Útlendingastofnun frestaði flutningi af sanngirnisástæðum Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2016 14:01 Idafe ásamt kærustu sinni, Aldísi Báru Pálsdóttur. MYND/HELGI J. HAUKSSON Flutningi á þremur hælisleitendum sem til stóð að flytja til Ítalíu nú í morgun var frestað af sanngirnisástæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun þar sem segir að stofnunin hafi farið þess á leit við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í gærkvöld að ekki yrði af flutningi mannanna til Ítalíu. Hafi ekki orðið af því að þeir færu til Ítalíu. Idafe Onafe Oghene, Martin Omulu og Christian Boadi fengu í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. Þeim var sagt á þriðjudag að þeir þyrftu að fara til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en mennirnir þrír eru hælisleitendur, tveir þeirra nígerískir en sá þriðji ganverskur. Í tilkynningu Útlendingastofnunar segir að bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi hælisleitenda skv. 12. gr. g útlendingalaga sé bundið við það að meðferð hælismáls standi yfir og fellur það niður þegar úrskurður í máli er framkvæmdur með flutningi. „Þegar óskað var framkvæmdar flutninganna lágu fyrir úrskurðir innanríkisráðuneytisins þess efnis að mennina þrjá skyldi flytja til Ítalíu. Með dómum Hæstaréttar í október á liðnu ári varð endanlega ljóst að úrskurðirnir héldu gildi sínu. Þá þegar voru skilyrði fyrir hendi til að óska endurupptöku fyrir kærunefnd útlendingamála. Var sammerkt með öllum málunum að endurupptökubeiðnir voru ekki sendar kærunefnd útlendingamála, því stjórnvaldi sem heimilt er að lögum að taka slíka beiðni til meðferðar, fyrr en farið hafði verið fram á framkvæmd úrskurðanna. Legið hefur fyrir síðan dómar Hæstaréttar féllu að væntanlegt væri að úrskurðirnir kæmu til framkvæmdar með flutningi til Ítalíu. Að mati Útlendingastofnunar var ótækt að láta þær tafir, sem urðu á að koma málunum í réttan farveg eins og áður er lýst, bitna á hælisleitendunum þremur sem um ræðir. Varð þeim sjálfum á engan hátt kennt um að ekki hafði verið óskað endurupptöku með fullnægjandi hætti en auk þess hefur, sem kunnugt er, mikið vatn runnið til sjávar í málaflokknum síðan úrskurðirnir voru kveðnir upp, almennt og hvað varðar aðstæður hælisleitenda á Ítalíu. Með tilliti til þessa var það mat Útlendingastofnunar að sanngirnissjónarmið, mikilvægi þeirra hagsmuna sem í húfi eru í hælismálum og almenn sjónarmið um meðalhóf og vandaða stjórnsýslu leiddu til þess að rétt væri að fresta flutningum þar til kærunefnd útlendingamála hefði fengið færi á að taka afstöðu til endurupptöku málanna. Því varð það niðurstaðan, þegar staðfesting hafði borist Útlendingastofnun um að endurupptökubeiðni hefði verið lögð fram eða að slík beiðni yrði borin fram án tafar í málunum, að stofnunin afturkallaði beiðni um framkvæmd flutninga. Ástæða þykir til að taka fram að Útlendingastofnun leysti úr málunum þremur á tveimur til fjórum mánuðum. Hæstiréttur féllst á upphaflega niðurstöðu Útlendingastofnunar í öllum málunum,“ segir í tilkynningunni. Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52 Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15 Glaður yfir að fara ekki Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene fékk í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. 18. febrúar 2016 07:00 „Þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir“ Samstöðufundur hefur verið boðaður vegna brottvísunar þriggja flóttamanna. 18. febrúar 2016 11:51 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Flutningi á þremur hælisleitendum sem til stóð að flytja til Ítalíu nú í morgun var frestað af sanngirnisástæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun þar sem segir að stofnunin hafi farið þess á leit við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í gærkvöld að ekki yrði af flutningi mannanna til Ítalíu. Hafi ekki orðið af því að þeir færu til Ítalíu. Idafe Onafe Oghene, Martin Omulu og Christian Boadi fengu í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. Þeim var sagt á þriðjudag að þeir þyrftu að fara til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en mennirnir þrír eru hælisleitendur, tveir þeirra nígerískir en sá þriðji ganverskur. Í tilkynningu Útlendingastofnunar segir að bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi hælisleitenda skv. 12. gr. g útlendingalaga sé bundið við það að meðferð hælismáls standi yfir og fellur það niður þegar úrskurður í máli er framkvæmdur með flutningi. „Þegar óskað var framkvæmdar flutninganna lágu fyrir úrskurðir innanríkisráðuneytisins þess efnis að mennina þrjá skyldi flytja til Ítalíu. Með dómum Hæstaréttar í október á liðnu ári varð endanlega ljóst að úrskurðirnir héldu gildi sínu. Þá þegar voru skilyrði fyrir hendi til að óska endurupptöku fyrir kærunefnd útlendingamála. Var sammerkt með öllum málunum að endurupptökubeiðnir voru ekki sendar kærunefnd útlendingamála, því stjórnvaldi sem heimilt er að lögum að taka slíka beiðni til meðferðar, fyrr en farið hafði verið fram á framkvæmd úrskurðanna. Legið hefur fyrir síðan dómar Hæstaréttar féllu að væntanlegt væri að úrskurðirnir kæmu til framkvæmdar með flutningi til Ítalíu. Að mati Útlendingastofnunar var ótækt að láta þær tafir, sem urðu á að koma málunum í réttan farveg eins og áður er lýst, bitna á hælisleitendunum þremur sem um ræðir. Varð þeim sjálfum á engan hátt kennt um að ekki hafði verið óskað endurupptöku með fullnægjandi hætti en auk þess hefur, sem kunnugt er, mikið vatn runnið til sjávar í málaflokknum síðan úrskurðirnir voru kveðnir upp, almennt og hvað varðar aðstæður hælisleitenda á Ítalíu. Með tilliti til þessa var það mat Útlendingastofnunar að sanngirnissjónarmið, mikilvægi þeirra hagsmuna sem í húfi eru í hælismálum og almenn sjónarmið um meðalhóf og vandaða stjórnsýslu leiddu til þess að rétt væri að fresta flutningum þar til kærunefnd útlendingamála hefði fengið færi á að taka afstöðu til endurupptöku málanna. Því varð það niðurstaðan, þegar staðfesting hafði borist Útlendingastofnun um að endurupptökubeiðni hefði verið lögð fram eða að slík beiðni yrði borin fram án tafar í málunum, að stofnunin afturkallaði beiðni um framkvæmd flutninga. Ástæða þykir til að taka fram að Útlendingastofnun leysti úr málunum þremur á tveimur til fjórum mánuðum. Hæstiréttur féllst á upphaflega niðurstöðu Útlendingastofnunar í öllum málunum,“ segir í tilkynningunni.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52 Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15 Glaður yfir að fara ekki Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene fékk í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. 18. febrúar 2016 07:00 „Þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir“ Samstöðufundur hefur verið boðaður vegna brottvísunar þriggja flóttamanna. 18. febrúar 2016 11:51 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52
Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15
Glaður yfir að fara ekki Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene fékk í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. 18. febrúar 2016 07:00
„Þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir“ Samstöðufundur hefur verið boðaður vegna brottvísunar þriggja flóttamanna. 18. febrúar 2016 11:51
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent