Er Afturelding búin að finna annan Gintaras? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2016 11:30 Pinnonen skoraði níu mörk í góðum sigri Aftureldingar á Fram í gær. vísir/stefán Eistneski leikstjórnandinn Mikk Pinnonen átti stórleik þegar Afturelding vann fimm marka sigur, 29-24, á Fram í N1-höllinni í Mosfellsbæ í gær. Pinnonen, sem er 25 ára, skoraði níu mörk, úr aðeins 12 skotum, og átti auk þess fjölda stoðsendinga á félaga sína í sínum þriðja leik fyrir Aftureldingu en hann kom til liðsins í janúar. „Hann er gífurlega snöggur á fótunum og frábært að hafa hann í svona leik, hann hjálpar svo mikið til. Hann er frábær viðbót við hópinn okkar,“ sagði Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, aðspurður um Pinnonen eftir leikinn í gær. Afturelding hefur verið í vandræðum með leikstjórnandastöðuna í vetur. Örn Ingi Bjarkason, sem var einn besti leikmaður Mosfellinga í fyrra, fór til Hammarby í Svíþjóð í sumar og þá sleit Elvar Ásgeirsson krossband í hné sem heldur honum frá keppni þetta tímabilið. Guðni Már Kristinsson var fenginn til að fylla þeirra skarð en hann hefur sjálfur átt við meiðsli að stríða.Sjá einnig: Eistlendingur með íslenska tengingu í Mosfellsbæinn En nú virðist Afturelding hins vegar hafa fundið leikstjórnandann sem liðið vantaði. Pinnonen, sem var síðast á mála hjá Dormagen í Þýskalandi, var upp og ofan í fyrstu tveimur leikjum sínum með Aftureldingu, sem voru báðir gegn Haukum, en hann sýndi sparihliðarnar gegn Fram í gær.Varnarmenn Fram áttu í mestu vandræðum með Pinnonen í leiknum í gær.vísir/stefánÞetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem Afturelding fær leikstjórnanda frá Eystrasaltsríkjunum sem reynist liðinu vel. Í kringum aldamótin komu tveir litháískir landsliðsmenn í Mosfellsbæinn; Gintas Galkauskas og Gintaras Savukynas. Sá síðarnefndi var leikstjórnandi og var lykilmaður á gullaldartímabili í sögu Aftureldingar. Gintaras lék þrjú tímabil með Aftureldingu, frá 1998 til 2001. Fyrsta tímabilið varð liðið þrefaldur meistari; deildar-, bikar- og Íslandsmeistari og átti Litháinn stóran þátt í þeim frábæra árangri sem liðið náði. Afturelding varð aftur deildarmeistari árið á eftir en féll úr leik fyrir Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar og tókst ekki að verja bikarmeistaratitilinn. Síðasta tímabil Gintaras á Íslandi endaði Afturelding í 4. sæti í deildinni og féll aftur úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Gintaras yfirgaf Aftureldingu eftir tímabilið 2000-01 en hann átti síðar eftir að þjálfa lið ÍBV hér á landi, á árunum 2005-07. Pinnonen er auðvitað langt frá því að vera kominn á sama stall og Gintaras er á Mosfellsbænum en það verður spennandi að sjá hvað hann gerir með liði Aftureldingar á næstu mánuðum. Byrjunin lofar allavega góðu. Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Eistneski leikstjórnandinn Mikk Pinnonen átti stórleik þegar Afturelding vann fimm marka sigur, 29-24, á Fram í N1-höllinni í Mosfellsbæ í gær. Pinnonen, sem er 25 ára, skoraði níu mörk, úr aðeins 12 skotum, og átti auk þess fjölda stoðsendinga á félaga sína í sínum þriðja leik fyrir Aftureldingu en hann kom til liðsins í janúar. „Hann er gífurlega snöggur á fótunum og frábært að hafa hann í svona leik, hann hjálpar svo mikið til. Hann er frábær viðbót við hópinn okkar,“ sagði Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, aðspurður um Pinnonen eftir leikinn í gær. Afturelding hefur verið í vandræðum með leikstjórnandastöðuna í vetur. Örn Ingi Bjarkason, sem var einn besti leikmaður Mosfellinga í fyrra, fór til Hammarby í Svíþjóð í sumar og þá sleit Elvar Ásgeirsson krossband í hné sem heldur honum frá keppni þetta tímabilið. Guðni Már Kristinsson var fenginn til að fylla þeirra skarð en hann hefur sjálfur átt við meiðsli að stríða.Sjá einnig: Eistlendingur með íslenska tengingu í Mosfellsbæinn En nú virðist Afturelding hins vegar hafa fundið leikstjórnandann sem liðið vantaði. Pinnonen, sem var síðast á mála hjá Dormagen í Þýskalandi, var upp og ofan í fyrstu tveimur leikjum sínum með Aftureldingu, sem voru báðir gegn Haukum, en hann sýndi sparihliðarnar gegn Fram í gær.Varnarmenn Fram áttu í mestu vandræðum með Pinnonen í leiknum í gær.vísir/stefánÞetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem Afturelding fær leikstjórnanda frá Eystrasaltsríkjunum sem reynist liðinu vel. Í kringum aldamótin komu tveir litháískir landsliðsmenn í Mosfellsbæinn; Gintas Galkauskas og Gintaras Savukynas. Sá síðarnefndi var leikstjórnandi og var lykilmaður á gullaldartímabili í sögu Aftureldingar. Gintaras lék þrjú tímabil með Aftureldingu, frá 1998 til 2001. Fyrsta tímabilið varð liðið þrefaldur meistari; deildar-, bikar- og Íslandsmeistari og átti Litháinn stóran þátt í þeim frábæra árangri sem liðið náði. Afturelding varð aftur deildarmeistari árið á eftir en féll úr leik fyrir Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar og tókst ekki að verja bikarmeistaratitilinn. Síðasta tímabil Gintaras á Íslandi endaði Afturelding í 4. sæti í deildinni og féll aftur úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Gintaras yfirgaf Aftureldingu eftir tímabilið 2000-01 en hann átti síðar eftir að þjálfa lið ÍBV hér á landi, á árunum 2005-07. Pinnonen er auðvitað langt frá því að vera kominn á sama stall og Gintaras er á Mosfellsbænum en það verður spennandi að sjá hvað hann gerir með liði Aftureldingar á næstu mánuðum. Byrjunin lofar allavega góðu.
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira