbrima. Hún segir að gaman hafi verið að fylgjast með þróun laganna sem finna má á plötunni. „Elstu lögin eru orðin þriggja ára gömul og það er búið að vera gaman að fylgjast með þróun laganna, hvernig þau urðu til heima í stofu, bara ég og píanóið, og enduðu svo fullburða með hljómsveitinni Himbrima á plötunni.“ Himbrimi gaf út samnefnda plötu í desember síðastliðnum og fagnar útgáfu hennar í kvöld með veglegum tónleikum í Tjarnarbíói. „Við ákváðum að bíða með útgáfutónleikana þangað til eftir allt jólastúss og janúarlægðina,“ bætir Margrét við. Með henni í hljómsveitinni er meðal annarra gítarleikarinn Birkir Rafn Gíslason en hann er einnig kærasti Margrétar. „Það er ótrúlega dásamlegt að geta deilt saman ástríðu okkar sem er tónlistin og gaman að upplifa allt þetta ævintýri saman. En þetta getur auðvitað verið smá púsluspil þegar maður er orðinn fjölskylda. En við eigum svo marga góða að, yndislegar ömmur og afa sem passa þegar við erum mikið upptekin. En þetta er bara svo mikill partur af okkur og okkar lífi og fyrir mér eru það líka forréttindi að fá að alast upp í tónlistarumhverfi,“ segir Margrét, spurð út í hvernig það sé að vera með kærastanum í hljómsveit. Þau eiga einmitt von á sínu öðru barni saman. „Það er lítil stúlka ,væntanleg í heiminn 22. apríl, og svo eigum við einn yndislegan 4 ára dreng fyrir,“ segir Margrét alsæl. Hún kemur úr músíkalskri fjölskyldu en systir hennar er tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir og faðir þeirra er gítarleikarinn Rúnar Þórisson sem var meðal annars í hljómsveitinni Grafík. Margrét segir sveitina ætla að fylgja plötunni eftir í framhaldinu. „Við ætlum að halda áfram að spila og fylgja plötunni eftir. Það er ýmislegt spennandi í bígerð ennþá. Við verðum vonandi á einhverjum hátíðum í sumar og svo að halda áfram að semja og vinna í nýju efni, veita sköpunarþránni farveg.“ Á tónleikunum í kvöld verður öllu tjaldað til og verða nokkrir aukahljóðfæraleikarar með sveitinni á sviðinu. „Við ætlum að hafa með okkur frábæra tónlistarmenn. Tvo sellóleikara, þau Þórdísi Gerði Jónsdóttur og Hallgrím Jónas Jensson. Einnig verðum við með tvær bakraddir, systur mína Láru Rúnarsdóttur og Gunnhildi Birgisdóttur.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 í Tjarnarbíói í kvöld. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Platan hefur gengið gífurlega vel og fengið frábærar viðtökur og góða dóma bæði hérlendis og á vefmiðlun erlendis. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ferli og ævintýralegt,“ segir Margrét Rúnarsdóttir, söngkona og annar hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Himbrima. Hún segir að gaman hafi verið að fylgjast með þróun laganna sem finna má á plötunni. „Elstu lögin eru orðin þriggja ára gömul og það er búið að vera gaman að fylgjast með þróun laganna, hvernig þau urðu til heima í stofu, bara ég og píanóið, og enduðu svo fullburða með hljómsveitinni Himbrima á plötunni.“ Himbrimi gaf út samnefnda plötu í desember síðastliðnum og fagnar útgáfu hennar í kvöld með veglegum tónleikum í Tjarnarbíói. „Við ákváðum að bíða með útgáfutónleikana þangað til eftir allt jólastúss og janúarlægðina,“ bætir Margrét við. Með henni í hljómsveitinni er meðal annarra gítarleikarinn Birkir Rafn Gíslason en hann er einnig kærasti Margrétar. „Það er ótrúlega dásamlegt að geta deilt saman ástríðu okkar sem er tónlistin og gaman að upplifa allt þetta ævintýri saman. En þetta getur auðvitað verið smá púsluspil þegar maður er orðinn fjölskylda. En við eigum svo marga góða að, yndislegar ömmur og afa sem passa þegar við erum mikið upptekin. En þetta er bara svo mikill partur af okkur og okkar lífi og fyrir mér eru það líka forréttindi að fá að alast upp í tónlistarumhverfi,“ segir Margrét, spurð út í hvernig það sé að vera með kærastanum í hljómsveit. Þau eiga einmitt von á sínu öðru barni saman. „Það er lítil stúlka ,væntanleg í heiminn 22. apríl, og svo eigum við einn yndislegan 4 ára dreng fyrir,“ segir Margrét alsæl. Hún kemur úr músíkalskri fjölskyldu en systir hennar er tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir og faðir þeirra er gítarleikarinn Rúnar Þórisson sem var meðal annars í hljómsveitinni Grafík. Margrét segir sveitina ætla að fylgja plötunni eftir í framhaldinu. „Við ætlum að halda áfram að spila og fylgja plötunni eftir. Það er ýmislegt spennandi í bígerð ennþá. Við verðum vonandi á einhverjum hátíðum í sumar og svo að halda áfram að semja og vinna í nýju efni, veita sköpunarþránni farveg.“ Á tónleikunum í kvöld verður öllu tjaldað til og verða nokkrir aukahljóðfæraleikarar með sveitinni á sviðinu. „Við ætlum að hafa með okkur frábæra tónlistarmenn. Tvo sellóleikara, þau Þórdísi Gerði Jónsdóttur og Hallgrím Jónas Jensson. Einnig verðum við með tvær bakraddir, systur mína Láru Rúnarsdóttur og Gunnhildi Birgisdóttur.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 í Tjarnarbíói í kvöld.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira