Nauðsynlegt að lögfesta heilbrigðisþjónustu utan sjúkrastofnana Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2016 19:52 Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að setja lög um heilbrigðisþjónustu við sjúklinga utan heilbrigðisstofnana. Ekki sé sjálfgefið að einkaaðilar geti ekki veitt hagkvæma og góða þjónustu á sjúkrahótelum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur sjúkrahótelsins í Ármúla og deilur Landsspítalans og Sjúkratrygginga Íslands um reksturinn. Starfshópur á vegum ráðherra er nú að skoða þessi mál og skilar tillögum til hans innan skamms. Hann var m.a. spurður hvort ekki væri tækifæri til að byrja upp á nýtt varðandi rekstur sjúkrahótels nú þegar samningur um rekstur þess í Ármúla væri að renna út. Heilbrigðisráðherra segir í raun um tvenns konar þjónustu að ræða. Annars vegar hótelþjónustu við fólk af landsbyggðinni t.d. sem væri að bíða eftir aðgerðum eða jafna sig eftir aðgerðir en væri að öðru leyti hresst. „En sérhæfingin og sérþekkingin sem verður eðlilega til hér á háskólasjúkrahúsinu kallar líka á að við getum þjónað þetta fólk utan af landi eða jafnvel utan út bæ hér á höfuðborgarsvæðinu. Til að vera í nágrenni við spítalann án þess endilega að liggja þar inni sem sjúklingur,“ segir Kristján Þór. Reynslan af samningnum við fyrirtækið í Ármúla hefði sýnt að kostnaður ríkisins hefði lækkað um ríflega 6 prósent frá því sem áður var á sjúkrahótelum. Hins vegar væri vaxandi eftirspurn eftir þjónustu við fólk sem þyrfti á umönnun að halda utan sjúkrastofnana. Eftirspurnin eftir þeirri þjónustu hefði aukist á undanförnum árum en um hana giltu aðeins reglugerðir en ekki lög. „Við þurfum að skilgreina á grundvelli vinnu þessa starfshóps hlutverk heilbrigðiskerfisins í þjónustu við sjúklinga sem ekki eru innritaðir á spítala,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að setja lög um heilbrigðisþjónustu við sjúklinga utan heilbrigðisstofnana. Ekki sé sjálfgefið að einkaaðilar geti ekki veitt hagkvæma og góða þjónustu á sjúkrahótelum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur sjúkrahótelsins í Ármúla og deilur Landsspítalans og Sjúkratrygginga Íslands um reksturinn. Starfshópur á vegum ráðherra er nú að skoða þessi mál og skilar tillögum til hans innan skamms. Hann var m.a. spurður hvort ekki væri tækifæri til að byrja upp á nýtt varðandi rekstur sjúkrahótels nú þegar samningur um rekstur þess í Ármúla væri að renna út. Heilbrigðisráðherra segir í raun um tvenns konar þjónustu að ræða. Annars vegar hótelþjónustu við fólk af landsbyggðinni t.d. sem væri að bíða eftir aðgerðum eða jafna sig eftir aðgerðir en væri að öðru leyti hresst. „En sérhæfingin og sérþekkingin sem verður eðlilega til hér á háskólasjúkrahúsinu kallar líka á að við getum þjónað þetta fólk utan af landi eða jafnvel utan út bæ hér á höfuðborgarsvæðinu. Til að vera í nágrenni við spítalann án þess endilega að liggja þar inni sem sjúklingur,“ segir Kristján Þór. Reynslan af samningnum við fyrirtækið í Ármúla hefði sýnt að kostnaður ríkisins hefði lækkað um ríflega 6 prósent frá því sem áður var á sjúkrahótelum. Hins vegar væri vaxandi eftirspurn eftir þjónustu við fólk sem þyrfti á umönnun að halda utan sjúkrastofnana. Eftirspurnin eftir þeirri þjónustu hefði aukist á undanförnum árum en um hana giltu aðeins reglugerðir en ekki lög. „Við þurfum að skilgreina á grundvelli vinnu þessa starfshóps hlutverk heilbrigðiskerfisins í þjónustu við sjúklinga sem ekki eru innritaðir á spítala,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira