Mikilvægt að hitta á rétta stund þegar kemur að tilkynningu um forsetaframboð Ásgeir Erlendsson skrifar 13. febrúar 2016 20:09 Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, velti vel fyrir sér hvaða bollur best væri að kaupa. Vísir/Anton Það er mjög mikilvægt að hitta á hina réttu stund þegar kemur tilkynningu um framboð til forseta. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson dósent í sagnfræði. Hann segir að líkleg forsetaefni eigi enn eftir að koma fram. Í dag eru 133 dagar þar til sjötti forseti Lýðveldisins verður kjörinn. Þegar hafa nokkrir tilkynnt um framboð en miðað við hvernig málum var háttað fyrir tuttugu árum þegar Ólafur Ragnar var kjörinn forseti er líklegt að þeir sem verða efstir í kjörinu í ár hafi enn ekki boðið sig fram. Árið 1996 bauð Guðrún Pétursdóttir sig fram þann 3. febrúar, Guðrún Agnarsdóttir 24. mars, Ólafur Ragnar þann 28. mars og Pétur Kr. Hafstein tilkynni um framboð 16. apríl. Guðrún Pétursdóttir dró framboðið til baka skömmu fyrir kosningar en hún leiddi í skoðanakönnunum allt þar til Ólafur Ragnar tilkynnti um sitt framboð. „Menn mega ekki fara of fljótt af stað. Menn mega ekki láta líta svo út að þá langi of mikið að gegna þessu embætti, en um leið gætu misst af lestinni ef þeir bíða of lengi. Það er gullvægt að hitta á þá hárréttu stund. Það er engin hætta á ferðum. Forsetaefnin munu birtast.“Guðni Th Jóhannesson segir að tímasetning framboða geti haft mikið að segja. Hann segir jafnframt að eftirmaður Ólafs Ragnars verði að hafa ákveðna eiginleika sem Ólafur Ragnar hefur. „Hver veit nema við þurfum forseta sem býr yfir stjórnvisku Sveins, sjarma Ásgeirs, hlutlægni Kristjáns, hlýju Vigdísar og svo kapp Ólafs Ragnars Grímssonar.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira
Það er mjög mikilvægt að hitta á hina réttu stund þegar kemur tilkynningu um framboð til forseta. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson dósent í sagnfræði. Hann segir að líkleg forsetaefni eigi enn eftir að koma fram. Í dag eru 133 dagar þar til sjötti forseti Lýðveldisins verður kjörinn. Þegar hafa nokkrir tilkynnt um framboð en miðað við hvernig málum var háttað fyrir tuttugu árum þegar Ólafur Ragnar var kjörinn forseti er líklegt að þeir sem verða efstir í kjörinu í ár hafi enn ekki boðið sig fram. Árið 1996 bauð Guðrún Pétursdóttir sig fram þann 3. febrúar, Guðrún Agnarsdóttir 24. mars, Ólafur Ragnar þann 28. mars og Pétur Kr. Hafstein tilkynni um framboð 16. apríl. Guðrún Pétursdóttir dró framboðið til baka skömmu fyrir kosningar en hún leiddi í skoðanakönnunum allt þar til Ólafur Ragnar tilkynnti um sitt framboð. „Menn mega ekki fara of fljótt af stað. Menn mega ekki láta líta svo út að þá langi of mikið að gegna þessu embætti, en um leið gætu misst af lestinni ef þeir bíða of lengi. Það er gullvægt að hitta á þá hárréttu stund. Það er engin hætta á ferðum. Forsetaefnin munu birtast.“Guðni Th Jóhannesson segir að tímasetning framboða geti haft mikið að segja. Hann segir jafnframt að eftirmaður Ólafs Ragnars verði að hafa ákveðna eiginleika sem Ólafur Ragnar hefur. „Hver veit nema við þurfum forseta sem býr yfir stjórnvisku Sveins, sjarma Ásgeirs, hlutlægni Kristjáns, hlýju Vigdísar og svo kapp Ólafs Ragnars Grímssonar.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira