"Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 08:37 Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. Hún segir þetta minna á hvernig farið var með gögn sem tengdust Icesave-deilunni á seinasta kjörtímabili. „Fyrir það fyrsta þá er ég búin að vera að kalla eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, mjög líkt því sem gert var í Icesave-málinu. [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís í Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem hún ræddi þessi mál.Ætlar að fara fram á það við forseta þingsins að trúnaðinum verði aflétt Í máli hennar kom fram að í gögnin vantar að minnsta kosti eina fundargerð. Þá sé búið að eiga við skjölin og afmá ákveðna liði sem vísað er í gögnunum. Gekk Vigdís svo langt að kalla þetta skjalafals. „Ég hef óskað eftir því við forseta þingsins að eiga með honum fund þar sem ég ætla að fara yfir þessar trúnaðarreglur og hvort að þingið sjái ekki ástæðu til þess að aflétta þessum trúnaði því það er mjög erfitt fyrir mig sem virðist vera eini þingmaðurinn sem situr á þingi núna að hafa allar þessar upplýsingar sem eru þarna í lokuðu herbergi á nefndarsviði og enginn má komast í og ég má ekki aflétta þessum trúnaði því þarna eru svo alvarlegir hlutir.“Mikilvægt að ná fram kerfisbreytingum til að fyrirbyggja svona hluti Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig í Eyjunni í gær og sagði málflutning Vigdísar áhugaverðan. Hún kvaðst þá hafa verið að berjast fyrir því að fá gögnin í hendurnar í tvö ár og málið ætti ekki að koma neinum þingmanni á óvart. „Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu,“ sagði Vigdís. Helgi Hrafn sagði þá að eftir sem hann kynntist stjórnsýslunni meira því auðveldara ætti hann með að trúa svona hlutum; að það væri einhver misbrestur í gögnum og jafnvel skjalafals. Vigdís hvatti Helga til að koma með sér í þá vegferð í að aflétta leynd af gögnunum og tók Helgi vel í það. Hann sagði þó jafnframt mikilvægt að fara í kerfisbreytingar til að koma í veg fyrir að svona lagað ætti sér stað. „Kerfisbreytingar sem gera meira til að fyrirbyggja svona hluti, þannig að það sé á hreinu fyrirfram. Hvernig á málsmeðferðin að vera, hvernig lýðræðiskerfið eigi að virka og svo framvegis. En ég hlakka til að skoða þetta,“ sagði Helgi Hrafn. Sjá má umræður Vigdísar og Helga Hrafns í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Vigdís ræddi málin einnig í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. Hún segir þetta minna á hvernig farið var með gögn sem tengdust Icesave-deilunni á seinasta kjörtímabili. „Fyrir það fyrsta þá er ég búin að vera að kalla eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, mjög líkt því sem gert var í Icesave-málinu. [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís í Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem hún ræddi þessi mál.Ætlar að fara fram á það við forseta þingsins að trúnaðinum verði aflétt Í máli hennar kom fram að í gögnin vantar að minnsta kosti eina fundargerð. Þá sé búið að eiga við skjölin og afmá ákveðna liði sem vísað er í gögnunum. Gekk Vigdís svo langt að kalla þetta skjalafals. „Ég hef óskað eftir því við forseta þingsins að eiga með honum fund þar sem ég ætla að fara yfir þessar trúnaðarreglur og hvort að þingið sjái ekki ástæðu til þess að aflétta þessum trúnaði því það er mjög erfitt fyrir mig sem virðist vera eini þingmaðurinn sem situr á þingi núna að hafa allar þessar upplýsingar sem eru þarna í lokuðu herbergi á nefndarsviði og enginn má komast í og ég má ekki aflétta þessum trúnaði því þarna eru svo alvarlegir hlutir.“Mikilvægt að ná fram kerfisbreytingum til að fyrirbyggja svona hluti Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig í Eyjunni í gær og sagði málflutning Vigdísar áhugaverðan. Hún kvaðst þá hafa verið að berjast fyrir því að fá gögnin í hendurnar í tvö ár og málið ætti ekki að koma neinum þingmanni á óvart. „Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu,“ sagði Vigdís. Helgi Hrafn sagði þá að eftir sem hann kynntist stjórnsýslunni meira því auðveldara ætti hann með að trúa svona hlutum; að það væri einhver misbrestur í gögnum og jafnvel skjalafals. Vigdís hvatti Helga til að koma með sér í þá vegferð í að aflétta leynd af gögnunum og tók Helgi vel í það. Hann sagði þó jafnframt mikilvægt að fara í kerfisbreytingar til að koma í veg fyrir að svona lagað ætti sér stað. „Kerfisbreytingar sem gera meira til að fyrirbyggja svona hluti, þannig að það sé á hreinu fyrirfram. Hvernig á málsmeðferðin að vera, hvernig lýðræðiskerfið eigi að virka og svo framvegis. En ég hlakka til að skoða þetta,“ sagði Helgi Hrafn. Sjá má umræður Vigdísar og Helga Hrafns í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Vigdís ræddi málin einnig í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hlusta má á viðtalið hér að neðan.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira