Körfubolti

Lestu bikarblað Grindvíkinga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Petrúnella Skúladóttir skoraði 17 stig og tók 10 fráköst í bikarúrslitaleiknum í fyrra.
Petrúnella Skúladóttir skoraði 17 stig og tók 10 fráköst í bikarúrslitaleiknum í fyrra. vísir/þórdís
Grindavík og Snæfell mætast í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta á morgun.

Grindvíkingar eiga titil að verja en liðið varð bikarmeistari í annað sinn í sögu félagsins eftir sjö stiga sigur, 68-61, á Keflavík í fyrra.

Þetta er í sjötta sinn sem Grindavík kemst í úrslit bikarkeppninnar en liðið hefur unnið tvo úrslitaleiki og tapað þremur. Mótherjarnir, Snæfell, hafa hins vegar tapað báðum bikarúrslitaleikjunum sem liðið hefur komist í.

Í tilefni af bikarúrslitaleiknum hefur Grindavík gefið út sérstakt bikarblað. Þar má m.a. finna viðtöl við þjálfara Grindavíkur, Daníel Guðmundsson, og pistil frá bæjarstjóranum í Grindavík, Róberti Ragnarssyni.

Bikarblað Grindavíkur má lesa með því að smella hér.

Bikarúrslitaleikur Grindavíkur og Snæfells hefst klukkan 14:00 á morgun. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×