Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grótta 21-23 | Sunna dró vagninn undir lokin Ingvi Þór Sæmundsson í Valshöllinni skrifar 19. febrúar 2016 21:45 Sunna María Einarsdóttir var góð í kvöld. vísir/anton brink Grótta bar sigurorð af Val, 21-23, í fyrsta leik 20. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta. Þetta var fimmti sigur Gróttu í röð en liðið er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Valur er enn í 4. sætinu með 30 stig, fimm stigum á eftir Gróttu.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Leikurinn var afar sveiflukenndur. Grótta var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en leiddi "bara" með fimm mörkum, 8-13, að honum loknum. Valskonur löguðu leik sinn mikið í seinni hálfleik, söxuðu jafnt og þétt á forskot Seltirninga og náðu forystunni þegar sex mínútur voru eftir, 20-19. En Grótta reyndist sterkari á lokakaflanum, skoraði fjögur mörk í röð og landaði mikilvægum sigri. Lokatölur 21-23, Gróttu í vil. Sunna María Einarsdóttir átti frábæran leik í liði Gróttu og skoraði sjö mörk. Hún skoraði m.a. fimm mörk í röð í seinni hálfleik, á kafla þegar aðrir sóknarmenn gestanna voru kaldir. Laufey Ásta Guðmundsdóttir kom næst með sex mörk og þá varði Íris Björk Símonardóttir 17 skot í markinu (45%). Kristín Guðmundsdóttir var markahæst í liði Vals með átta mörk en fimm þeirra komu af vítalínunni. Kristín hefur oft spilað betur en í kvöld en hún var aðeins með þrjú mörk utan af velli í 14 skotum. Morgan Marie Þorkelsdóttir var besti leikmaður Vals í kvöld en hún skoraði sjö mörk og fiskaði auk þess þrjú vítaköst. Berglind Íris Hansdóttir varði 17 skot (43%). Fyrri hálfleikurinn var eign Gróttu en Íslands- og bikarmeistararnir voru klaufar að leiða ekki með meira en fimm mörkum í hálfleik, 8-13. Sóknarleikur Vals fyrstu 25 mínútur leiksins var átakanlega lélegur. Ef heimakonur voru ekki búnar að tapa boltanum enduðu sóknirnir á þvinguðu og slöku skoti sem Íris Björk varði. Hún tók alls 11 skot í fyrri hálfleik, eða 58% þeirra skota sem hún fékk á sig. Auk þess enduðu ófá skot Valskvenna í hávörninni hjá Gróttu. Það tók Val átta mínútur að skora sitt fyrsta mark í leiknum en á meðan skoraði Grótta fjögur. Grótta náði mest sjö marka forskoti, 4-11, en munurinn hefði hæglega getað verið svo miklu meiri. Sóknarleikur Gróttu var ekkert sérstakur og liðið fór illa með nokkur upplögð færi. Valskonur tóku sig aðeins saman í andlitinu undir lok fyrri hálfleiks og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 8-13, Gróttu í vil. Morgan Marie var sú eina sem var með lífsmarki í sókn Vals en hún skoraði helming marka liðsins í fyrri hálfleik. Hinum megin var Laufey Ásta markahæst með fimm mörk. Grótta var með ágætis tök á leiknum í byrjun seinni hálfleiks en svo fór að halla undan fæti. Valskonur þéttu vörnina og Berglind fann sig betur í markinu. Í stöðunni 9-15 komu fjögur mörk í röð frá Val og munurinn skyndilega orðinn tvö mörk, 13-15. Grótta skoraði þrjú af næstu fimm mörkum og leiddi með þremur mörkum, 15-18, þegar 14 mínútur voru til leiksloka. Þá kom frábær kafli hjá Valskonum sem skoruðu fjögur mörk í röð og náðu forystunni, 19-18. Sóknarleikur Gróttu var afar stirður á þessum kafla en mörkin frá Sunnu reyndust dýrmæt. Hún skoraði þrjú mörk á jafnmörgum mínútum og kom gestunum yfir, 20-21. Vörn Seltirninga var svo sterk á lokametrunum og svo fór að Grótta landaði sigrinum, 21-23.Íris Ásta Pétursdóttir fer í gegn í kvöld.vísir/anton brinkKristín: Var einhvern veginn allt með okkur undir lokin Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, var skiljanlega ósátt við tapið fyrir Gróttu í Valshöllinni í kvöld. Valur var í djúpri holu eftir fyrri hálfleikinn, fimm mörkum undir, en náði að koma til baka og ná forystunni þegar skammt var til leiksloka. Gróttu seig hins vegar fram úr á lokamínútunum og tryggði sér sigurinn. "Maður getur alltaf sagt að byrjunin hafi orðið okkur að falli. Ef það hefði verið jafnt allan tímann hefðum við kannski unnið, ég veit það ekki. Það skiptir eiginlega engu máli," sagði Kristín. "Við vorum komnar í gírinn og það var einhvern veginn allt með okkur í lokin. Það hefði verið rosalega þægilegt að taka bæði stigin." Valur komst sem áður sagði yfir undir lokin en fjögur mörk frá Gróttu í röð gerðu út um vonir heimakvenna á sigri. Kristín vill ekki kenna þreytu um ófarir Vals á lokamínútunum. "Langt því frá, við áttum alveg nóg inni. Þetta hafði ekkert með þreytu að gera, þetta var bara stöngin inn, stöngin út. Ég þarf aðeins að skoða síðustu fimm mínúturnar og sjá hvað gerðist þá," sagði Kristín. Sóknarleikur Vals var skelfilegur framan af leik en liðið skoraði aðeins fjögur mörk á fyrstu 25 mínútum leiksins. Sóknin lagaðist mikið undir lok fyrri hálfleiks og í þeim seinni, en hvað breyttist til batnaðar að mati Kristínar? "Við þorðum að taka af skarið. Við vorum alltaf fjórum metrum fyrir utan punktalínu að sækja á og það gengur ekki neitt. Við þorðum ekki að skjóta yfir þær og fara maður á mann. En um leið og það kemur, þá erum við ansi gott sóknarlið," sagði Kristín að lokum.Lovísa Thompson skýtur á markið.vísir/anton brinkKári: Sunna tók af skarið þegar við þurftum á því að halda Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var ánægður með stigin tvö sem hans stúlkur náðu í gegn Val í kvöld. Grótta leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 8-13, en liðið missti tökin í seinni hálfleiknum þar sem Valur át upp muninn og komst í tvígang yfir undir lokin. "Þetta var full spennandi. Við gerðum okkur lífið leitt undir lok fyrri hálfleiks þar sem við misstum muninn úr sjö mörkum í fimm og hefðum að ósekju mátt vera með meira forskot í hálfleik," sagði Kári eftir leik. "Svo eigum við undir högg að sækja allan seinni hálfleikinn og náðum með miklum karakter að klára þetta. Ég er ánægður með stelpurnar, þær sýndu mikinn styrk á lokakaflanum." Sunna María Einarsdóttir átti stórleik fyrir Gróttu og skoraði sjö mörk, þar af fimm mörk á kafla í seinni hálfleik þegar fátt gekk upp í sóknarleik Seltirninga. Kári var að vonum sáttur með hennar framlag. "Hún steig upp þegar við þurftum verulega á því að halda. Það var ekki mikið um lausnir hjá okkur í sókninni, þannig að við þurftum mikið á því að halda að einhver tæki af skarið og Sunna gerði það mjög vel," sagði þjálfarinn sem er ánægður með stöðu Gróttu í deildinni, enda ekki annað hægt þar sem liðið er með þriggja stiga forskot á toppnum. "Ég get ekki annað en verið sáttur með að vera í toppsætinu en þetta er svakaleg barátta og tap í dag hefði þýtt að það væri bara stig á milli okkar og Vals. Þetta var mjög mikilvægur leikur og við litum á þannig á hann." Grótta er einnig komin í undanúrslit bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Haukum. "Það er mikil spenna hjá okkur að takast á við það verkefni," sagði Kári að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Grótta bar sigurorð af Val, 21-23, í fyrsta leik 20. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta. Þetta var fimmti sigur Gróttu í röð en liðið er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Valur er enn í 4. sætinu með 30 stig, fimm stigum á eftir Gróttu.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Leikurinn var afar sveiflukenndur. Grótta var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en leiddi "bara" með fimm mörkum, 8-13, að honum loknum. Valskonur löguðu leik sinn mikið í seinni hálfleik, söxuðu jafnt og þétt á forskot Seltirninga og náðu forystunni þegar sex mínútur voru eftir, 20-19. En Grótta reyndist sterkari á lokakaflanum, skoraði fjögur mörk í röð og landaði mikilvægum sigri. Lokatölur 21-23, Gróttu í vil. Sunna María Einarsdóttir átti frábæran leik í liði Gróttu og skoraði sjö mörk. Hún skoraði m.a. fimm mörk í röð í seinni hálfleik, á kafla þegar aðrir sóknarmenn gestanna voru kaldir. Laufey Ásta Guðmundsdóttir kom næst með sex mörk og þá varði Íris Björk Símonardóttir 17 skot í markinu (45%). Kristín Guðmundsdóttir var markahæst í liði Vals með átta mörk en fimm þeirra komu af vítalínunni. Kristín hefur oft spilað betur en í kvöld en hún var aðeins með þrjú mörk utan af velli í 14 skotum. Morgan Marie Þorkelsdóttir var besti leikmaður Vals í kvöld en hún skoraði sjö mörk og fiskaði auk þess þrjú vítaköst. Berglind Íris Hansdóttir varði 17 skot (43%). Fyrri hálfleikurinn var eign Gróttu en Íslands- og bikarmeistararnir voru klaufar að leiða ekki með meira en fimm mörkum í hálfleik, 8-13. Sóknarleikur Vals fyrstu 25 mínútur leiksins var átakanlega lélegur. Ef heimakonur voru ekki búnar að tapa boltanum enduðu sóknirnir á þvinguðu og slöku skoti sem Íris Björk varði. Hún tók alls 11 skot í fyrri hálfleik, eða 58% þeirra skota sem hún fékk á sig. Auk þess enduðu ófá skot Valskvenna í hávörninni hjá Gróttu. Það tók Val átta mínútur að skora sitt fyrsta mark í leiknum en á meðan skoraði Grótta fjögur. Grótta náði mest sjö marka forskoti, 4-11, en munurinn hefði hæglega getað verið svo miklu meiri. Sóknarleikur Gróttu var ekkert sérstakur og liðið fór illa með nokkur upplögð færi. Valskonur tóku sig aðeins saman í andlitinu undir lok fyrri hálfleiks og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 8-13, Gróttu í vil. Morgan Marie var sú eina sem var með lífsmarki í sókn Vals en hún skoraði helming marka liðsins í fyrri hálfleik. Hinum megin var Laufey Ásta markahæst með fimm mörk. Grótta var með ágætis tök á leiknum í byrjun seinni hálfleiks en svo fór að halla undan fæti. Valskonur þéttu vörnina og Berglind fann sig betur í markinu. Í stöðunni 9-15 komu fjögur mörk í röð frá Val og munurinn skyndilega orðinn tvö mörk, 13-15. Grótta skoraði þrjú af næstu fimm mörkum og leiddi með þremur mörkum, 15-18, þegar 14 mínútur voru til leiksloka. Þá kom frábær kafli hjá Valskonum sem skoruðu fjögur mörk í röð og náðu forystunni, 19-18. Sóknarleikur Gróttu var afar stirður á þessum kafla en mörkin frá Sunnu reyndust dýrmæt. Hún skoraði þrjú mörk á jafnmörgum mínútum og kom gestunum yfir, 20-21. Vörn Seltirninga var svo sterk á lokametrunum og svo fór að Grótta landaði sigrinum, 21-23.Íris Ásta Pétursdóttir fer í gegn í kvöld.vísir/anton brinkKristín: Var einhvern veginn allt með okkur undir lokin Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, var skiljanlega ósátt við tapið fyrir Gróttu í Valshöllinni í kvöld. Valur var í djúpri holu eftir fyrri hálfleikinn, fimm mörkum undir, en náði að koma til baka og ná forystunni þegar skammt var til leiksloka. Gróttu seig hins vegar fram úr á lokamínútunum og tryggði sér sigurinn. "Maður getur alltaf sagt að byrjunin hafi orðið okkur að falli. Ef það hefði verið jafnt allan tímann hefðum við kannski unnið, ég veit það ekki. Það skiptir eiginlega engu máli," sagði Kristín. "Við vorum komnar í gírinn og það var einhvern veginn allt með okkur í lokin. Það hefði verið rosalega þægilegt að taka bæði stigin." Valur komst sem áður sagði yfir undir lokin en fjögur mörk frá Gróttu í röð gerðu út um vonir heimakvenna á sigri. Kristín vill ekki kenna þreytu um ófarir Vals á lokamínútunum. "Langt því frá, við áttum alveg nóg inni. Þetta hafði ekkert með þreytu að gera, þetta var bara stöngin inn, stöngin út. Ég þarf aðeins að skoða síðustu fimm mínúturnar og sjá hvað gerðist þá," sagði Kristín. Sóknarleikur Vals var skelfilegur framan af leik en liðið skoraði aðeins fjögur mörk á fyrstu 25 mínútum leiksins. Sóknin lagaðist mikið undir lok fyrri hálfleiks og í þeim seinni, en hvað breyttist til batnaðar að mati Kristínar? "Við þorðum að taka af skarið. Við vorum alltaf fjórum metrum fyrir utan punktalínu að sækja á og það gengur ekki neitt. Við þorðum ekki að skjóta yfir þær og fara maður á mann. En um leið og það kemur, þá erum við ansi gott sóknarlið," sagði Kristín að lokum.Lovísa Thompson skýtur á markið.vísir/anton brinkKári: Sunna tók af skarið þegar við þurftum á því að halda Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var ánægður með stigin tvö sem hans stúlkur náðu í gegn Val í kvöld. Grótta leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 8-13, en liðið missti tökin í seinni hálfleiknum þar sem Valur át upp muninn og komst í tvígang yfir undir lokin. "Þetta var full spennandi. Við gerðum okkur lífið leitt undir lok fyrri hálfleiks þar sem við misstum muninn úr sjö mörkum í fimm og hefðum að ósekju mátt vera með meira forskot í hálfleik," sagði Kári eftir leik. "Svo eigum við undir högg að sækja allan seinni hálfleikinn og náðum með miklum karakter að klára þetta. Ég er ánægður með stelpurnar, þær sýndu mikinn styrk á lokakaflanum." Sunna María Einarsdóttir átti stórleik fyrir Gróttu og skoraði sjö mörk, þar af fimm mörk á kafla í seinni hálfleik þegar fátt gekk upp í sóknarleik Seltirninga. Kári var að vonum sáttur með hennar framlag. "Hún steig upp þegar við þurftum verulega á því að halda. Það var ekki mikið um lausnir hjá okkur í sókninni, þannig að við þurftum mikið á því að halda að einhver tæki af skarið og Sunna gerði það mjög vel," sagði þjálfarinn sem er ánægður með stöðu Gróttu í deildinni, enda ekki annað hægt þar sem liðið er með þriggja stiga forskot á toppnum. "Ég get ekki annað en verið sáttur með að vera í toppsætinu en þetta er svakaleg barátta og tap í dag hefði þýtt að það væri bara stig á milli okkar og Vals. Þetta var mjög mikilvægur leikur og við litum á þannig á hann." Grótta er einnig komin í undanúrslit bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Haukum. "Það er mikil spenna hjá okkur að takast á við það verkefni," sagði Kári að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti